Tvíburar fóru ólíkar leiðir við ferminguna 19. apríl 2012 11:00 Þau Halldór Sörli og Júlía Sif eru tvíburar en fermdust hvort í sínu lagi. Hann í borgaralegri fermingu en hún í kirkju. Fréttablaðið/Stefán Tvíburasystkinin Halldór Sörli og Júlía Sif Ólafsbörn voru fermd síðastliðinn sunnudag, en það sem vekur athygli er að þau höfðu hvort sinn háttinn á. Júlía fermdist í Háteigskirkju um morguninn, en Halldór í borgaralegri vígslu í Háskólabíói eftir hádegi. „Ég hafði alltaf hugsað mér að fermast í kirkju,“ segir Halldór. „Svo fór ég að hugsa betur út í þetta og leist vel á borgaralegu ferminguna.“ Aðspurð hvort henni hafi þótt skrítið að hafa bróður sinn ekki við hlið sér segir Júlía að svo hafi ekki verið. „Þetta var kannski svolítið skrýtin tilhugsun fyrst, því að ég hélt alltaf að Halldór myndi fermast í kirkju með mér. En það var svo ekkert mál.“ Þau segja að móðir þeirra hafi alls ekki sett fyrir sig að hafa tvær vígslur sama daginn og hún hafi virt þeirra val. Þá hafi vinum þeirra ekki þótt skrýtið að þau færu hvort sína eigin leið. „Nei. Þau þekkja okkur vel og vita að við tökum hvort okkar ákvarðanir,“ segir Júlía. „Þótt að við séum tvíburar,“ botnar Halldór. Aðspurð hvort þau séu almennt samrýnd systkin svara þau í kór: „Já!“ Umræða spannst nýlega út frá páskapredikun biskups Íslands þar sem hann sagði börn sem hygðu á kirkjulega fermingu sættu oft andróðri frá umhverfi sínu. Á móti var því haldið fram að þvert á móti þyrftu ungmenni frekar að standa gegn straumnum til að fermast borgaralega. Júlía og Halldór segja ekkert slíkt hafa verið að velkjast fyrir þeim og ákvarðanir þeirra hafi hreint ekki verið erfiðar. „Þetta snýst einfaldlega um það að ég trúi á guð en hann ekki,“ segir Júlía og Halldór tekur undir. „Mér fannst þetta mjög auðveld og eðlileg ákvörðun.“ Nokkuð algengt er að krakkar fermist í borgaralegri vígslu, þar á meðal nokkrir í kunningjahópi Halldórs. En tengist þessi ákvörðum þá vinahópum? „Maður vill auðvitað gjarnan fermast með vinum sínum,“ segir Júlía. „En þó að allar mínar vinkonur myndu fermast borgaralega myndi ég samt fermast í kirkju.“ Aðspurður sagði Halldór að það hafi ekki hvarflað að honum að sleppa því alfarið að fermast. „Ég lít á þetta sem ákveðinn áfanga í lífinu og mig langaði til að halda upp á hann og borgaralega fermingin höfðaði betur til mín.“ Systkinin sameinuðust svo í veislunni sem haldin var síðar um daginn. Þar léku þau meðal annars tvö lög fyrir gestina, Halldór á saxófón og Júlía á þverflautu. Þau svara hlæjandi að enginn munur hafi verið á fermingargjöfunum þrátt fyrir að Halldór hafi farið óhefðbundnari leið. Þar hafi samræmis verið gætt í hvívetna. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Tvíburasystkinin Halldór Sörli og Júlía Sif Ólafsbörn voru fermd síðastliðinn sunnudag, en það sem vekur athygli er að þau höfðu hvort sinn háttinn á. Júlía fermdist í Háteigskirkju um morguninn, en Halldór í borgaralegri vígslu í Háskólabíói eftir hádegi. „Ég hafði alltaf hugsað mér að fermast í kirkju,“ segir Halldór. „Svo fór ég að hugsa betur út í þetta og leist vel á borgaralegu ferminguna.“ Aðspurð hvort henni hafi þótt skrítið að hafa bróður sinn ekki við hlið sér segir Júlía að svo hafi ekki verið. „Þetta var kannski svolítið skrýtin tilhugsun fyrst, því að ég hélt alltaf að Halldór myndi fermast í kirkju með mér. En það var svo ekkert mál.“ Þau segja að móðir þeirra hafi alls ekki sett fyrir sig að hafa tvær vígslur sama daginn og hún hafi virt þeirra val. Þá hafi vinum þeirra ekki þótt skrýtið að þau færu hvort sína eigin leið. „Nei. Þau þekkja okkur vel og vita að við tökum hvort okkar ákvarðanir,“ segir Júlía. „Þótt að við séum tvíburar,“ botnar Halldór. Aðspurð hvort þau séu almennt samrýnd systkin svara þau í kór: „Já!“ Umræða spannst nýlega út frá páskapredikun biskups Íslands þar sem hann sagði börn sem hygðu á kirkjulega fermingu sættu oft andróðri frá umhverfi sínu. Á móti var því haldið fram að þvert á móti þyrftu ungmenni frekar að standa gegn straumnum til að fermast borgaralega. Júlía og Halldór segja ekkert slíkt hafa verið að velkjast fyrir þeim og ákvarðanir þeirra hafi hreint ekki verið erfiðar. „Þetta snýst einfaldlega um það að ég trúi á guð en hann ekki,“ segir Júlía og Halldór tekur undir. „Mér fannst þetta mjög auðveld og eðlileg ákvörðun.“ Nokkuð algengt er að krakkar fermist í borgaralegri vígslu, þar á meðal nokkrir í kunningjahópi Halldórs. En tengist þessi ákvörðum þá vinahópum? „Maður vill auðvitað gjarnan fermast með vinum sínum,“ segir Júlía. „En þó að allar mínar vinkonur myndu fermast borgaralega myndi ég samt fermast í kirkju.“ Aðspurður sagði Halldór að það hafi ekki hvarflað að honum að sleppa því alfarið að fermast. „Ég lít á þetta sem ákveðinn áfanga í lífinu og mig langaði til að halda upp á hann og borgaralega fermingin höfðaði betur til mín.“ Systkinin sameinuðust svo í veislunni sem haldin var síðar um daginn. Þar léku þau meðal annars tvö lög fyrir gestina, Halldór á saxófón og Júlía á þverflautu. Þau svara hlæjandi að enginn munur hafi verið á fermingargjöfunum þrátt fyrir að Halldór hafi farið óhefðbundnari leið. Þar hafi samræmis verið gætt í hvívetna. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira