Innlent

Komin niður úr krananum heil á húfi

Sex ára stelpan sem klifraði upp í krana í vallahverfinu í Hafnarfirði er nú komin niður með aðstoð slökkiliðsmanns. Hún mun hafa verið í hjólatúr í hverfinu og fékk þá hugdettu að virða fyrir sér útsýnið úrk krananum. Hún komst alla leið upp að stýrishúsi kranans og var því komin í um það bil 25 metra hæð. Þá hætti henni að lítast á blikuna og þorði ekki niður aftur.




Tengdar fréttir

Sex ára stelpa í sjálfheldu í krana í Hafnarfirði

Sex árs stelpa klifraði upp í byggingakrana á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði fyrir stundu. Hún komst ekki niður af sjálfsdáðum og var þá kallað á lögreglu og slökkvulið. Slökkviliðið sendi körfubíl á staðinn og fór einn slökkviliðsmaður upp í kranann búinn klifurbúnaði og er aðgerðin enn í gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×