Erlent

Norður-Kórea opnar fyrir erlenda fjárfestingu - Kína og Rússar banka á dyrnar

Kim Jon Il opnar hálfvegis fyrir erlenda fjárfestingu í landinu.
Kim Jon Il opnar hálfvegis fyrir erlenda fjárfestingu í landinu.
Kínverskir verkamenn vinna nú hörðum höndum að því að malbika 50 kílómetra langan vegkafla við norður-kóreska strandlengju sem heitir Rason.

Um er að ræða 200 milljón dollara verkefni þar sem unnið er að því að koma samgöngum í lag við lengjuna sem er í um 20 klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang.

Rússar og Kínverjar eru æstir í að taka strandlengjuna í notkun þar sem hún auðveldar allar samgöngur frá Rússlandi til Kína og Suður-Kóreu til muna.

Um er að ræða sjávarlengju sem hefur ekki verið samgöngufærar hingað til en Norður-Kórea hefur hunsað tækifærin sem þar liggja í tuttugu ár.

Svo virðist sem Kim Jong Il ætli sér að opna fyrir samgöngu meðfram sjávarlengjunni. Sérfræðingar, sem Washington Post ræðir við, telja að meðal ástæðna sé sú að á næsta ári eru hundrað ár liðin frá fæðingu kommúnistaleiðtogans Kim Il Sung.

Kim Jong Il, núverandi leiðtogi Norður-kóreu þarf sárlega á erlendu fé að halda auk þess sem hann er talinn vilja styrkja tengsl sonar síns og arftaka við Kína og Rússland.

Um er að ræða þrjár hafnir á svæðinu sem Kínverjar og Rússar vilja taka í gagnið. Þá er jafnvel talað um að þarna verið internetaðgangur fyrir útlendinga.

Sérfræðingar segja þó varhugavert að stunda viðskipti eða ferðast um svæðið þar sem kommúnistaríkið tekur geðþóttaákvarðanir og breytir lögum á svipstundu. Þá er spilling gríðarleg.

Hitt er hinsvegar ljóst að ef leiðin opnast þá þýðir það gríðarleg verðmæti í viðskiptum á milli Kína og Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×