Fleiri fréttir Ríkisendurskoðandi samdi ljóð um Útey "Ég orti ljóðið í kjölfarið af þessum hræðilegu atburðum í Ósló og Útey. Það var grunnurinn,“ segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. "Það er kannski ekkert öðruvísi með mig og marga aðra – þetta hafði mikil áhrif á mig.“ Sveinn lét þýða ljóðið yfir á norsku og sendi það til kollega síns í Ósló, norska ríkisendurskoðandans, Jørgen Kosmo, sem virðingarvott. 27.9.2011 06:00 Hálft annað hundrað lærir japönsku Aldrei hafa fleiri nemendur í grunnskólum landsins lært ensku, en 78,9 prósent nemenda stunda það nám. Framhaldsskólanemendur læra að meðaltali 1,41 tungumál skólaárið 2010 til 2011. Áhugi á japönsku eykst, 148 lærðu það tungumál 2010 til 2011, en þeir voru 114 veturinn á undan. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. 27.9.2011 05:15 Fleiri koma þegar spáin er góð Ríflega fjörutíu jeppar luku um 250 kílómetra bíltúr á laugardag þegar Bílabúð Benna blés til árvissrar "Jeppaferðar fjölskyldunnar“ fyrir viðskiptavini sína. Að þessu sinni lá leiðin um Þingvöll upp að Langjökli þar sem var grillað áður en haldið var að Húsafelli og svo heim. 27.9.2011 05:00 SVÞ gagnrýna tolla- og innflutningsstefnu Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), deildi hart á stefnu stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum á opnum fundi sem Samtök atvinnulífsins (SA) stóðu fyrir í gær. 27.9.2011 05:00 Fangar fluttir til 28 landa Íslenska ríkið flutti erlenda fanga til 28 landa á síðustu tíu árum. Kostnaður við fangaflutninga til flestra þeirra er um það bil ein milljón króna eða minna. Þetta kom fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi fyrir helgi. Flutningar til Litháens eru rúm 20 prósent af kostnaði ríkissjóðs við fangaflutninga til annarra landa síðastliðin tíu ár. 27.9.2011 04:30 Betlistafur eini kostur lögreglu „Það eina sem lögreglumenn geta gert er að ganga um með betlistaf og biðla til ríkisvaldsins að skoða okkar launakjör ofan í kjölinn, sjá hvað þarna er að og leiðrétta það, en vilji ríkisvaldsins virðist ekki hafa verið mikill til þess undanfarið.“ 27.9.2011 04:00 Fleiri frá Íslandi gista í Köben ferðamálGistinóttum Íslendinga í Kaupmannahöfn hefur fjölgað um nærri þriðjung á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram á vef Túrista, sem vitnar í Dönsku tölfræðistofnunina. 27.9.2011 03:30 Afdrep fyrir hunda í Hallargarðinum? Hverfisráð Miðborgar leggur til að bann við hundum í ól á Laugavegi verði afnumið. Þetta kemur fram í svari ráðsins til umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar sem óskað hafði eftir tillögum um hugsanlega staðsetningu hundagerðis í miðbænum. 27.9.2011 03:00 Ráðist inn í Sirte frá austri Ráðist var inn í borgina Sirte í Líbíu frá austri í fyrsta sinn í gær. Fylgismenn Gaddafís og uppreisnarmenn há þar harða bardaga. 27.9.2011 03:00 Þrír létust í vinnuslysum Þrír starfsmenn létust við vinnu sína á síðasta ári, að því er fram kemur í ársskýrslu Vinnueftirlitsins. Alls eru skráð 1.174 vinnuslys sem voru tilkynnt til eftirlitsins árið 2010, 760 karlar og 414 konur. Dregið hefur úr fjölda slysa um þrjú prósent frá fyrra ári og um 38 prósent frá því sem mest var 2007. 27.9.2011 03:00 Hærri einkunn en í Reykjavík Skimunarpróf á lestri átta ára barna í grunnskólum Reykjanesbæjar skiluðu betri niðurstöðum en í Reykjavík. 27.9.2011 02:00 Hefur gengist undir geðrannsókn Maðurinn sem er talinn hafa myrt miðaldra hjón á göngu um Þúsundáraskóginn í Óðinsvéum hefur gengist undir geðrannsókn og verður máli hans brátt vísað til saksóknara. Morðin vöktu mikinn óhug síðasta vor. 27.9.2011 02:00 Fundu troðfullt skip af silfri Um tvö hundruð tonn af silfri hafa fundist í skipi sem sökk á Atlantshafi árið 1941. Talið er að silfrið sé 230 milljóna Bandaríkjadala virði, eða rúmlega 27 milljarða íslenskra króna. Reynist það rétt hefur jafn verðmætur málmur aldrei fundist í sjó fyrr. 27.9.2011 01:00 Fjármálaráðherra segir af sér Fjármálaráðherra Rússlands, Alexei Kúdrín, sagði af sér embætti í gær. Kúdrín gagnrýndi efnahagsstefnu Dimitrís Medvedev forseta landsins um helgina, eftir að fréttir bárust af því að Medvedev og Vladimír Pútín hygðust skiptast á embættum í forsetakosningum í mars næstkomandi. 27.9.2011 00:00 Lögreglumenn munu ekki taka niðurstöðunni þegjandi „Undanfarnar vikur hefur samtakamáttur lögreglumanna aldrei verið sterkari og ljóst er að þeir muni ekki taka óréttlátri niðurstöðu gerðadóms þegjandi,“ segir í tilkynningu frá frá Lögreglufélagi Suðurnesja þar sem farið var yfir niðurstöður gerðadóms vegna kjaradeilu lögreglumanna við ríkið. 26.9.2011 23:31 Ellefu ára gömul stúlka skaut systur sína í CSI-leik Ellefu ára gömul stúlka skaut fjórtán ára gamla systur sína í höfuðið þar sem þær voru að leika sér í CSI-leik í bænum Logansport í Indiana í Bandaríkjunum. 26.9.2011 23:00 Norður-Kórea opnar fyrir erlenda fjárfestingu - Kína og Rússar banka á dyrnar Kínverskir verkamenn vinna nú hörðum höndum að því að malbika 50 kílómetra langan vegkafla við norður-kóreska strandlengju sem heitir Rason. 26.9.2011 22:15 Hlupu um götur á nærfötunum - íslensk hugmynd? Hátt í þrjú þúsund manns hlupu á nærfötunum um götur borgarinnar Salt Lake í Utah í Bandaríkjunum í dag. Þar vildu þau mótmæla ströngum lögum í ríkinu, meðal annars viðhorf löggjafarvaldsins til giftinga samkynhneigðra sem og ströngum áfengislögum. 26.9.2011 21:30 Össur lýsti yfir stuðningi við aðild Palestínumanna að SÞ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti því yfir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag að íslensk stjórnvöld styddu umsókn Palestínumanna um aðild að SÞ og að þau hygðust leggja fram þingsályktunartillögu í næstu viku um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 26.9.2011 21:00 Komu hreyfiskynjurum fyrir í líkfrystum Líkhús í Tyrklandi hefur komið fyrir hreifiskynjara í líkfrystum ef svo sérkennilega vildi til að eitthvert líkið risi upp frá dauðum. 26.9.2011 20:30 Tilboðin himinhátt yfir kostnaðaráætlun Aðeins tvö tilboð bárust í ræsa- og brúagerð á sunnanverðum Vestfjörðum og reyndust bæði svo hátt yfir kostnaðaráætlun að Vegagerðin ákvað að vinna verkið sjálf. Krafa um að verktakar hafi jákvæða eiginfjárstöðu er talin geta skýrt fá tilboð. 26.9.2011 20:15 Úrvalsnámsmaður rekinn úr landi vegna aldurs Kanadískur íslenskunemi við Háskóla Íslands yfirgaf landið í dag að kröfu útlendingastofnunar. Hann er slíkur yfirburðanámsmaður í íslensku að hann er nú á öðru ári í Háskólanum, aðeins sautján ára gamall, en fær ekki að snúa aftur fyrr en hann hefur náð átján ára aldri. 26.9.2011 20:00 Framkvæmdir á Vesturlandsvegi næstu daga Á þriðjudag og miðvikudag er fyrirhugað að vinna við fræsingar og malbikun á vegöxlum á Vesturlandsvegi, ef veður leyfir. 26.9.2011 20:25 Fangaflutningar til Litháen 20 prósent af kostnaði ríkissjóðs Fangaflutningar til Litháen eru rúm tuttugu prósent af kostnaði ríkissjóðs við fangaflutninga til annarra landa síðastliðin tíu ár. Fangar voru fluttir til tuttugu og átta landa á kostnað ríkissjóðs á þessum tíma. 26.9.2011 19:45 Leiguverð komið upp í topp: "Auðvitað eru þetta fáránlega há verð“ Leiguverð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu er komið upp í topp miðað við greiðslugetu almennings að mati formanns félags leigumiðlara. Slegist er um lausar íbúðir og dæmi um að þriggja herbergja íbúðir séu leigðar út á alltað hundrað og áttatíu þúsund krónur á mánuði. 26.9.2011 19:30 Þarf að varast kjaftasögur og sporna gegn meiðandi skrifum Bæjarstjórinn í Sandgerði segir íbúa bæjarins harmi slegna vegna sjálfsvígs ellefu ára drengs fyrir helgi. Hún hvetur Sandgerðinga til að sýna samstöðu, varast kjaftasögur og sporna gegn meiðandi skrifum á netinu. 26.9.2011 19:00 Brotist inn í fjölda bíla um helgina Brotist var inn í á annan tug bíla á höfuðborgarsvæðinu um helgina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 26.9.2011 17:31 Þrír létust í vinnuslysum í fyrra Þrír starfsmenn létust við vinnu sína á síðsta ári og 1174 vinnuslys voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins. Þetta kemur fram í ársskýrslu Vinnueftirlitsins fyrir síðasta ár. Í inngangi að skýrslunni veltir Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins, fyrir sér hvort það sé almennt álitinn óhjákvæmilegur "fórnarkostnaður“ að nokkrir einstaklingar láti lífið á ári hverju og fjölmargir slasist eða verði fyrir heilsutjóni við vinnu sína svo að hjól atvinnulífsins geti snúist og skapað þau verðmæti sem velferð okkar byggir á. 26.9.2011 16:40 Ranglega staðið að ráðningu forstjóra Íslandsstofu Ranglega var staðið að ráðningu framkvæmdastjóra Íslandsstofu þegar stofnunin var sett á fót, segir í nýju áliti Umboðsmanns Alþingis. Umsækjandi um stöðuna kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna málsmeðferðar við ráðningu í starfið. 26.9.2011 16:09 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á Mosfellsheiði Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á Mosfellsheiði, auk vel útbúinna björgunarsveitamanna á höfuðborgarsvæðinu og sjúkraflutningamanna, til þess að hlúa að manni sem hafði veikst utan alfaraleiðar eftir hádegið í dag. Á endanum tókst þyrlunni að lenda til þess að ná í manninn og því var ekki þörf á sjúkraliðinu eða björgunarsveitamönnunum. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um heilsu viðkomandi. 26.9.2011 15:45 Rökin í Icesave kynnt fyrir utanríkismálanefnd Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti svar íslenskra stjórnvalda til Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir utanríkismálanefnd Alþingis í morgun. 26.9.2011 14:45 Lögreglumenn íhuga að segja sig úr óeirðasveitinni Svo gæti farið að lögreglumenn á Suðurnesjum hætti í óeirðasveit lögreglunnar. Víkurfréttir hafa þetta eftir Hjálmari Hjálmarssyni hjá Lögreglufélagi Suðurnesja en málið verður rætt á félagsfundi sem hefst klukkan fjögur í dag. 26.9.2011 14:39 Píranafiskar bitu brasilíska baðstrandargesti Yfirvöld í norðaustur Brasilíu reyna nú hvað þau geta til þess að róa almenning en um helgina voru að minnsta kosti 100 baðstrandargestir bitnir af píranafiskum, en þessir litlu fiskar hafa illt orð á sér enda vel tenntir með afbrigðum. 26.9.2011 14:17 Ung börn unnu skemmdarverkin Búið er að finna þá sem unnu skemmdarverk á leiðum í kirkjugarði í Borgarnesi um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru þarna að verki ung börn. Barnaverndayfirvöldum, forráðamönnum barnanna og aðstandendum hinna látnu hefur verið gert viðvart. 26.9.2011 14:06 Gorbachev hefur efasemdir um forsetaframboð Putins Mikhail Gorbachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, varar við stöðnun í Rússlandi ef Vladimir Putin verður aftur forseti landsins í mars eins og búist er við. Putin tilkynnti um helgina að hann myndi gefa kost á sér. Verði hann kjörinn er líklegt að Dmitry Medvedev, núverandi forseti landsins, taki við sem forsætisráðherra. Putin gegndi embætti forseta í tvö kjörtímabil áður en Medvedev tók við árið 2008. Samkvæmt stjórnarskrá landsins mátti hann ekki sitja í þriðja kjörtímabil. 26.9.2011 13:42 Palestínumálið kominn inn á borð Öryggisráðsins Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag taka fyrir umsókn Palestínumanna um að verða fullgilt og sjálfstætt ríki. Búist er við því að umræðan um málið verði að mestu leyti táknræn, enda hafa Bandaríkjamenn tilkynnt að þeir muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að tillagan umsóknin hljóti brautargengi. 26.9.2011 13:42 Fjölmargir foreldrar þurfa að reiða sig á Fjölskylduhjálpina Af þeim 3562 einstaklingum sem fengu matargjafir frá Fjölskylduhjálp Íslands á tímabilinu 1. júní í fyrra til loka maí í ár voru um 1399 með börn á framfæri, samkvæmt rannsókn sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fjölskylduhjálpina. Alls var tæplega 24 þúsund matargjöfum úthlutað á tímabilinu. 26.9.2011 11:36 Hnúfubakar ekki fleiri síðan mælingar hófust Hnúfubökum hefur fjölgað jafnt og þétt hér við land eftir að hvalatalning hófst fyrir 30 árum, eða um tíu til fimmtán prósent á ári. Þeir éta nú eina og hálfa milljón tonna á Íslandsmiðum á ári. 26.9.2011 11:24 Come To Harm sú besta á RIFF Íslenska stuttmyndin Come To Harm eftir Börk Sigþórsson var valin besta stuttmyndin þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti á RIFF-kvikmyndahátíðinni. Verðlaunin eru veitt í nafni Minningarsjóðs Thors Vilhjálmssonar. 26.9.2011 11:00 Embættismenn enn undir feldi vegna rjúpunnar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um það hvernig rjúpnaveiði verður háttað. 26.9.2011 10:45 Utanríkismálanefnd fundar um Icesave Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til þess að funda um stöðuna í Icesave. Fram kom í yfirlýsingu Oda Helen Sletnes, forstjóra Eftirlitsstofnunar EFTA að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um hvort málinu yrði vísað til EFTA-dómstólsins. ESA bíði nú eftir svari íslenskra stjórnvalda við rökstuddu áliti stofnunarinnar frá 10. júní síðastliðins. 26.9.2011 10:24 Nóg komið af öskrum Umræðan í íslenskri pólitík er eins og banvænt krabbamein í samfélaginu að mati Gauks Úlfarssonar, kvikmyndaleikstjóra og eins forsprakka Besta flokksins. Gaukur segir að pólitíkin sé of vond til að gott fólk hætti sér út í hana og Íslendingar séu enn jafn frekir og þeir voru fyrir hrun. 26.9.2011 10:15 Unga fólkið líklegra til að taka veikindafrí Ný rannsókn í Bretlandi leiðir í ljós að starfsmenn undir þrítugu eru mun líklegri til þess að hringja sig inn veika en kollegar þeirra sem komnir eru yfir fimmtugt. 26.9.2011 10:02 Sýrlenskir skriðdrekar láta sprengjum rigna Skriðdrekar Sýrlandsstjórnar hafa látið sprengjum rigna yfir bæinn al-Rastan í Homs héraði í alla nótt. Þrír eru sárir að því er mannréttindasamtök segja. Héraðið hefur verið vígi mótmælenda í landinu síðustu sjö mánuði en almenningur krefst þess að forsetinn Bashar al-Assad segi af sér. Rúmlega 2700 almennir borgarar hafa fallið í átökum við stjórnarhermenn frá því átökin hófust. 26.9.2011 10:00 Einn kærður fyrir að vera ekki með skotvopnaleyfi Eftirlit hefur verið með skotveiðimönnum á Suðurlandi síðustu daga og var einn kærður í vikunni fyrir að vera ekki með tilskilin leyfi meðferðis og fyrir að vera með vopn sem ekki var skráð á hann. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tiltölulega auðvelt sé að hafa þessi mál í lagi en ávallt skal skotvopnaleyfi vera meðferðis ásamt veiðikorti og þurfa þessi leyfi að vera í gildi. Þá bendir lögregla á að notkunarheimild þurfi að vera fyrir skotvopni sem ekki er skráð á viðkomandi. 26.9.2011 09:32 Sjá næstu 50 fréttir
Ríkisendurskoðandi samdi ljóð um Útey "Ég orti ljóðið í kjölfarið af þessum hræðilegu atburðum í Ósló og Útey. Það var grunnurinn,“ segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. "Það er kannski ekkert öðruvísi með mig og marga aðra – þetta hafði mikil áhrif á mig.“ Sveinn lét þýða ljóðið yfir á norsku og sendi það til kollega síns í Ósló, norska ríkisendurskoðandans, Jørgen Kosmo, sem virðingarvott. 27.9.2011 06:00
Hálft annað hundrað lærir japönsku Aldrei hafa fleiri nemendur í grunnskólum landsins lært ensku, en 78,9 prósent nemenda stunda það nám. Framhaldsskólanemendur læra að meðaltali 1,41 tungumál skólaárið 2010 til 2011. Áhugi á japönsku eykst, 148 lærðu það tungumál 2010 til 2011, en þeir voru 114 veturinn á undan. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. 27.9.2011 05:15
Fleiri koma þegar spáin er góð Ríflega fjörutíu jeppar luku um 250 kílómetra bíltúr á laugardag þegar Bílabúð Benna blés til árvissrar "Jeppaferðar fjölskyldunnar“ fyrir viðskiptavini sína. Að þessu sinni lá leiðin um Þingvöll upp að Langjökli þar sem var grillað áður en haldið var að Húsafelli og svo heim. 27.9.2011 05:00
SVÞ gagnrýna tolla- og innflutningsstefnu Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), deildi hart á stefnu stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum á opnum fundi sem Samtök atvinnulífsins (SA) stóðu fyrir í gær. 27.9.2011 05:00
Fangar fluttir til 28 landa Íslenska ríkið flutti erlenda fanga til 28 landa á síðustu tíu árum. Kostnaður við fangaflutninga til flestra þeirra er um það bil ein milljón króna eða minna. Þetta kom fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi fyrir helgi. Flutningar til Litháens eru rúm 20 prósent af kostnaði ríkissjóðs við fangaflutninga til annarra landa síðastliðin tíu ár. 27.9.2011 04:30
Betlistafur eini kostur lögreglu „Það eina sem lögreglumenn geta gert er að ganga um með betlistaf og biðla til ríkisvaldsins að skoða okkar launakjör ofan í kjölinn, sjá hvað þarna er að og leiðrétta það, en vilji ríkisvaldsins virðist ekki hafa verið mikill til þess undanfarið.“ 27.9.2011 04:00
Fleiri frá Íslandi gista í Köben ferðamálGistinóttum Íslendinga í Kaupmannahöfn hefur fjölgað um nærri þriðjung á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram á vef Túrista, sem vitnar í Dönsku tölfræðistofnunina. 27.9.2011 03:30
Afdrep fyrir hunda í Hallargarðinum? Hverfisráð Miðborgar leggur til að bann við hundum í ól á Laugavegi verði afnumið. Þetta kemur fram í svari ráðsins til umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar sem óskað hafði eftir tillögum um hugsanlega staðsetningu hundagerðis í miðbænum. 27.9.2011 03:00
Ráðist inn í Sirte frá austri Ráðist var inn í borgina Sirte í Líbíu frá austri í fyrsta sinn í gær. Fylgismenn Gaddafís og uppreisnarmenn há þar harða bardaga. 27.9.2011 03:00
Þrír létust í vinnuslysum Þrír starfsmenn létust við vinnu sína á síðasta ári, að því er fram kemur í ársskýrslu Vinnueftirlitsins. Alls eru skráð 1.174 vinnuslys sem voru tilkynnt til eftirlitsins árið 2010, 760 karlar og 414 konur. Dregið hefur úr fjölda slysa um þrjú prósent frá fyrra ári og um 38 prósent frá því sem mest var 2007. 27.9.2011 03:00
Hærri einkunn en í Reykjavík Skimunarpróf á lestri átta ára barna í grunnskólum Reykjanesbæjar skiluðu betri niðurstöðum en í Reykjavík. 27.9.2011 02:00
Hefur gengist undir geðrannsókn Maðurinn sem er talinn hafa myrt miðaldra hjón á göngu um Þúsundáraskóginn í Óðinsvéum hefur gengist undir geðrannsókn og verður máli hans brátt vísað til saksóknara. Morðin vöktu mikinn óhug síðasta vor. 27.9.2011 02:00
Fundu troðfullt skip af silfri Um tvö hundruð tonn af silfri hafa fundist í skipi sem sökk á Atlantshafi árið 1941. Talið er að silfrið sé 230 milljóna Bandaríkjadala virði, eða rúmlega 27 milljarða íslenskra króna. Reynist það rétt hefur jafn verðmætur málmur aldrei fundist í sjó fyrr. 27.9.2011 01:00
Fjármálaráðherra segir af sér Fjármálaráðherra Rússlands, Alexei Kúdrín, sagði af sér embætti í gær. Kúdrín gagnrýndi efnahagsstefnu Dimitrís Medvedev forseta landsins um helgina, eftir að fréttir bárust af því að Medvedev og Vladimír Pútín hygðust skiptast á embættum í forsetakosningum í mars næstkomandi. 27.9.2011 00:00
Lögreglumenn munu ekki taka niðurstöðunni þegjandi „Undanfarnar vikur hefur samtakamáttur lögreglumanna aldrei verið sterkari og ljóst er að þeir muni ekki taka óréttlátri niðurstöðu gerðadóms þegjandi,“ segir í tilkynningu frá frá Lögreglufélagi Suðurnesja þar sem farið var yfir niðurstöður gerðadóms vegna kjaradeilu lögreglumanna við ríkið. 26.9.2011 23:31
Ellefu ára gömul stúlka skaut systur sína í CSI-leik Ellefu ára gömul stúlka skaut fjórtán ára gamla systur sína í höfuðið þar sem þær voru að leika sér í CSI-leik í bænum Logansport í Indiana í Bandaríkjunum. 26.9.2011 23:00
Norður-Kórea opnar fyrir erlenda fjárfestingu - Kína og Rússar banka á dyrnar Kínverskir verkamenn vinna nú hörðum höndum að því að malbika 50 kílómetra langan vegkafla við norður-kóreska strandlengju sem heitir Rason. 26.9.2011 22:15
Hlupu um götur á nærfötunum - íslensk hugmynd? Hátt í þrjú þúsund manns hlupu á nærfötunum um götur borgarinnar Salt Lake í Utah í Bandaríkjunum í dag. Þar vildu þau mótmæla ströngum lögum í ríkinu, meðal annars viðhorf löggjafarvaldsins til giftinga samkynhneigðra sem og ströngum áfengislögum. 26.9.2011 21:30
Össur lýsti yfir stuðningi við aðild Palestínumanna að SÞ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti því yfir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag að íslensk stjórnvöld styddu umsókn Palestínumanna um aðild að SÞ og að þau hygðust leggja fram þingsályktunartillögu í næstu viku um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 26.9.2011 21:00
Komu hreyfiskynjurum fyrir í líkfrystum Líkhús í Tyrklandi hefur komið fyrir hreifiskynjara í líkfrystum ef svo sérkennilega vildi til að eitthvert líkið risi upp frá dauðum. 26.9.2011 20:30
Tilboðin himinhátt yfir kostnaðaráætlun Aðeins tvö tilboð bárust í ræsa- og brúagerð á sunnanverðum Vestfjörðum og reyndust bæði svo hátt yfir kostnaðaráætlun að Vegagerðin ákvað að vinna verkið sjálf. Krafa um að verktakar hafi jákvæða eiginfjárstöðu er talin geta skýrt fá tilboð. 26.9.2011 20:15
Úrvalsnámsmaður rekinn úr landi vegna aldurs Kanadískur íslenskunemi við Háskóla Íslands yfirgaf landið í dag að kröfu útlendingastofnunar. Hann er slíkur yfirburðanámsmaður í íslensku að hann er nú á öðru ári í Háskólanum, aðeins sautján ára gamall, en fær ekki að snúa aftur fyrr en hann hefur náð átján ára aldri. 26.9.2011 20:00
Framkvæmdir á Vesturlandsvegi næstu daga Á þriðjudag og miðvikudag er fyrirhugað að vinna við fræsingar og malbikun á vegöxlum á Vesturlandsvegi, ef veður leyfir. 26.9.2011 20:25
Fangaflutningar til Litháen 20 prósent af kostnaði ríkissjóðs Fangaflutningar til Litháen eru rúm tuttugu prósent af kostnaði ríkissjóðs við fangaflutninga til annarra landa síðastliðin tíu ár. Fangar voru fluttir til tuttugu og átta landa á kostnað ríkissjóðs á þessum tíma. 26.9.2011 19:45
Leiguverð komið upp í topp: "Auðvitað eru þetta fáránlega há verð“ Leiguverð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu er komið upp í topp miðað við greiðslugetu almennings að mati formanns félags leigumiðlara. Slegist er um lausar íbúðir og dæmi um að þriggja herbergja íbúðir séu leigðar út á alltað hundrað og áttatíu þúsund krónur á mánuði. 26.9.2011 19:30
Þarf að varast kjaftasögur og sporna gegn meiðandi skrifum Bæjarstjórinn í Sandgerði segir íbúa bæjarins harmi slegna vegna sjálfsvígs ellefu ára drengs fyrir helgi. Hún hvetur Sandgerðinga til að sýna samstöðu, varast kjaftasögur og sporna gegn meiðandi skrifum á netinu. 26.9.2011 19:00
Brotist inn í fjölda bíla um helgina Brotist var inn í á annan tug bíla á höfuðborgarsvæðinu um helgina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 26.9.2011 17:31
Þrír létust í vinnuslysum í fyrra Þrír starfsmenn létust við vinnu sína á síðsta ári og 1174 vinnuslys voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins. Þetta kemur fram í ársskýrslu Vinnueftirlitsins fyrir síðasta ár. Í inngangi að skýrslunni veltir Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins, fyrir sér hvort það sé almennt álitinn óhjákvæmilegur "fórnarkostnaður“ að nokkrir einstaklingar láti lífið á ári hverju og fjölmargir slasist eða verði fyrir heilsutjóni við vinnu sína svo að hjól atvinnulífsins geti snúist og skapað þau verðmæti sem velferð okkar byggir á. 26.9.2011 16:40
Ranglega staðið að ráðningu forstjóra Íslandsstofu Ranglega var staðið að ráðningu framkvæmdastjóra Íslandsstofu þegar stofnunin var sett á fót, segir í nýju áliti Umboðsmanns Alþingis. Umsækjandi um stöðuna kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna málsmeðferðar við ráðningu í starfið. 26.9.2011 16:09
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á Mosfellsheiði Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á Mosfellsheiði, auk vel útbúinna björgunarsveitamanna á höfuðborgarsvæðinu og sjúkraflutningamanna, til þess að hlúa að manni sem hafði veikst utan alfaraleiðar eftir hádegið í dag. Á endanum tókst þyrlunni að lenda til þess að ná í manninn og því var ekki þörf á sjúkraliðinu eða björgunarsveitamönnunum. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um heilsu viðkomandi. 26.9.2011 15:45
Rökin í Icesave kynnt fyrir utanríkismálanefnd Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti svar íslenskra stjórnvalda til Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir utanríkismálanefnd Alþingis í morgun. 26.9.2011 14:45
Lögreglumenn íhuga að segja sig úr óeirðasveitinni Svo gæti farið að lögreglumenn á Suðurnesjum hætti í óeirðasveit lögreglunnar. Víkurfréttir hafa þetta eftir Hjálmari Hjálmarssyni hjá Lögreglufélagi Suðurnesja en málið verður rætt á félagsfundi sem hefst klukkan fjögur í dag. 26.9.2011 14:39
Píranafiskar bitu brasilíska baðstrandargesti Yfirvöld í norðaustur Brasilíu reyna nú hvað þau geta til þess að róa almenning en um helgina voru að minnsta kosti 100 baðstrandargestir bitnir af píranafiskum, en þessir litlu fiskar hafa illt orð á sér enda vel tenntir með afbrigðum. 26.9.2011 14:17
Ung börn unnu skemmdarverkin Búið er að finna þá sem unnu skemmdarverk á leiðum í kirkjugarði í Borgarnesi um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru þarna að verki ung börn. Barnaverndayfirvöldum, forráðamönnum barnanna og aðstandendum hinna látnu hefur verið gert viðvart. 26.9.2011 14:06
Gorbachev hefur efasemdir um forsetaframboð Putins Mikhail Gorbachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, varar við stöðnun í Rússlandi ef Vladimir Putin verður aftur forseti landsins í mars eins og búist er við. Putin tilkynnti um helgina að hann myndi gefa kost á sér. Verði hann kjörinn er líklegt að Dmitry Medvedev, núverandi forseti landsins, taki við sem forsætisráðherra. Putin gegndi embætti forseta í tvö kjörtímabil áður en Medvedev tók við árið 2008. Samkvæmt stjórnarskrá landsins mátti hann ekki sitja í þriðja kjörtímabil. 26.9.2011 13:42
Palestínumálið kominn inn á borð Öryggisráðsins Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag taka fyrir umsókn Palestínumanna um að verða fullgilt og sjálfstætt ríki. Búist er við því að umræðan um málið verði að mestu leyti táknræn, enda hafa Bandaríkjamenn tilkynnt að þeir muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að tillagan umsóknin hljóti brautargengi. 26.9.2011 13:42
Fjölmargir foreldrar þurfa að reiða sig á Fjölskylduhjálpina Af þeim 3562 einstaklingum sem fengu matargjafir frá Fjölskylduhjálp Íslands á tímabilinu 1. júní í fyrra til loka maí í ár voru um 1399 með börn á framfæri, samkvæmt rannsókn sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fjölskylduhjálpina. Alls var tæplega 24 þúsund matargjöfum úthlutað á tímabilinu. 26.9.2011 11:36
Hnúfubakar ekki fleiri síðan mælingar hófust Hnúfubökum hefur fjölgað jafnt og þétt hér við land eftir að hvalatalning hófst fyrir 30 árum, eða um tíu til fimmtán prósent á ári. Þeir éta nú eina og hálfa milljón tonna á Íslandsmiðum á ári. 26.9.2011 11:24
Come To Harm sú besta á RIFF Íslenska stuttmyndin Come To Harm eftir Börk Sigþórsson var valin besta stuttmyndin þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti á RIFF-kvikmyndahátíðinni. Verðlaunin eru veitt í nafni Minningarsjóðs Thors Vilhjálmssonar. 26.9.2011 11:00
Embættismenn enn undir feldi vegna rjúpunnar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um það hvernig rjúpnaveiði verður háttað. 26.9.2011 10:45
Utanríkismálanefnd fundar um Icesave Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til þess að funda um stöðuna í Icesave. Fram kom í yfirlýsingu Oda Helen Sletnes, forstjóra Eftirlitsstofnunar EFTA að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um hvort málinu yrði vísað til EFTA-dómstólsins. ESA bíði nú eftir svari íslenskra stjórnvalda við rökstuddu áliti stofnunarinnar frá 10. júní síðastliðins. 26.9.2011 10:24
Nóg komið af öskrum Umræðan í íslenskri pólitík er eins og banvænt krabbamein í samfélaginu að mati Gauks Úlfarssonar, kvikmyndaleikstjóra og eins forsprakka Besta flokksins. Gaukur segir að pólitíkin sé of vond til að gott fólk hætti sér út í hana og Íslendingar séu enn jafn frekir og þeir voru fyrir hrun. 26.9.2011 10:15
Unga fólkið líklegra til að taka veikindafrí Ný rannsókn í Bretlandi leiðir í ljós að starfsmenn undir þrítugu eru mun líklegri til þess að hringja sig inn veika en kollegar þeirra sem komnir eru yfir fimmtugt. 26.9.2011 10:02
Sýrlenskir skriðdrekar láta sprengjum rigna Skriðdrekar Sýrlandsstjórnar hafa látið sprengjum rigna yfir bæinn al-Rastan í Homs héraði í alla nótt. Þrír eru sárir að því er mannréttindasamtök segja. Héraðið hefur verið vígi mótmælenda í landinu síðustu sjö mánuði en almenningur krefst þess að forsetinn Bashar al-Assad segi af sér. Rúmlega 2700 almennir borgarar hafa fallið í átökum við stjórnarhermenn frá því átökin hófust. 26.9.2011 10:00
Einn kærður fyrir að vera ekki með skotvopnaleyfi Eftirlit hefur verið með skotveiðimönnum á Suðurlandi síðustu daga og var einn kærður í vikunni fyrir að vera ekki með tilskilin leyfi meðferðis og fyrir að vera með vopn sem ekki var skráð á hann. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tiltölulega auðvelt sé að hafa þessi mál í lagi en ávallt skal skotvopnaleyfi vera meðferðis ásamt veiðikorti og þurfa þessi leyfi að vera í gildi. Þá bendir lögregla á að notkunarheimild þurfi að vera fyrir skotvopni sem ekki er skráð á viðkomandi. 26.9.2011 09:32