Fleiri fréttir

Hélt ræðu um norðurslóðir

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ræðu á ráðstefnu um framtíð norðurslóða í Brussel í gær.

Olíuslys kveikja að kvenfatalínu

Hörmulegar afleiðingar olíumengunarslysa urðu kveikjan að nýrri fatalínu Kolbrúnar Ýrar Gunnarsdóttur. Útkoman er svartir kjólar sem minna á olíublauta fugla.

Æskudýrkun úthýst og gömlu gildin tóku við

Æskudýrkun í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun var mikil og einsleitni stjórnendahópa var að margra mati orðin til vansa. Eftir hrun má hins vegar segja að afturhvarf hafi orðið þar sem eldri og reyndari stjórnendur tóku á ný við stjórn fyrirtækja.

Lögmenn Eimskips fara yfir stefnuna

Fulltrúar Eimskips eru nú að skoða stefnu frá Samskipum, sem er löng og mikil, og fara yfir stöðu mála, að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Samskip krefjast 3,7 milljarða króna auk vaxta í skaðabætur vegna samkeppnisbrota Eimskipafélags Íslands á árunum 1999 til 2002.

Erlingur Halldórsson látinn

Erlingur E. Halldórsson rithöfundur er látinn, 81 árs að aldri. Erlingur fæddist 26. mars 1930 á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson, bóndi þar, og eiginkona hans, Steinunn Jónsdóttir.

Jákvæð þróun í stuttum skrefum milli ára

Önnur framvinduskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um aðildarferli Íslands var gefin var út í gær. Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, kynnti skýrsluna og sagði við það tilefni að ferlið gengi vel fyrir sig og skýrslan undirstrikaði jákvæða þróun mála. Ekki kemur á óvart að Ísland er talið uppfylla mörg aðildarskilyrði, þá sérstaklega þau sem lúta að málum sem heyra undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið.

Áfram siglt til Þorlákshafnar

Herjólfur heldur áfram að sigla til Þorlákshafnar að minnsta kosti fram í næstu viku. Tekin verður ákvörðun um breytingar á siglingaleiðinni næsta mánudag. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta.

Deilt um forsendur fjárlaga

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sat fyrir svörum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Þar var farið yfir forsendur tekjuhliðar fjárlaga. Stjórnarandstaðan gagnrýndi þær og einnig ýmsar aðgerðir sem grípa á til, svo sem hækkun skattþrepa.

130 kannabisplöntur teknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í miðborginni í fyrradag. Við húsleit var lagt hald á rúmlega 130 kannabisplöntur, á ýmsum stigum ræktunar.

Þúsund sleppt fyrir einn

Ísraelsk stjórnvöld hafa fallist á að láta meira en þúsund Palestínumenn lausa úr fangelsum í skiptum fyrir Gilad Shalit. Shalit hafði verið gísl í haldi Palestínumanna frá árinu 2006.

Vilja minnka vægi konungsvaldsins í stjórnarskrá

Ný ríkisstjórn jafnaðarmanna, sósíalista og róttækra í Danmörku hyggur á breytingar á stjórnarskránni, en henni hefur lítið verið breytt síðan 1953. Meðal boðaðra breytinga er innleiðing Mannréttindasáttmála Evrópu og breytingar á hlutverki konungsvaldsins.

Leysa þúsundir fanga úr haldi

Herforingjastjórnin í Búrma hóf í gær að láta þúsundir fanga lausa úr fangelsum landsins. Jafnframt hefur hún tilkynnt að ritskoðun verði hætt.

Landbúnaðarstefna ESB endurskoðuð

Bændur, umhverfissinnar og jafnvel Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndu strax í gær fyrstu drög framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að nýrri landbúnaðarstefnu, sama daginn og þessi drög voru kynnt.

Segir málverk á uppboði falsað

Forvörðurinn Ólafur Ingi Jónsson telur að listaverk sem var boðið upp í Kaupmannahöfn í síðustu viku, og er sagt vera eftir Svavar Guðjónsson, sé falsað. Þetta kom fram í kvöldréttum RÚV.

Sogn var upphaflega barnaheimili

Réttargeðdeildinni á Sogni verður lokað og starfsemi hennar flutt í stærra húsnæði á Kleppi. Tvöföld öryggisgirðing er meðal þess sem reisa þarf við Klepp áður en nýja deildin opnar.

Útilokuðu almenna niðurfellingu skulda

Efnahags- og viðskiptaráðherra útilokaði almenna niðurfellingu skulda á Alþingi í dag. Hann sagði skuldir aldrei verða fluttar af þeim sem stofnuðu til þeirra á eignalaust fólk sem á ekkert nema lífeyrisréttindi sín. Tekist var á um afskriftir bankanna í þingsal.

Lést í umferðarslysi

Stúlkan sem lést í umferðaslysi í Fagradal í morgun hét Þorbjörg Henný Eiríksdóttir. Hún var sautján ára gömul og búsett á Eskifirði.

Segir sveitarfélögin eins og mismunandi konungsdæmi

„Í dag virkar þetta eins og konungsdæmi sem verður ekki hróflað við nema á fjögurra ára fresti,“ sagði Gestur Ólafsson, skipulagsfræðingur og arkitekt í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þegar skipulagsmál voru rædd.

Ekki mikið slösuð

Stúlka sem flutt var á slysadeild Landspítalans í Reykjavík eftir bílslys í Fagradal í morgun er ekki mikið slösuð, samkvæmt vakthafandi lækni á deildinni. Hún verður undir eftirliti á spítalanum í einhvern tíma.

Elti stúlku til að neyða hana upp í bíl

Foreldrar barna í Álftamýrarskóla voru varaðir við þremur ungum karlmönnum sem reyndu að lokka til sín börn í dag. Í tilkynningu frá skólastjóra kom fram að mennirnir hefðu reynt að lokka stúlku upp í silfurlitaðan bíl. Þegar hún neitaði að fara í bílinn elti einn mannanna hana á hlaupum. Hún komst þó undan.

Banaslys þegar krani féll á Djúpavogi

Alvarlegt vinnuslys varð við höfnina á Djúpavogi laust fyrir klukkan þrjú í dag þegar verið var að losa salt úr skipi. Krani úr landi sem notaður var við verkið brotnaði og féll niður á mann sem þarna var við vinnu sína, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Maðurinn, sem var rúmlega fertugur, lést við slysið. Lögreglan á Eskifirði fer með rannsókn málsins ásamt Vinnueftirliti ríkisins.

Össur tekur undir gagnrýni á dóminn yfir Tímósjenkó

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsir yfir miklum vonbrigðum með dóminn yfir Júlíu Tímósjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, sem var dæmd til sjö ára fangavistar í gær fyrir misbeitingu valds. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðherra taki undir yfirlýsingu Evrópusambandsins þar sem framkvæmd réttarhaldanna yfir Tímósjenkó er gagnrýnd harðlega og mun Össur styðja samhljóða ályktun sem lögð verður fyrir hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu,ÖSE, í vikunni.

Hetja mætir fyrir rétt í Seattle

Réttað verður í máli Benjamin Francis Fodor í Seattle á morgun. Bandaríkjamaðurinn er sakaður um að hafa ráðist á hóp fólks með piparúða. Síðustu mánuði hefur Fodor ferðast um dimm stræti Seattle borgar og stöðvað smáglæpamenn - hann kallar sig Phoenix Jones.

Ólafur Ragnar ræddi um Norðurslóðir í Brussel

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun ræðu á ráðstefnu um framtíð Norðurslóða sem haldin er í Brussel. Ráðstefnuna sækja forystumenn og fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins sem og sérfræðingar og vísindamenn en hún er haldin af International Polar Foundation í Brussel. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að meðal ræðumanna í morgun hafi verið Maria Damanaki, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins í málefnum sjávarútvegs og sjávarauðlinda. „Fjallaði hún um áherslur Evrópusambandsins í málefnum Norðurslóða.“

Þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnakláms

Fimmtugur karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa barnaklám undir höndum. Ákærði játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en á tölvu hans fundust 174 ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Myndirnar fundust við húsleit lögreglu.

Hryðjuverkamaður játar

Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab játaði í dag að hafa reynt að sprengja upp flugvél á leið til Bandaríkjanna. Atvikið átti sér stað á Jóladag árið 2009. Abdulmutallab hafði komið fyrir sprengju í nærbuxum sínum og ætlaði hann að granda flugvélinni áður en hún lenti í Boston.

Siv braut þrjá fingur

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknaflokksins, braut þrjá fingur á hægri hendi sinni með því að klemma sig á stálhurð í bílastæðakjallara Alþingis í gær. Hún var á leið á fund í allsherjar- og menntamálanefnd í forföllum Eyglóar Harðardóttur þegar óhappið varð, eftir því sem hún greinir frá á vefsíðu sinni.

Krefjast þess að hætt verði við lokun St. Jósefsspítala

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælir harðlega ákvörðun um lokun St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og krefst þess að hún verði endurskoðuð og sameining við LSH gangi til baka. Í tilkynningu frá bæjarstjórninni segir að ákvörðunin gangi þvert á þá sátt sem lofað hafi verið og þau fyrirheit sem gefin voru, um að St. Jósefsspítali gegndi áfram mikilvægu hlutverki í nærþjónustu við íbúa í Hafnarfirði.

Ráðherrar geti vikið sæti á Alþingi

Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Sjálfstæðisflokknum hafa lagt frumvarp þess efnis að ráðherra geti tekið ákvörðun uma að sitja ekki á Alþingi á meðan þeir gegna embætti. Tillagan hefur áður verið flutt en ekki verið samþykkt. Nýti ráðherra sér þennan möguleika yrði honum heimilt að taka þátt í umræðum á Alþingi en ætti ekki atkvæðisrétt.

Berlusconi mun fara fram á traustsyfirlýsingu

Talið er að ríkisstjórn Ítalíu muni bregðast við ummælum Giorgio Napolitano, forseta landsins, á morgun. Forsetinn gagnrýndi stjórnarhætti ríkisstjórnar Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.

Ferðir Herjólfs falla niður

Ekkert verður af frekari ferðum Herjólfs á milli lands og Eyja eins og áætlað hafði verið. Mjög slæmt veður er á svæðinu og er skipið nú á siglingu til Vestmannaeyja og er búist við því til hafnar klukkan fimm. Herjólfur siglir á 6 mílna hraða sökum sjólagsins en vindur fer í 30 metra á sekúndu í verstu kviðunum.

NASA leitar til einkageirans

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú leiða til að ferja geimfara sína til Alþjóðlegu Geimstöðvarinnar.

Opið hús í Höfða

Dagana 13. - 15. október verður opið hús í Höfða í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá leiðtogafundi Ronald Reagans, forseta Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbatsjevs, leiðtoga Sovétríkjanna, í húsinu árið 1986.

Bænastund vegna umferðarslyssins

Bænastund verður í Eskifjarðarkirkju klukkan í átta í kvöld vegna umferðarslyssins sem varð á Fagradal snemma í morgun. Stúlka á átjánda aldursári lést í slysinu og önnur flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíll stúlknanna rakst á vörubifreið sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður vörubifreiðarinnar var fluttur á heilsugæslu á Egilsstöðum minna slasaður.

Hillary Clinton hlakkar til að hætta

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að yfirgefa embætti sitt á næsta ári. Clinton sagðist þrá ró og næði, í núverandi starfi sínu sé slíkur munaður ekki til staðar.

Mikið atvinnuleysi í Bretlandi

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segist vera afar vonsvikinn með nýjustu atvinnuleysistölur. Þær sýna 8.1% atvinnuleysi í Bretlandi. Hlutfallið hefur ekki verið jafn hátt í 17 ár.

Ég hata þig ekki

"Ég hata þig ekki. Ég vil miklu frekar elska þig.“ sagði Sigurður Guðmundsson, 88 ára, við þýska kafbátahermanninn Horst Koske þegar þeir hittust í sýningarskála Íslands á bókamessunni í Frankfurt í dag. Koske, sem er 84 ára, er eini eftirlifandi meðlimur áhafnar þýska U300 kafbáts nasista sem skaut á og sökkti Goðafossi út af Garðskaga hinn 10. nóvember 1944. Sigurður er einn af þeim fjórum úr áhöfn Goðafoss sem enn er á lífi.

Brotist inn á flatbökustað

Brotist var inn í Flatbökugerð Friðborgar á Þorlákshöfn aðfaranótt mánudags síðastliðins. Þaðan var stolið öllum bjór sem var í kössum, en bjórinn sem var í kæli var skilinn eftir. Þá var skiptimynt tekin úr sjóðsvél og 50" flatskjár var einnig tekinn. Innbrotsþjófarnir hafa ekki verið teknir, samkvæmt upplýsingum Vísis.

Nubo fær enga forgangsmeðferð hjá Ögmundi

Innanríkisráðherra segir það ekki óeðlilegt að ráðuneytið hafi beðið í fimm vikur með að óska eftir frekar upplýsingum um kínverska fjárfestinn Huang Nubo. Önnur mikilvægari verkefni hafi verið í forgangi í ráðuneytinu.

Þýskir hryðjuverkamenn kenna sig við Heklu

Þýska lögreglan kom í gær í veg fyrir árás á lestarteina í austur Berlín í gær. Sprengjum hafði verið komið fyrir á þremur stöðum á teinunum en starfsmaður lestakerfisins fann þær áður en þær sprungu og tókst lögreglu að aftengja þær í tíma. Þetta er í þriðja sinn á tveimur dögum sem gerðar eru tilraunir til að gera árásir á lestarkerfið í höfuðborg Þýskalands og röskuðust samgöngur í borginni í tvo tíma vegna málsins.

Sjá næstu 50 fréttir