Fleiri fréttir

Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann

Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist.

Flóð hrífa með sér börn í flóttamannabúðum

Tvö börn hafa látist og eitt er týnt eftir flóð í Sigale-flóttamannabúðunum í Mogadishu í gær. Fjölskyldur í búðunum flúðu í skjól þegar flóðin skullu á, þunguð kona varð undir í ringulreiðinni og lést.

Jón Gnarr kynnti Reykjavík í Frankfurt

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, kynnti bókmenntatexta um höfuðborg Íslands ásamt rithöfundinum Pétri Gunnarssyni fyrr í dag á Bókasýningunni í Frankfurt.

Facebook og eBay í samstarf

Katie Mitic, einn af stjórnendum eBay, tilkynnti í dag að vefverslunin færi í samstarf með Facebook, samskiptasíðunni vinsælu.

Mennirnir komnir í leitirnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið upplýsingar um mennina þrjá sem hún leitaði að í dag í tengslum við rannsókn. Upplýsingarnar bárust eftir að myndir höfðu birst af mönnunum í fjölmiðlum.

Flugslys á Papúa Nýju-Gíneu

Flugvél hrapaði í Papúa Nýju-Gíneu fyrir stuttu, vélin var á leið til Madang á norðurströnd eyjunnar. 32 farþegar voru um borð.

Franskur ofurhugi stekkur fram af fossbrún

Franskur ofurhugi stökk fram af brún fossins Drífanda undir Eyjafjöllum fyrir nokkrum dögum. Fossinn er rúmlega 100 metra hár og þurfti hann að hafa snör handtök við að opna fallhlífina. Væri það ógert tæki fallið aðeins fimm sekúndur.

Dæmdur til að greiða um eina og hálfa milljón

Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður á DV, var í dag dæmdur til að greiða konu 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla sem birtust í DV í september á síðasta ári. Um var að ræða umfjöllun blaðsins um nágrannaerjur í Garðabæ.

Fallið frá ákærum á Strauss-Khan

Fallið hefur verið frá nauðgunarákæru á hendur Dominique Strauss-Khan, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Mánaðarfangelsi fyrir líkamsárás í stigagangi

Tuttugu og fimm ára gamall karlmaður var dæmdur í eins mánaðar fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás. Maðurinn sló annan mann ítrekað hnefahöggum í höfuð og handlegg í stigagangi fjölbýlishúss í Reykjavík í september á síðasta ári. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en hann á nokkuð langan sakaferil að baki eða allt frá 16 ára aldri. Þá varð það honum til refsilækkunar að hafa tekið sig á varðandi neyslu á fíkniefnum og áfengi.

Tölvuþrjótur handtekinn

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem sakaður er um að hafa brotist inn í tölvupóst Hollywood-leikara og stolið þaðan gögnum.

Gassprenging í Rio de Janeiro

Gassprenging átti sér stað á veitingastað í miðborg Rio de Janeiro í Brasílíu í dag. Þrír létust og þrettán manns særðust.

Árlega greinast 18 með krabbamein í munnholi og vör

Árlega greinast 10 karlar og 8 konur með krabbamein í munnholi og vör samkvæmt fimm ára meðaltali áranna 2005 til 2009. Tilvikin hafa aldrei verið fleiri frá upphafi mælinga en þeim hefur fjölgað um 20 prósent á milli tímabilanna 2000 til 2004 og 2005 til 2009.

Lögreglan lýsir eftir Ingólfi Snæ

Lögreglan Selfossi lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni. Ingólfur Snær er fæddur árið 1995, hann er um 175 sentimetrar á hæð og um 80 kíló. Ekki er vitað um klæðaburð. Hann fór frá Hamarskoti fyrir um það bil hálfum mánuði en síðan þá hefur ekkert til hans spurst. Þeir sem vita um ferðir Ingólfs er bent á að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010.

Þingmenn vilja skýrslu um laun bankamanna

Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi hafa lagt fram beiðni þess efnis að efnahags- og viðskiptaráðherra flytji þinginu skýrslu um launagreiðslur til stjórnenda banka, skilanefnda og slitastjórna.

Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi á Djúpavogi

Maðurinn sem lést í vinnuslysi á Djúpavogi í gær hét Jón Ægir Ingimundarson. Hann var 41 árs og lætur eftir sig sambýliskonu og tvö börn. Haldin verður bænastund í Djúpavogskirkju klukkan sex í kvöld. Jón Ægir lést þegar verið var að losa salt úr skipi í höfninni þegar að krani úr landi sem notaður var við verkið brotnaði og féll á Jón sem var þar við vinnu sína.

Konungur Bútan giftist

Mikill fögnuður er nú í Bútan eftir að konunglegt brúðkaup fór þar fram í gær. Jigme Khesar Namgyel Wangchuck, hinn 31 ára gamli konungur Bútan, gekk að eiga Jigme Khesar Namgyel Wangchuck wed Jetsun Pema í litlum dal í Himalaföllum.

Játaði bæði á sig nauðgun og morð eftir að hafa verið misþyrmt

Sautján ára dreng, sem grunaður er um að vera stuðningsmaður Gaddafís, var misþyrmt svo illa í Líbýsku fangelsi að hann játaði á sig bæði nauðgun og morð. Mannréttindasamtök leggja hart að bráðabirgðastjórn landsins að stöðva pyntingar í fangelsum.

Breivik losnar úr einangrun á mánudag

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik losnar úr einangrun á mánudaginn kemur en hann hefur verið í einangrunarklefa í 87 daga, eða frá því hann var handtekinn á Útey eftir að hafa myrt 69 manns.

Upphaf Svarta dauða var í London

Vísindamenn í Þýskalandi telja sig hafa fundið uppruna Svarta dauða, einnar skæðustu plágu sögunnar. Veikin felldi nær þriðjung Evrópubúa um miðbik 14. aldar.

Skólum í Osló lokað vegna sprengihættu

Flestum grunnskólum í Osló höfuðborg Noregs var í dag lokað vegna sprengihættu frá handslökkvitækjum. Um framleiðslugalla er að ræða sem veldur því að tækin geta sprungið í loft upp við notkun. Tækin sem um ræðir voru framleidd á árunum 2006 til 2011 en ekki er vitað til þess að tæki af þessari gerð hafi sprungið í Noregi.

Smáforrit gegn nauðgunum

Yfirvöld í Indlandi ætla að berjast gegn nauðgunum í Nýju Delí með sérstöku smáforriti sem konur geta notað til að fæla burt árásarmenn.

Facebook komið á iPad

Notendur iPad spjaldtölvunnar hafa lengi beðið eftir að samskiptasíðan Facebook gefi út sérhannað smáforrit fyrir tölvuna vinsælu.

Sjósetning iOs 5 gekk brösulega

Mikið álag var á netþjónum Apple í gær eftir að opnað var fyrir aðgang að nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins, iOs 5.

Fíkniefnahundurinn Jökull fann mikið af fíkniefnum

Um miðjan dag í gær framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit í íbúð manns á fertugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hald var lagt á um 30 grömm af amfetamíni og nokkur grömm af kannabisefnum. Einnig voru haldlögð um 40 grömm af muldum e-töflum og mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja sem ekki voru stíluð á húsráðanda.

Ísland ekki tilbúið í viðræður um byggðamál

Íslendingar eru ekki í stakk búnir til þess að hefja viðræður við Evrópusambandið um byggðamál. Þetta kemur fram í svari fastafulltrúa Póllands sem sent hefur verið íslenskum stjórnvöldum samhliða þess að vinnu við rýniskýrslu er varðar málaflokkinn er lokið. Forsenda þess að hefja samningaviðræður um byggðamál er að íslensk stjórnvöld leggi fram ítarlega og tímasetta aðgerðaáætlun þar sem fram komi "skýr markmið að því er varðar framkvæmd byggðastefnunnar og þá stjórnsýslu sem nauðsynleg er."

NATO gagnrýnir dóm yfir Tímóshenkó

Atlantshafsbandalagið, NATO, lýsti yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðu í máli Júlíu Tímóshenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu. Hún var dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misbeitt valdi sínu í samningaviðræðum við rússneska gasrisann Gazprom árið 2009.

Samúð með mótmælendum úr ólíkum áttum

Bill Clinton telur að mótmælin á Wall Street og í öðrum borgum Bandaríkjanna geti skapað rými fyrir rökræður. Clinton, sem er fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagðist skilja reiði mótmælenda.

Umferðartafir í Mosó

Vegna framkvæmda við þverun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ milli Langatanga og Reykjavegar má búast við truflunum á umferð milli klukkan 10 og 12 í dag, fimmtudag.

Mannfall í Mið-Ameríku

Hitabeltisstormur gengur nú yfir Mið-Ameríku og hafa að minnsta kosti 18 manns látist af hans völdum í dag.

Sárafá skip á sjó vegna brælu

Sárafá fiskiskip eru á sjó við landið enda bræla á flestum miðum. Mörg skipanna, sem eru úti, eru í vari eða halda sjó, og eru því ekki að veiðum. Ekki er vitað til að nein áföll hafi orðið vegna veðursins.

Jarðskjálfti veldur skelfingu á Bali

Jarðskjálfti upp á 6 stig á Richter skók eyjuna Bali í Indónesíu í morgunn. Að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar voru upptök skjálftans um 160 km suðvestur af eyjunni.

Yfir 70% sjálfstæðismanna styðja Hönnu Birnu sem formann

Liðlega 70 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins treysta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur betur til að gegna formennsku í flokknum, en Bjarna Benediktssyni, núverandi formanni, samkvæmt nýrri könnun, sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið.

Reyna að bjarga Bangkok frá flóðum

Verkamenn í Bangkok höfuðborg Taílands berjast nú við að styrkja flóðavarnir borgarinnar til að koma í veg fyrir að hluti af borginni fari undir vatn.

Tölvuþjófar á kreiki á höfuðborgarsvæðinu

Tölvuþjófar voru á kreiki á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru ófundnir. fyrst var reynt að brjótast inn í tölvuverslun í Kópavogi upp úr miðnætti, en styggð virðist hafa komið að þjófnum og hann forðað sér án þess að stela neinu.

Átta létu lífið í skotárás í Kaliforníu

Heiftarleg forræðisdeila var orsök þess að átta létu lífið og einn særðist þegar vopnaður maður hóf skotárás á verslunarmiðstöð í strandbænum Seal Beach í suðurhluta Kaliforníu.

Sjá næstu 50 fréttir