Innlent

Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi á Djúpavogi

Maðurinn sem lést í vinnuslysi á Djúpavogi í gær hét Jón Ægir Ingimundarson. Hann var 41 árs og lætur eftir sig sambýliskonu og tvö börn.

Haldin verður bænastund í Djúpavogskirkju klukkan sex í kvöld.

Jón Ægir lést þegar verið var að losa salt úr skipi í höfninni þegar að krani úr landi sem notaður var við verkið brotnaði og féll á Jón sem var þar við vinnu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×