Innlent

Yfir 70% sjálfstæðismanna styðja Hönnu Birnu sem formann

Liðlega 70 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins treysta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur betur til að gegna formennsku í flokknum, en Bjarna Benediktssyni, núverandi formanni, samkvæmt nýrri könnun, sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið.

Aðeins var hægt að velja milli þeirra tveggja í könnuninni. Þetta er talsvert meira fylgi við Hönnu Birnu en í könnun Gallups í byrjun september, þar sem hún naut fylgis liðlega helmings stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, en næst kom Bjarni með tæp 25 prósent og önnur formannsefni afganginn.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn eftir rúman mánuð, sem er vettvangur formannskjörs, ef fleiri en einn gefa kost á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×