Innlent

Lögreglumenn munu ekki taka niðurstöðunni þegjandi

Lögreglumenn fjölmenntu fyrir utan gerðadóm fyrir helgi.
Lögreglumenn fjölmenntu fyrir utan gerðadóm fyrir helgi.
„Undanfarnar vikur hefur samtakamáttur lögreglumanna aldrei verið sterkari og ljóst er að þeir muni ekki taka óréttlátri niðurstöðu gerðadóms þegjandi,“ segir í tilkynningu frá frá Lögreglufélagi Suðurnesja þar sem farið var yfir niðurstöður gerðadóms vegna kjaradeilu lögreglumanna við ríkið.

Djúp óánægja er í röðum lögreglumanna vegna niðurstöðunnar, í raun líta lögreglumenn svo á að fulltrúi ríkisvaldsins hafi sent þeim kaldar kveðjur þegar hann lét bóka að hann greiddi atkvæði með afstöðu formanns gerðadóms þegar hefðin er sú að hann sitji hjá samkvæmt tilkynningu lögreglumanna á Suðurnesjum.

Lögreglumenn segjast standa á krossgötum, „þar sem þeim virðast vera allar bjargir bannaðar til að sækja sér löngu verðskuldaða kjaraleiðréttingu,“ eins og það er orðað í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×