Innlent

Ari Trausti gefur kost á sér

Ari Trausti Guðmundsson ásamt eiginkonu sinni á heimili þeirra.
Ari Trausti Guðmundsson ásamt eiginkonu sinni á heimili þeirra.
Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur ætlar að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Ari Trausti boðaði til blaðamannafundar á heimili sinu í dag þar sem hann greindi frá þessu. Rúm vika er siðan Ari Trausti boðaði til blaðamannafundarins. Ari Trausti er Íslendingum kunnur fyrir störf á fræðisviði sinu en hann sagði jafnframt veðurfréttir á Stöð 2 um árabil. Ari Trausti kynnti fjölskyldu sína á framboðsfundinum, eiginkonu, börn tengdabörn og barnabörn, sem hann sagði að skipti höfuðmáli í framboðinu.

„Í fyrsta lagi þá langar mig til að gegna þessu embætti,“ sagði Ari Trausti um ástæður þess að hann býður sig fram. „Það er ekkert flóknara en það og ég held að ég geti gert samfélaginu gagn og beint samfélaginu eitthvað á réttari brautir með gerðum mínum,“ sagði Ari Trausti og sagðist hafa jarðbundna þekkingu og langa reynslu á mörgum sviðum. „Ég hef ferðast víða um heiminn og tala fimm tungumál,“ bætti hann við.

Hann sagði að fjölskyldan, vinir, aðrir vandamenn og kunningjar stæðu að baki framboðinu. Framboðið væri fullkomlega óháð stjórnmálasamtökum eða öðrum samtökum. „Þetta er grasrótin sjálf,"

Kosningastjóri Ara Trausta heitir Lára Janusdóttir.

Ari Trausti hefur opnað vefsíðu sem skoða má með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×