Innlent

Össur lýsti yfir stuðningi við aðild Palestínumanna að SÞ

Össur Skarphéðinsson lýsti yfir stuðningi.
Össur Skarphéðinsson lýsti yfir stuðningi.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti því yfir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag að íslensk stjórnvöld styddu umsókn Palestínumanna um aðild að SÞ og að þau hygðust leggja fram þingsályktunartillögu í næstu viku um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Ráðherra sagði ennfremur  að Ísland myndi styðja ósk Palestínumanna, kæmi hún til kasta allsherjarþingsins.

Utanríkisráðherra sagði í ávarpi sínu að viðurkenning á sjálfstæði Palestínu væri í anda sátta í Mið-Austurlöndum, það væri raunar heimskulegt að neita Palestínumönnum um sjálfstæði á sama tíma og krafan um lýðræðisumbætur færi um Arabaheiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×