Erlent

Ellefu ára gömul stúlka skaut systur sína í CSI-leik

CSI þættirnir eru afar vinsælir. Stúlkurnar þóttust vera persónur úr þáttunum þegar slysið varð.
CSI þættirnir eru afar vinsælir. Stúlkurnar þóttust vera persónur úr þáttunum þegar slysið varð.
Ellefu ára gömul stúlka skaut fjórtán ára gamla systur sína í höfuðið þar sem þær voru að leika sér í CSI-leik í bænum Logansport í Indiana í Bandaríkjunum.

Atvikið átti sér stað á heimili systranna um helgina en foreldrar stúlknanna voru ekki heima.

Stúlkurnar voru að þykjast vera persónur úr bandarísku þáttaröðinni CSI þegar sú yngri skaut systur sína með haglabyssu. Það varð stúlkunni til lífs að á milli þeirra var herbergisveggur.

Unglinstúlkan liggur á spítala samkvæmt FOX fréttastöðinni en ekki er greint frá líðan hennar. Lögreglan rannskar atvikið sem slys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×