Innlent

Þingmenn vilja skýrslu um laun bankamanna

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi hafa lagt fram beiðni þess efnis að efnahags- og viðskiptaráðherra flytji þinginu skýrslu um launagreiðslur til stjórnenda banka, skilanefnda og slitastjórna.

Meðal annars er óskað eftir upplýsingum um hverjar hafi verið launagreiðslur til æðstu stjórnenda Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands á árunum 2005 til 2008. Þá er óskað eftir sömu upplýsingum hvað varðar stjórendur nýju bankanna, frá árinu 2009 og fram í júlí á þessu ári.

Einnig er beðið um upplýsingar um laun skilanefnda og slitastjórna bankanna þriggja sem féllu í hruninu. Að endingu er spurt hvernig laun þessara aðila séu ákveðin í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×