Innlent

Vítisenglar skuli víkja meðan fórnarlamb ber vitni

Einar Marteinsson
Einar Marteinsson
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 11. apríl um að sakborningum í líkamsárásarmáli skuli gert að víkja úr þinghaldi á meðan brotaþoli gefi skýrslu í málinu.

Talið er að meðlimir Vítisengla hafi staðið að baki árásinni.

Fjórir eru ákærðir í málinu, þar á meðal Einar Marteinsson en hann er forsprakki Vítisengla á Íslandi. Þau kærðu úrskurð Héraðsdóms Reykjaness fyrr í þessum mánuði eftir ákveðið var að hinir ákærðu skyldu ekki vera í þingsal á meðan fórnarlamb árásinnar ber vitni.

Þá var einnig farið farið fram á að framlagning skýrslu Europol - sem er á ensku - verði felld úr gildi og að framlagning gagnsins verði synjað. Hæstiréttur vísaði kröfunni frá.

Hægt er að nálgast dóm Hæstaréttar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×