Erlent

Hlupu um götur á nærfötunum - íslensk hugmynd?

Hátt í þrjú þúsund manns hlupu á nærfötunum um götur Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum í dag. Þar vildu þau mótmæla ströngum lögum í ríkinu, meðal annars viðhorf löggjafarvaldsins til giftinga samkynhneigðra sem og ströngum áfengislögum.

Fólkið hljóp ýmist í náttkjólum, bikiníum eða nærfötum um götur borgarinnar sem hefur verið kölluð höfuðborg mormóna.

Margir hverjir máluðu slagorð á líkama sína til þess að sýna samkynhneigðum stuðning.

Sá sem átti hugmynda að nærfatahlaupinu heitir Nate Porter en hann segist hafa fengið nóg af ströngum lögum í ríkinu.

Þess má reyndar geta að hljómsveitin FM Belfast samdi lagið Underwear sem fjallar einmitt um það að hlaupa um götur á nærfötunum. Ekki er ljóst hvort það hafi verið kveikjan að mótmælunum en hægt er að hlusta á lagið í viðhengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×