Fleiri fréttir

Truflanir á GSM kerfi Vodafone

Truflanir eru á hefðbundinni GSM þjónustu Vodafone þessa stundina vegna bilunar í tæknibúnaði. 3G þjónusta er í lagi og er viðskiptavinum með 3G síma bent á að nota 3G dreifikerfið eingöngu. Ekki eru truflanir á net- og heimasímaþjónustu, nema í þegar hringt er úr heimasíma í GSM. Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem verða vegna bilunarinnar.

Fundinn eftir margra mánaða fjarveru

Lögreglunni á Suðurnesjum hafa borist upplýsingar um Hörð Rafnsson sem lýst var eftir í fjölmiðlum í gær. Samkvæmt upplýsingum sem lögreglu bárust í kjölfar eftirlýsingarinnar er hann heill á húfi og dvelur á Spáni.

Atli Gísla um ráðherraábyrgð: Verðum að stíga varlega til jarðar

Atli Gíslason, þingmaður VG, segir að Alþingi verði að stíga varlega til jarðar þegar kemur að ákvörðun um hvort að lagðar verði fram ákærur á hendur þeim þremur fyrrverandi ráðherrum sem rannsóknarnefnd Alþingis segir að sýnt hafi vanrækslu í störfum sínum. Atli er formaður þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndarinnar.

Hjálp faðir ég zzzzzzzzz

Sænskur maður sem var svo langt niðri að hann var að íhuga sjálfsmorð hringdi í hjálparlínu til þess að leita sér aðstoðar.

Blöskrar siðleysið í bönkunum

„Það er þetta siðleysi í bönkunum sem manni blöskrar. Og hvað menn gengu langt, hvað sumir misstu sig í græðgi,“ segir Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Veit ekki hvað varð um lúxussnekkjuna Maríu

Magnús Guðmundsson, starfsmaður Kaupþings í Lúxemborg, segist ekkert vita um afdrif lúxussnekkjunnar Maríu sem fjallað er um í tölvupóstum í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hann segist óhræddur við efni skýrslunnar - staðreyndir tali sínu máli.

Handtekin í Kringlunni með marijúana

Allmörg fíkniefnamál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Síðdegis á laugardag var kona á fimmtugsaldri handtekin í Kringlunni en hún var með marijúana meðferðis. Frá þessu er greint á vef lögreglunnar.

Fimm farþegar American Airlines þurftu aðhlynningu

Hlúð var að fimm farþegum úr American Airlines flugvél eftir að hún lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Þeir voru ekki sendir á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá Friðþóri Eydal, upplýsingafulltrúa hjá Keflavíkurflugvelli.

Unglingapartí fór úr böndunum - einn handtekinn

Unglingapartí í Reykjavík fór úr böndunum á laugardagskvöld og var lögreglan kölluð til. Vel gekk að koma gestunum út en þó voru nokkrir sem vildu alls ekki yfirgefa samkvæmið og reyndu hinir sömu að fela sig í húsinu, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þingmenn ræða um skýrsluna

Umræða um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hófst Alþingi í dag. Áður en hún hófst gerðu þingmenn Hreyfingarinnar athugasemdir við dagskránna. Ógerlegt væri fyrir þingmenn að kynna sér innihald skýrslunnar sem kom út í gær nægilega vel til að geta tekið þátt í umræðunum.

Vísaforstjóri kannast ekki við fullyrðingar Davíðs

Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Valitor á Íslandi, kannast ekki við þá fullyrðingu Davíðs Oddssonar að Seðlabankinn hafi farið á svig við lagaheimildir þegar Seðlabankinn bjargaði Vísakortaviðskiptum landsmanna skömmu eftir hrun.

Flugvélin lent í Keflavík

Flugvél frá American Airlines lenti á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir klukkan tvö. Hættustigi var lýst yfir á flugvellinum vegna vélarinnar en fréttir bárust á því að farþegar í vélinni hefðu fundið fyrir eiturgufum og væru ringlaðir vegna þeirra. Átta sjúkrabílar voru sendir frá höfuðborgarsvæðinu til Keflavíkurflugvallar. Þremur þeirra var snúið við en fimm þeirra bíða nú frekari fyrirmæla um hvað gera skuli.

Gagnrýndu dagskrá Alþingis

Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýndu dagskrá Alþingis við upphaf þingfundar í dag. Eitt mál var á dagskrá, umræða um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, sagði nær ógerlegt fyrir þingmenn að kynna sér innihald skýrslunnar sem kom út í gær nægilega vel.

Átta sjúkrabifreiðar á leið til Keflavíkur

Átta sjúkrabifreiðar eru á leið frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins suður til Keflavíkurflugvallar vegna hættustigs sem hefur verið lýst yfir þar vegna flugvélar sem gert er ráð fyrir að lendi þar korter í tvö.

Hættustig á Keflavíkurflugvelli vegna flugvélar

Hættustig er nú á Keflavíkurflugvelli vegna vélar sem er að lenda þar, samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um málið en við segjum betur frá málinu eftir því sem fréttir berast.

Viðskiptalífið var fótboltaleikur

Innri endurskoðandi Landsbankans lýsir í Rannsóknarskýrslunni bardaga bankamanna við Fjármálaeftirlitið sem einskonar fótboltaleik. Spila hafi átt stífan sóknarbolta og tækla án þess að vera dæmdur.

Landsbankinn kærir skemmdarverk til lögreglu

Blárri málningu var skvett á glugga útibús Landsbankans við Laugaveg 77 í gærkvöldi. Ekki hafa verið unnin fleiri skemmdarverk á útibúum bankans eftir að skýrsla Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út í dag, að sögn Kristjáns Kristjánssonar upplýsingafulltrúa Landsbankans.

Ekkert gos sást í hádeginu

Flugmaður sem flaug yfir eldstöðina á Fimmvörðuhálsi nú í hádeginu sá engin merki um að gos væri í gangi og ekki sást heldur lengur í neina kviku. Guðmundur Hilmarsson, flugstjóri hjá Cargolux, flaug yfir Fimmvörðuháls á Piper Super Cup, hægfleygri lítilli einshreyfilsvél. Eftir flugið lenti hann á flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð um hálfeittleytið og ræddi þá við fréttamann. Kvaðst Guðmundur ekki hafa séð að neitt gos væri í gangi. Hann hefði heldur ekki séð neitt hraunrennsli. Þá hefði hann horft oní gígana en hvergi séð í kviku og virtist allt vera storknað á yfirborði. Hann hefði aðeins séð gufustróka stíga upp á stöku stað. Þannig hefðu gufumekkir verið áberandi í Hrunagili þar sem vatn virtist renna undan hrauninu.

Þingmenn funduðu með rannsóknarnefndinni

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fundur þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í morgun hafi verið fróðlegur. Hann vill ekki gefa upp hvort að rætt hafi verið um sérstaklega um landsdóm á fundinum.

Skattrannsóknarstjóri fær aukin fjárframlög

Auknu fjármagni verður veitt til embættis Skattrannsóknarstjóra á næstunni. Embættinu verður því gert kleift að bæta tuttugu manns í þann hóp sem rannsakar meint skattalagabrot. Þetta var á meðal þess sem var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun en þau Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sátu fyrir svörum að fundi loknum.

Davíð hafnaði því að hafa hótað Tryggva

Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafnaði því við skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni að hann hefði hótað efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar því að honum yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - tækist ráðgjafanum ekki að sannfæra forsætisráðherra um þjóðnýtingu Glitnis.

Litla gula hænan sagði ekki ég

Enginn þeirra 147 einstaklinga sem kallaðir voru fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis taldi sig eiga sök á hruninu. Vísir skoðaði andmælabréf þeirra sjö aðila sem nefndin sakar um vanhæfi - hverjum kenna þeir um?

Magnús Tumi: Gosið að öllum líkindum búið

Flest bendir til að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi sé lokið, að minnsta kosti í bili. Síðdegis í gær var hætt að krauma í gígnum, sem enn var lifandi fyrr um daginn, og um svipað leyti hættu mælar að sýna minnstu merki um gosóróa.

Banna tónlist

Islamistar í Sómalíu hafa bannað allan tónlistarflutning í landinu, hvort sem er í útvarpsstöðvum eða á kaffihúsum.

Tuttugu og tveir milljarðar í laun til starfsmanna

Tíu launahæstu starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu tuttugu og tvö og hálfan milljarð króna í laun á árunum 2004 til 2008. Bónusgreiðslur virðast hafa verið háðar mati æðstu stjórnenda og ekki tengst rekstrarárangri bankanna.

Fyrrverandi þingmaður vill í bæjarstjórn

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður, skipar fjórða sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Kjartan sat á þingi á árunum 2001 til 2003 og 2004 til 2009.

Fyrsta vitnið gegn Karadzic fyrir dóm

Fyrsta vitnið gegn Radovan Karadzic kemur fyrir Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í dag. Karadzic var leiðtogi Bosníuserba í stríðinu 1992-1995.

Segja styrki á SUS reikning eðlilegan

Sigríður Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegar skýringar liggja að baki tugmilljónastyrk sem lagður var inn á reikning Sambands ungra Sjálfstæðismanna.

Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu

Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi.

SA styðja hugmyndir ráðherra í samgöngumálum

Samtök atvinnulífsins styðja hugmyndir samgönguráðherra um flýtingu stórra framkvæmda í samgöngumálum. Ráðherrann hefur rætt um þrjár leiðir sem liggja til og frá höfuðborginni, þ.e. tvöföldun Vesturlandsvegar, tvöföldun Suðurlandsvegar auk nýrrar brúar yfir Ölfusá, að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar og Vaðlaheiðargöng.

Kaczynski jarðsettur á laugardag

Forseti Póllands Lech Kaczynski sem lést í flugslysi í Rússlandi um helgina verður jarðsettur á laugardag ásamt konu sinni. Rannsókn stendur nú yfir á flugslysinu en erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á líkin en 96 létust í slysinu.

Hóta að taka franska blaðamenn af lífi

Talíbanar í Afganistan hafa hótað að taka tvo franska blaðamenn af lífi. Frakkarnir hafa verið í haldi síðan í desember og segjas talíbanar munu drepa þá verði kröfum þeirra ekki mætt. Þær ganga út á að frönsk stjórnvöld sleppi félögum þeirra úr haldi. Frönsk stjórnvöld hafa ekki viljað tjá sig um málið.

Bardagar í Mogadishu

Að minnsta kosti átján létu lífið og 57 særðust í bardögum sem brutust út í Mogadishu höfuðborg Sómalíu í gær en þá var sérstakur dagur hersins í landinu haldinn hátíðlegur.

Veiðarfæri dregin yfir sæstrengi

Landhelgisgæslan hefur undanfarið lagt fram nokkrar kærur vegna þess að skip hafa verið staðin að þvi að draga veiðarfæri yfir fjarskiptastrengi í sjó.

Eiturlyfjagengi í Mexíkó mynda bandalag

Yfirvöld í Mexíkó segja að tveir öflugustu eiturlyfjahringir landsins hafi nú tekið höndum saman og myndað bandalag gegn hinum þriðja, en liðsmenn hans kalla sig Zeturnar. Zeturnar voru til að byrja með hópur leigumorðingja sem vann fyrir eiturlyfjabarónana en á síðustu árum hafa þeir verið að færa sig upp á skaftið.

Brotist inn á Framnesvegi

Brotist var inn í íbúðarhús við Framnesveg einhverntímann í gær og urðu húsráðendur þess varir þegar þeir komu heim um kvöldmatarleitið. Þjófarnir höfðu rótað mikið innanstokks, og höfðu þeir meðal annars fartölvu á brott með sér, auk ýmissa annarra verðmæta. Þeir eru ófundnir.

Leiðtogar funda um kjarnorkuvá

Leiðtogar hvaðanæva að úr heiminum eru nú staddir í Washington höfuðborg Bandaríkjanna þar sem fundað er um kjarnorkuöryggi. Um er að ræða stærsta alþjóðlega fundinn sem haldinn hefur verið í Bandaríkjunum frá stríðslokum en um 50 leiðtogar eru mættir til leiks.

Kolmunnaveiðin komin í fullan gang

Kolmunnavertíðin er loksins að komast af stað og eru þrjú skip nú á heimleið með fullfermi. Aflann fengu þau Færeyja-megin við miðlínuna á milli Skotlands og Færeyja, en þar hafa íslensku skipin veiðiheimildir.

Slóst við löggur á slysó

Lögreglumaður meiddist þegar til snarpra átaka kom milli lögreglumanna og sjúklings á slysadeild Landsspítalans laust fyrir miðnætti. Maðurinn, sem réðst á lögreglumennina hafði veitt sér áverka í heimahúsi og var fluttur í sjúkrabíl á slysadeildina.

FME í fjársvelti og óx allt of hægt

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins óskaði ekki eftir auknum fjárveitingum og nýtti ekki þær valdheimildir sem eftirlitið bjó yfir í aðdraganda bankahrunsins, að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Hann sýndi af sér vanrækslu að mati nefndar­innar. Eftirlitið treysti of mikið á gölluð álagspróf og lét hjá leggjast að gera lögreglu viðvart um lögbrot.

Pólitík réði frekar en fagmennska

Áherslur í einkavæðingu bankanna slógu tón fyrir eignarhald þeirra. Fjármálaráðherra taldi slæm áhrif á samfélagið vegna hækkunar íbúðalána ásættanlegan fórnarkostnað til að halda Sjálfstæðis- og Framsóknar­flokki við völdin.

Inngrip hefðu getað kostað málaferli

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir skýrsluna sýna að vöxtur bankanna hafi valdið hruninu. Ekki hafi verið hægt að bjarga þeim árið 2008.

Voru ekki vakandi fyrir hættumerkjum

Fjölmiðlar brugðust hlutverki sínu í aðdraganda bankahrunsins, er niðurstaða skýrslu vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Langtum fleiri jákvæðar en neikvæðar fréttir birtust af fjármálafyrirtækjum á tímabilinu 2006 til 2008 og flestar byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum. Ekki fékkst staðfesting á áhrifum eigenda á umfjöllun fjölmiðla.

Sjá næstu 50 fréttir