Fleiri fréttir Grunaður um að hafa ætlað að myrða Chavez Yfirvöld í Venesúela hafa handtekið 29 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa ætlað að ráða forseta landsins Hugo Chavez af dögum. Maðurinn var handtekinn í vesturhluta landsins nálægt landamærum Kólombíu og á hann að hafa sent SMS skilaboð þar sem tilræðinu er lýst. 30.4.2010 23:52 Öðrum olíuborpalli hvolfdi á Mexíkóflóa Óttast er að hinn risastóri olíuflekkur í Mexíkóflóa eigi eftir að stækka enn frekar eftir að olíuborpalli hvolfdi á svæðinu í dag. Pallinum hvolfdi undan strönd Louisiana en í síðustu viku kom upp eldur á öðrum palli á sama svæði sem varð til þess að nú stefnir í meiriháttar umhverfisslys í flóanum. Ellefu manns létust þegar sá pallur brann en í þetta skiptið slasaðist enginn. Óhappið mun hinsvegar gera mönnum erfiðara fyrir að hemja olíumengunina því nú þarf að einbeita sér að tveimur vígstöðvum. 30.4.2010 22:16 Atvinnuleysi á Spáni mælist nú 20 prósent Atvinnuleysi á Spáni hefur náð nýjum hæðum en hagstofa Evrópusambandsin, Eurostat, birti í dag nýjar atvinnuleysistölur fyrir álfuna. 20 prósent Spánverja eru nú atvinnulausir eða 4,6 milljónir manna. Aðeins í Lettlandi er staðan verri en á síðasta ársfjórðungi var mældist atvinnuleysið á Spáni 19 prósent. 30.4.2010 21:18 Sindri kominn í leitirnar Sindri Þór Ragnarsson, drengurinn sem lögreglan á Selfossi lýsti eftir í kvöld er kominn fram heill á húfi. Lögreglan þakkar veittar ábendingar sem bárust eftir að lýst var eftir drengnum. 30.4.2010 23:16 Öskuframleiðslan aðeins brot af því sem hún var Kvikustreymi og gosmökkur á Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Sprengivirknin og öskuframleiðsla er aðeins brot af því sem hún var í byrjun gossins en engin merki sjást um að gosi sé að ljúka. 30.4.2010 20:35 Lýst eftir 13 ára dreng Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Sindra Þ. Ragnarssyni. Sindri fór af heimili sínu um hádegisbilið í dag og vitað er að hann hafi farið til Reykjavíkur. Að sögn lögreglu er Sindri á 14. aldursári, um 173 cm á hæð, með skollitað hár með mikið af ljósum strípum og grannvaxinn. 30.4.2010 21:32 Bresku dagblöðin skipta um flokka Tvö af stærstu dagblöðum Bretlands hafa nú lýst yfir stuðningi við stjórnmálaflokka fyrir komandi kosningar í landinu 6. maí næstkomandi. Þar í landi tíðkast það að blöðin veðji á ákveðinn hest og í dag lýsti The Guardian yfir stuðningi við Frjálslynda demókrata. 30.4.2010 20:50 Jón Sigurðsson: Ég hef engin lög brotið Skattrannsóknarstjóri krafðist í gær kyrrsetningar á eignum Jóns Sigurðssonar framkvæmdastjóra Stoða um leið og gerð var krafa um kyrrsetningu á eignum félagsins. Í yfirlýsingu frá Jóni segir að rök skattrannsóknarstjóra hafi verið þau að nauðsynlegt hafi verið að kyrrsetja eignir hans til tryggingar fyrir hugsanlegri fésekt vegna meintrar refsiverðrar háttsemi hans í tengslum við skil Stoða á virðisaukaskatti. 30.4.2010 20:09 Steingrímur vill jafna lífeyrisréttindi Fjármálaráðherra telur að stefna eigi að því að jafna betur lífeyrisrétt opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði. 30.4.2010 19:22 Breiðavíkurnefnd: Kannað hvort rannsaka þurfi fleiri heimili Fjöldi ungs fólks, sem segir að brotið hafi verið á sér á opinberum meðferðar- og vistheimilum, hefur leitað til Breiðavíkurnefndarinnar. Formaður hennar segir nefndina ekki rannsaka heimili sem starfrækt voru eftir árið 1992. Kannað verði hvort tilefni sé til að rannsaka nýrri heimili í ljósi þessara frásagna. 30.4.2010 19:19 Bílalánafrumvarp lagt fram á næstu dögum Höfuðstóll bílalána í erlendri mynt gæti lækkað um tuttugu til þrjátíu og fimm prósent nái frumvarp félagsmálaráðherra, sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun, fram að ganga. Ráðherra útilokar ekki að frumvarpið verði dregið til baka ef samningar takast við fjármögnunarfyrirtækin. 30.4.2010 19:11 Flóttamaður fær ekki búsetuleyfi Útlendingastofnun hefur synjað flóttakonu á þrítugsaldri um búsetuleyfi en hún kom hingað til lands í boði íslenskra stjórnvalda frá Kólumbíu fyrir fimm árum. Stofnunin telur að konan geti ekki framfleytt sér á námsstyrk til að klára stúdentspróf sem hún þáði frá félagsþjónustunni. 30.4.2010 19:02 Besti flokkurinn bætir gríðarlega við sig í fylgi Besti flokkurinn fékk 12,7 prósent í könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins í mars en mælist nú með 23,4 prósent og fengi fjóra af fimmtán borgarfulltrúum. Hann mælist með meira fylgi en Samfylkingin og er næst stærsti flokkurinn í borginni. 30.4.2010 18:30 Varðskip aðstoðar portúgalskan togara Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á leið til aðstoðar portúgölskum togara sem fékk veiðarfæri í skrúfuna við mörk 200 sjómílna lögsögunnar. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að togarinn hafi verið við úthafskarfaveiðar og fékk hann veiðarfærin í skrúfuna í morgun. Var þá leitað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og munu kafarar varðskipsins freista þess að skera veiðarfærin úr skrúfu togarans. 30.4.2010 18:12 Komin niður úr krananum heil á húfi Sex ára stelpan sem klifraði upp í krana í vallahverfinu í Hafnarfirði er nú komin niður með aðstoð slökkiliðsmanns. Hún mun hafa verið í hjólatúr í hverfinu og fékk þá hugdettu að virða fyrir sér útsýnið úrk krananum. Hún komst alla leið upp að stýrishúsi kranans og var því komin í um það bil 25 metra hæð. Þá hætti henni að lítast á blikuna og þorði ekki niður aftur. 30.4.2010 18:02 Sex ára stelpa í sjálfheldu í krana í Hafnarfirði Sex árs stelpa klifraði upp í byggingakrana á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði fyrir stundu. Hún komst ekki niður af sjálfsdáðum og var þá kallað á lögreglu og slökkvulið. Slökkviliðið sendi körfubíl á staðinn og fór einn slökkviliðsmaður upp í kranann búinn klifurbúnaði og er aðgerðin enn í gangi. 30.4.2010 17:56 Meintir kókaínsmyglarar áfram í gæsluvarðhaldi Fimm manns, fjórir karlar og ein kona, hafa verið úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald en þau eru grunuð um aðild á innflutningi kókaíns hingað til lands frá Spáni. Um er að ræða rúmlega 3 kg af mjög hreinu kókaíni, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. 30.4.2010 17:45 Íslenskir karlmenn lifa lengst Íslenskir karlmenn lifa lengst allra karla í heiminum og konur frá Kýpur lifa lengst kynsystra sinna, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt var í tímaritinu The Lancet í dag. 30.4.2010 16:30 Lögreglunni bar skylda til að sinna kalli frá dómnum „Við erum kallaðir þarna til af dómara eftir að tilraunir dómara og þingvarða til þess að fá fólk, sem að var ofaukið i réttarsalnum, úr salnum báru ekki árangur og við sinnum einfaldlega því kalli,“ segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. 30.4.2010 15:37 Hér er Unnur Birna Heimssýningin í Shanghai í Kína verður opnuð á morgun með hátíð sem sögð er verða ekki síðri en opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking árið 2008. 30.4.2010 14:50 Barónessan sögð vera að hrökklast frá ESB Talið er líklegt að Ashton barónessa muni láta af embætti utanríkismálastjóra Evrópusambandsins einhverntíma á þessu ári. 30.4.2010 14:20 Leikfélag Sólheima sýnir verk um ævi Sesselju Leikfélag Sólheima sýna um þessar mundir leikritið „Þar sem sólin á heima“ eftir Eddu Björgvinsdóttur. Leikritið var frumsýnt á sumardaginn fyrsta og verður sýnt á Sólheimum um helgina. Hátíðarsýning verður svo í Þjóðleikhúsinu næstkomandi miðvikudag klukkan átta. Leikritið er um ævi Sesselju Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima, og er stiklað á stóru í lífshlaupi hennar. 30.4.2010 14:14 Vilja refsiaðgerðir vegna herskips Suður-Kórea mun væntanlega leita til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gagnvart Norður-Kóreu vegna herskips sem talið er víst að norðanmenn hafi sökkt í síðasta mánuði. 30.4.2010 13:43 Björgólfur og Sigurður Einarsson verða ekki sviptir fálkaorðunni Það hefur aldrei verið rætt formlega í orðunefnd um Hina íslensku fálkaorðu að svipta þá Sigurð Einarsson og Björgólf Guðmundsson orðunni, segir Ólafur G. Einarsson, formaður orðunefndarinnar. Í grein í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Njörður Njarðvík, fyrrverandi háskólakennari, orðuveitingar forseta Íslands til Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. 30.4.2010 13:35 Siv: Breið samstaða um breytt hjúskaparlög Stefnt er að því að ný hjúskaparlög verði afgreidd frá Alþingi fyrir sumarleyfi þingsins. En í gær tókst stuðningsmönnum við frumvarpið ekki af afla tillögu þar að lútandi stuðnings á Prestastefnu. 30.4.2010 12:31 Össur ósammála Jóhönnu um málskotsréttinn Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru ósammála um það hvort afnema eigi málskotsrétt forseta Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudaginn að hún teldi að leggja ætti niður málskotsréttinn í núverandi mynd og þjóðin gæti sjálf kallað beint eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. 30.4.2010 12:24 Kvikuflæðið allt að 50 tonn á sekúndu Talið er að kvikuflæðið upp úr gosrásinni í Eyjafjallajökli, sé allt að 50 tonn á sekúndu, sem er meira en haldið hefur verið, en minna en við upphaf gossins. Þetta flæði jafngildir þyngd fimmtíu lítilla fólksbíla á sekúndu. 30.4.2010 12:22 Lögreglan fjarlægði fólk úr dómssal með valdi Til átaka kom í dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan ellefu í morgun þegar lögregla fjarlægði tvo einstaklinga sem voru að fylgjast með fyrirtöku i máli níu mótmælenda sem sóttir eru til saka fyrir að fara inn í alþinghúsið í Búsáhaldabyltingunni í byrjun síðasta árs. 30.4.2010 11:52 Kveikti í sér eftir að hafa sært fimm börn Karlmaður réðst inn í leikskóla í Kína í nótt vopnaður hamri og særði fimm börn áður en hann framdi sjálfsmorð. Þetta er í þriðja sinn á jafn mörgum dögum þar sem ráðist er á kínversk leikskólabörn. 30.4.2010 11:36 Viðbúnaður vegna dómsmáls gegn mótmælendum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var með talsverðan viðbúnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar tekin var fyrir ákæra gegn níu einstaklingum, sem eru ákærðir eru vegna mótmæla á þingpöllum í Búsáhaldabyltingunni. 30.4.2010 11:29 Ógnaði ungum dreng með hnífi Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ógnað tveimur ungum drengjum með hnífi á Selfossi í júní í fyrra. 30.4.2010 10:43 Kristín Steinsdóttir nýr formaður Rithöfundasambandsins Kristín Steinsdóttir var kjörin nýr formaður Rithöfundasambands Íslands á aðalfundi sambandsins í gær. Hún tekur við sem formaður af Pétri Gunnarssyni. 30.4.2010 10:35 Tíu sveitarfélög til sérstakrar skoðunar vegna fjárhagsvanda Tíu sveitarfélög á Íslandi hafa verið til sérstakrar skoðunar af hálfu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði ráðherra út í málið á Alþingi. Samkvæmt svari ráðherra er um að ræða sveitarfélögin Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ, Sveitarfélagið Álftanes, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Bolungarvík, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. 30.4.2010 10:02 Björgólfur Thor: Skil reiði almennings „Ég skil réttláta reiði almennings gagnvart þeim sem voru þátttakendur í þeirri atburðarás sem leiddi til hrunsins. Það mun taka mig mörg ár að byggja upp mannorð mitt á Íslandi á nýjan leik ef það tekst á annað borð, en ég er staðráðinn í að gera mitt besta til þess. Ég geri hins vegar ráð fyrir að grundvallarreglum réttarríkisins verði framfylgt í meðferð þeirra mála sem tengjast hruninu, sem og við afgreiðslu mála almennt hjá Alþingi og ríkisvaldi,“ segir athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson í bréfi sem hann sendi iðnaðarnefnd fyrr í mánuðinum í tengslum við gagnaver Verne Holding á Suðurnesjum. 30.4.2010 09:36 Engin merki um að gosi sé að ljúka Vatnsrennsli undan Gígjökli í Eyjafjallajökli jókst nokkuð undir morgun og er að berast út í Markarfljót. Þetta er þó ekki neitt stórhlaup og tala vísindamenn frekar um gusu. Annars hélt gosið ámóta krafti í nótt og verið hefur síðasta sólarhringinn. Engin merki er um að gosinu sé að ljúka. 30.4.2010 08:34 Bensínverð hækkar Olíufélögin Olís, Skeljungur og N-1 hækkuðu öll bensínverð i gær og er það nú komið upp í tæpar 213 krónur lítrinn í sjálfsafgreiðslu en 218 krónur með fullri þjónustu. Félögin hækkuðu verðið nær alveg jafn mikið og sömuleiðis dísilolíuna. 30.4.2010 08:26 Olían komin að landi Bandaríska strandgæslan telur að olíuflekkurinn úr borholunni á Mexíkóflóa hafi borist að ströndum Bandaríkjanna í nótt. Það hefur ekki fengist staðfest. 30.4.2010 08:15 Skildi börn eftir í ruslafötu Bandarískur karlmaður var í gær dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa rænt og skilið tvö eftir í ruslafötu í Dayton í Ohio á heitum júlídegi í fyrra. Hann kom 8 mánaða dreng og tveggja ára stúlku fyrir í ruslafötu eftir að hafa deilt við móður þeirra sem hafði slitið sambandi við hann. 30.4.2010 08:12 Sér ekkert athugavert við að taka sér barnabrúði Nígeríski þingmaðurinn sem tók sér nýverið barnabrúði segist ekki hafa brotið nein lög. Mannréttindasamtök, læknar og þingmenn í Nígeríu hafa mótmælt því að maðurinn, sem er fimmtugur, hafi fyrir nokkrum vikum kvænst 13 ára gamalli egypskri telpu. Þingkonur á nígeríska þinginu vilja að hann verði víttur. 30.4.2010 08:10 Konur mega þjóna í kafbátum Konur geta nú verið hluti áhafna um borð í kafbátum bandaríska flotans en hingað til hefur það verið óheimilt. Bandaríkjaþing gerði ekki athugasemdir við ákvörðun varnarmálaráðuneytisins og því hefur banninu verið aflétt. 30.4.2010 07:54 Heimild til að kaupa erlenda gjaldeyri lækkar Heimild til að kaupa erlenda gjaldeyri í reiðufé vegna ferðalaga til útlanda, lækkar í dag úr 500 þúsund krónum niður í 350 þúsund, samkvæmt nýjum reglum Seðlabankans. Einnig er gerð breyting á sérstökum undanþágum, til að taka af allan vafa um ólögmæti aflandsviðskipta. 30.4.2010 07:49 Á gjörgæslu eftir gasleka í Hellisheiðarvirkjun Fjölmennt lögreglu- og slökkvilið ásamt sjúkrabílum og læknum voru send að Hellisheiðarvirkjun í nótt, eftir að þaðan barst beiðni um bráðaaðstoð. Þar varð einhverskonar gasleki laust fyrir klukkan fjögur, með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn misstu meðvitund og féllu ofan af vinnupall, eða úr stiga, en sá þriðji komst út og kallaði á hjálp. 30.4.2010 06:59 Útför 46 sjóliða Opinber útför 46 suður-kóreska sjóliða sem fórust þegar herskip sprakk í tvennt og sökk í síðasta mánuði fór fram í gær. Skipið var 1200 tonn að stærð með 108 manna áhöfn. Búið er að ná flaki þess upp á yfirborðið. Erlendir sérfræðingar eru sagðir hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi orðið sprenging innanborðs í skipinu. 30.4.2010 06:56 Bólusetja á við eyrnabólgu Draga mun verulega úr slæmri eyrnubólga barna, lungnabólgu, blóðsýkingu og heiluhimnubólgu af völdu pneumókokkabaktería þegar bólusetning í ungbörnum gegn bakteríunum hefst. Stefnt er á að það verði gert á næsta ári. 30.4.2010 06:00 Landsdómur er æðsti dómur Lög um Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sérhver sá sem dómstóll finnur sekan fyrir afbrot, skuli hafa rétt til að láta æðri dóm fjalla á ný um sakfellinguna eða refsinguna. Svo segir í fyrstu málsgrein 2. greinar í sjöunda viðauka laganna. 30.4.2010 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Grunaður um að hafa ætlað að myrða Chavez Yfirvöld í Venesúela hafa handtekið 29 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa ætlað að ráða forseta landsins Hugo Chavez af dögum. Maðurinn var handtekinn í vesturhluta landsins nálægt landamærum Kólombíu og á hann að hafa sent SMS skilaboð þar sem tilræðinu er lýst. 30.4.2010 23:52
Öðrum olíuborpalli hvolfdi á Mexíkóflóa Óttast er að hinn risastóri olíuflekkur í Mexíkóflóa eigi eftir að stækka enn frekar eftir að olíuborpalli hvolfdi á svæðinu í dag. Pallinum hvolfdi undan strönd Louisiana en í síðustu viku kom upp eldur á öðrum palli á sama svæði sem varð til þess að nú stefnir í meiriháttar umhverfisslys í flóanum. Ellefu manns létust þegar sá pallur brann en í þetta skiptið slasaðist enginn. Óhappið mun hinsvegar gera mönnum erfiðara fyrir að hemja olíumengunina því nú þarf að einbeita sér að tveimur vígstöðvum. 30.4.2010 22:16
Atvinnuleysi á Spáni mælist nú 20 prósent Atvinnuleysi á Spáni hefur náð nýjum hæðum en hagstofa Evrópusambandsin, Eurostat, birti í dag nýjar atvinnuleysistölur fyrir álfuna. 20 prósent Spánverja eru nú atvinnulausir eða 4,6 milljónir manna. Aðeins í Lettlandi er staðan verri en á síðasta ársfjórðungi var mældist atvinnuleysið á Spáni 19 prósent. 30.4.2010 21:18
Sindri kominn í leitirnar Sindri Þór Ragnarsson, drengurinn sem lögreglan á Selfossi lýsti eftir í kvöld er kominn fram heill á húfi. Lögreglan þakkar veittar ábendingar sem bárust eftir að lýst var eftir drengnum. 30.4.2010 23:16
Öskuframleiðslan aðeins brot af því sem hún var Kvikustreymi og gosmökkur á Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Sprengivirknin og öskuframleiðsla er aðeins brot af því sem hún var í byrjun gossins en engin merki sjást um að gosi sé að ljúka. 30.4.2010 20:35
Lýst eftir 13 ára dreng Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Sindra Þ. Ragnarssyni. Sindri fór af heimili sínu um hádegisbilið í dag og vitað er að hann hafi farið til Reykjavíkur. Að sögn lögreglu er Sindri á 14. aldursári, um 173 cm á hæð, með skollitað hár með mikið af ljósum strípum og grannvaxinn. 30.4.2010 21:32
Bresku dagblöðin skipta um flokka Tvö af stærstu dagblöðum Bretlands hafa nú lýst yfir stuðningi við stjórnmálaflokka fyrir komandi kosningar í landinu 6. maí næstkomandi. Þar í landi tíðkast það að blöðin veðji á ákveðinn hest og í dag lýsti The Guardian yfir stuðningi við Frjálslynda demókrata. 30.4.2010 20:50
Jón Sigurðsson: Ég hef engin lög brotið Skattrannsóknarstjóri krafðist í gær kyrrsetningar á eignum Jóns Sigurðssonar framkvæmdastjóra Stoða um leið og gerð var krafa um kyrrsetningu á eignum félagsins. Í yfirlýsingu frá Jóni segir að rök skattrannsóknarstjóra hafi verið þau að nauðsynlegt hafi verið að kyrrsetja eignir hans til tryggingar fyrir hugsanlegri fésekt vegna meintrar refsiverðrar háttsemi hans í tengslum við skil Stoða á virðisaukaskatti. 30.4.2010 20:09
Steingrímur vill jafna lífeyrisréttindi Fjármálaráðherra telur að stefna eigi að því að jafna betur lífeyrisrétt opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði. 30.4.2010 19:22
Breiðavíkurnefnd: Kannað hvort rannsaka þurfi fleiri heimili Fjöldi ungs fólks, sem segir að brotið hafi verið á sér á opinberum meðferðar- og vistheimilum, hefur leitað til Breiðavíkurnefndarinnar. Formaður hennar segir nefndina ekki rannsaka heimili sem starfrækt voru eftir árið 1992. Kannað verði hvort tilefni sé til að rannsaka nýrri heimili í ljósi þessara frásagna. 30.4.2010 19:19
Bílalánafrumvarp lagt fram á næstu dögum Höfuðstóll bílalána í erlendri mynt gæti lækkað um tuttugu til þrjátíu og fimm prósent nái frumvarp félagsmálaráðherra, sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun, fram að ganga. Ráðherra útilokar ekki að frumvarpið verði dregið til baka ef samningar takast við fjármögnunarfyrirtækin. 30.4.2010 19:11
Flóttamaður fær ekki búsetuleyfi Útlendingastofnun hefur synjað flóttakonu á þrítugsaldri um búsetuleyfi en hún kom hingað til lands í boði íslenskra stjórnvalda frá Kólumbíu fyrir fimm árum. Stofnunin telur að konan geti ekki framfleytt sér á námsstyrk til að klára stúdentspróf sem hún þáði frá félagsþjónustunni. 30.4.2010 19:02
Besti flokkurinn bætir gríðarlega við sig í fylgi Besti flokkurinn fékk 12,7 prósent í könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins í mars en mælist nú með 23,4 prósent og fengi fjóra af fimmtán borgarfulltrúum. Hann mælist með meira fylgi en Samfylkingin og er næst stærsti flokkurinn í borginni. 30.4.2010 18:30
Varðskip aðstoðar portúgalskan togara Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á leið til aðstoðar portúgölskum togara sem fékk veiðarfæri í skrúfuna við mörk 200 sjómílna lögsögunnar. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að togarinn hafi verið við úthafskarfaveiðar og fékk hann veiðarfærin í skrúfuna í morgun. Var þá leitað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og munu kafarar varðskipsins freista þess að skera veiðarfærin úr skrúfu togarans. 30.4.2010 18:12
Komin niður úr krananum heil á húfi Sex ára stelpan sem klifraði upp í krana í vallahverfinu í Hafnarfirði er nú komin niður með aðstoð slökkiliðsmanns. Hún mun hafa verið í hjólatúr í hverfinu og fékk þá hugdettu að virða fyrir sér útsýnið úrk krananum. Hún komst alla leið upp að stýrishúsi kranans og var því komin í um það bil 25 metra hæð. Þá hætti henni að lítast á blikuna og þorði ekki niður aftur. 30.4.2010 18:02
Sex ára stelpa í sjálfheldu í krana í Hafnarfirði Sex árs stelpa klifraði upp í byggingakrana á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði fyrir stundu. Hún komst ekki niður af sjálfsdáðum og var þá kallað á lögreglu og slökkvulið. Slökkviliðið sendi körfubíl á staðinn og fór einn slökkviliðsmaður upp í kranann búinn klifurbúnaði og er aðgerðin enn í gangi. 30.4.2010 17:56
Meintir kókaínsmyglarar áfram í gæsluvarðhaldi Fimm manns, fjórir karlar og ein kona, hafa verið úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald en þau eru grunuð um aðild á innflutningi kókaíns hingað til lands frá Spáni. Um er að ræða rúmlega 3 kg af mjög hreinu kókaíni, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. 30.4.2010 17:45
Íslenskir karlmenn lifa lengst Íslenskir karlmenn lifa lengst allra karla í heiminum og konur frá Kýpur lifa lengst kynsystra sinna, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt var í tímaritinu The Lancet í dag. 30.4.2010 16:30
Lögreglunni bar skylda til að sinna kalli frá dómnum „Við erum kallaðir þarna til af dómara eftir að tilraunir dómara og þingvarða til þess að fá fólk, sem að var ofaukið i réttarsalnum, úr salnum báru ekki árangur og við sinnum einfaldlega því kalli,“ segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. 30.4.2010 15:37
Hér er Unnur Birna Heimssýningin í Shanghai í Kína verður opnuð á morgun með hátíð sem sögð er verða ekki síðri en opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking árið 2008. 30.4.2010 14:50
Barónessan sögð vera að hrökklast frá ESB Talið er líklegt að Ashton barónessa muni láta af embætti utanríkismálastjóra Evrópusambandsins einhverntíma á þessu ári. 30.4.2010 14:20
Leikfélag Sólheima sýnir verk um ævi Sesselju Leikfélag Sólheima sýna um þessar mundir leikritið „Þar sem sólin á heima“ eftir Eddu Björgvinsdóttur. Leikritið var frumsýnt á sumardaginn fyrsta og verður sýnt á Sólheimum um helgina. Hátíðarsýning verður svo í Þjóðleikhúsinu næstkomandi miðvikudag klukkan átta. Leikritið er um ævi Sesselju Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima, og er stiklað á stóru í lífshlaupi hennar. 30.4.2010 14:14
Vilja refsiaðgerðir vegna herskips Suður-Kórea mun væntanlega leita til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gagnvart Norður-Kóreu vegna herskips sem talið er víst að norðanmenn hafi sökkt í síðasta mánuði. 30.4.2010 13:43
Björgólfur og Sigurður Einarsson verða ekki sviptir fálkaorðunni Það hefur aldrei verið rætt formlega í orðunefnd um Hina íslensku fálkaorðu að svipta þá Sigurð Einarsson og Björgólf Guðmundsson orðunni, segir Ólafur G. Einarsson, formaður orðunefndarinnar. Í grein í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Njörður Njarðvík, fyrrverandi háskólakennari, orðuveitingar forseta Íslands til Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. 30.4.2010 13:35
Siv: Breið samstaða um breytt hjúskaparlög Stefnt er að því að ný hjúskaparlög verði afgreidd frá Alþingi fyrir sumarleyfi þingsins. En í gær tókst stuðningsmönnum við frumvarpið ekki af afla tillögu þar að lútandi stuðnings á Prestastefnu. 30.4.2010 12:31
Össur ósammála Jóhönnu um málskotsréttinn Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru ósammála um það hvort afnema eigi málskotsrétt forseta Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudaginn að hún teldi að leggja ætti niður málskotsréttinn í núverandi mynd og þjóðin gæti sjálf kallað beint eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. 30.4.2010 12:24
Kvikuflæðið allt að 50 tonn á sekúndu Talið er að kvikuflæðið upp úr gosrásinni í Eyjafjallajökli, sé allt að 50 tonn á sekúndu, sem er meira en haldið hefur verið, en minna en við upphaf gossins. Þetta flæði jafngildir þyngd fimmtíu lítilla fólksbíla á sekúndu. 30.4.2010 12:22
Lögreglan fjarlægði fólk úr dómssal með valdi Til átaka kom í dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan ellefu í morgun þegar lögregla fjarlægði tvo einstaklinga sem voru að fylgjast með fyrirtöku i máli níu mótmælenda sem sóttir eru til saka fyrir að fara inn í alþinghúsið í Búsáhaldabyltingunni í byrjun síðasta árs. 30.4.2010 11:52
Kveikti í sér eftir að hafa sært fimm börn Karlmaður réðst inn í leikskóla í Kína í nótt vopnaður hamri og særði fimm börn áður en hann framdi sjálfsmorð. Þetta er í þriðja sinn á jafn mörgum dögum þar sem ráðist er á kínversk leikskólabörn. 30.4.2010 11:36
Viðbúnaður vegna dómsmáls gegn mótmælendum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var með talsverðan viðbúnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar tekin var fyrir ákæra gegn níu einstaklingum, sem eru ákærðir eru vegna mótmæla á þingpöllum í Búsáhaldabyltingunni. 30.4.2010 11:29
Ógnaði ungum dreng með hnífi Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ógnað tveimur ungum drengjum með hnífi á Selfossi í júní í fyrra. 30.4.2010 10:43
Kristín Steinsdóttir nýr formaður Rithöfundasambandsins Kristín Steinsdóttir var kjörin nýr formaður Rithöfundasambands Íslands á aðalfundi sambandsins í gær. Hún tekur við sem formaður af Pétri Gunnarssyni. 30.4.2010 10:35
Tíu sveitarfélög til sérstakrar skoðunar vegna fjárhagsvanda Tíu sveitarfélög á Íslandi hafa verið til sérstakrar skoðunar af hálfu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði ráðherra út í málið á Alþingi. Samkvæmt svari ráðherra er um að ræða sveitarfélögin Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ, Sveitarfélagið Álftanes, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Bolungarvík, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. 30.4.2010 10:02
Björgólfur Thor: Skil reiði almennings „Ég skil réttláta reiði almennings gagnvart þeim sem voru þátttakendur í þeirri atburðarás sem leiddi til hrunsins. Það mun taka mig mörg ár að byggja upp mannorð mitt á Íslandi á nýjan leik ef það tekst á annað borð, en ég er staðráðinn í að gera mitt besta til þess. Ég geri hins vegar ráð fyrir að grundvallarreglum réttarríkisins verði framfylgt í meðferð þeirra mála sem tengjast hruninu, sem og við afgreiðslu mála almennt hjá Alþingi og ríkisvaldi,“ segir athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson í bréfi sem hann sendi iðnaðarnefnd fyrr í mánuðinum í tengslum við gagnaver Verne Holding á Suðurnesjum. 30.4.2010 09:36
Engin merki um að gosi sé að ljúka Vatnsrennsli undan Gígjökli í Eyjafjallajökli jókst nokkuð undir morgun og er að berast út í Markarfljót. Þetta er þó ekki neitt stórhlaup og tala vísindamenn frekar um gusu. Annars hélt gosið ámóta krafti í nótt og verið hefur síðasta sólarhringinn. Engin merki er um að gosinu sé að ljúka. 30.4.2010 08:34
Bensínverð hækkar Olíufélögin Olís, Skeljungur og N-1 hækkuðu öll bensínverð i gær og er það nú komið upp í tæpar 213 krónur lítrinn í sjálfsafgreiðslu en 218 krónur með fullri þjónustu. Félögin hækkuðu verðið nær alveg jafn mikið og sömuleiðis dísilolíuna. 30.4.2010 08:26
Olían komin að landi Bandaríska strandgæslan telur að olíuflekkurinn úr borholunni á Mexíkóflóa hafi borist að ströndum Bandaríkjanna í nótt. Það hefur ekki fengist staðfest. 30.4.2010 08:15
Skildi börn eftir í ruslafötu Bandarískur karlmaður var í gær dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa rænt og skilið tvö eftir í ruslafötu í Dayton í Ohio á heitum júlídegi í fyrra. Hann kom 8 mánaða dreng og tveggja ára stúlku fyrir í ruslafötu eftir að hafa deilt við móður þeirra sem hafði slitið sambandi við hann. 30.4.2010 08:12
Sér ekkert athugavert við að taka sér barnabrúði Nígeríski þingmaðurinn sem tók sér nýverið barnabrúði segist ekki hafa brotið nein lög. Mannréttindasamtök, læknar og þingmenn í Nígeríu hafa mótmælt því að maðurinn, sem er fimmtugur, hafi fyrir nokkrum vikum kvænst 13 ára gamalli egypskri telpu. Þingkonur á nígeríska þinginu vilja að hann verði víttur. 30.4.2010 08:10
Konur mega þjóna í kafbátum Konur geta nú verið hluti áhafna um borð í kafbátum bandaríska flotans en hingað til hefur það verið óheimilt. Bandaríkjaþing gerði ekki athugasemdir við ákvörðun varnarmálaráðuneytisins og því hefur banninu verið aflétt. 30.4.2010 07:54
Heimild til að kaupa erlenda gjaldeyri lækkar Heimild til að kaupa erlenda gjaldeyri í reiðufé vegna ferðalaga til útlanda, lækkar í dag úr 500 þúsund krónum niður í 350 þúsund, samkvæmt nýjum reglum Seðlabankans. Einnig er gerð breyting á sérstökum undanþágum, til að taka af allan vafa um ólögmæti aflandsviðskipta. 30.4.2010 07:49
Á gjörgæslu eftir gasleka í Hellisheiðarvirkjun Fjölmennt lögreglu- og slökkvilið ásamt sjúkrabílum og læknum voru send að Hellisheiðarvirkjun í nótt, eftir að þaðan barst beiðni um bráðaaðstoð. Þar varð einhverskonar gasleki laust fyrir klukkan fjögur, með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn misstu meðvitund og féllu ofan af vinnupall, eða úr stiga, en sá þriðji komst út og kallaði á hjálp. 30.4.2010 06:59
Útför 46 sjóliða Opinber útför 46 suður-kóreska sjóliða sem fórust þegar herskip sprakk í tvennt og sökk í síðasta mánuði fór fram í gær. Skipið var 1200 tonn að stærð með 108 manna áhöfn. Búið er að ná flaki þess upp á yfirborðið. Erlendir sérfræðingar eru sagðir hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi orðið sprenging innanborðs í skipinu. 30.4.2010 06:56
Bólusetja á við eyrnabólgu Draga mun verulega úr slæmri eyrnubólga barna, lungnabólgu, blóðsýkingu og heiluhimnubólgu af völdu pneumókokkabaktería þegar bólusetning í ungbörnum gegn bakteríunum hefst. Stefnt er á að það verði gert á næsta ári. 30.4.2010 06:00
Landsdómur er æðsti dómur Lög um Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sérhver sá sem dómstóll finnur sekan fyrir afbrot, skuli hafa rétt til að láta æðri dóm fjalla á ný um sakfellinguna eða refsinguna. Svo segir í fyrstu málsgrein 2. greinar í sjöunda viðauka laganna. 30.4.2010 06:00