Innlent

Varðskip aðstoðar portúgalskan togara

MYND/Guðmundur St. Valdimarsson
Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á leið til aðstoðar portúgölskum togara sem fékk veiðarfæri í skrúfuna við mörk 200 sjómílna lögsögunnar. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að togarinn hafi verið við úthafskarfaveiðar og fékk hann veiðarfærin í skrúfuna í morgun. Var þá leitað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og munu kafarar varðskipsins freista þess að skera veiðarfærin úr skrúfu togarans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×