Innlent

Umferðartafir í Mosó

Mosfellsbær. Mynd tengist frétt ekki beint
Mosfellsbær. Mynd tengist frétt ekki beint
Vegna framkvæmda við þverun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ milli Langatanga og Reykjavegar má búast við truflunum á umferð milli klukkan 10 og 12 í dag, fimmtudag. 

Loka þarf fyrir umferð á hvorri akrein í um það bil 30 mín. í senn , þó ekki samtímis.

Á meðan á lokun stendur verður umferð beint um hjáleið um Bjarkarholt - Háholt. 

Vegfarendur eru beðnir um að sýna fyllstu aðgát og fylgja þeim merkingum sem uppi eru hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×