Innlent

Fíkniefnahundurinn Jökull fann mikið af fíkniefnum

Frá Akureyri
Frá Akureyri
Um miðjan dag í gær framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit í íbúð manns á fertugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hald var lagt á um 30 grömm af amfetamíni og nokkur grömm af kannabisefnum. Einnig voru haldlögð um 40 grömm af muldum e-töflum og mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja sem ekki voru stíluð á húsráðanda.

Hann var handtekinn en látinn laus að lokinni yfirheyrslu og er málið í rannsókn. Maður þessi hefur margoft komið við sögu lögreglu áður meðal annars í fíkniefnamálum, segir í tilkynningu frá lögreglu.  Í tengslum við málið var annar maður á fertugsaldri handtekinn og var sá með lítilræði af kannabisefnum á sér.

Á mánudaginn stöðvaði lögreglan á Akureyri svo einnig mann á fertugsaldri grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í framhaldinu var gerð húsleit heima hjá honum þar sem hald var lagt á um 7 grömm af kannabisefnum og lítilræði af amfetamíni.

Í báðum þessum tilvikum spilaði Jökull, fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar á Akureyri, stórt hlutverk og fann meðal annars efni sem höfðu verið vandlega falin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×