Innlent

SA styðja hugmyndir ráðherra í samgöngumálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristján Möller hefur kynnt hugmyndir í samgöngumálum. Mynd/ GVA.
Kristján Möller hefur kynnt hugmyndir í samgöngumálum. Mynd/ GVA.
Samtök atvinnulífsins styðja hugmyndir samgönguráðherra um flýtingu stórra framkvæmda í samgöngumálum. Ráðherrann hefur rætt um þrjár leiðir sem liggja til og frá höfuðborginni, þ.e. tvöföldun Vesturlandsvegar, tvöföldun Suðurlandsvegar auk nýrrar brúar yfir Ölfusá, að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar og Vaðlaheiðargöng.

Í frétt á vef SA segir að kostnaður sé áætlaður samtals 33 milljarðar króna og geti framkvæmdir hafist þegar á þessu ári og lokið árið 2014. Stofnað verði sérstakt félag í eigu ríkissjóðs um þessar framkvæmdir sem taki lán hjá lífeyrissjóðum á svipuðum vöxtum og skuldabréf Íbúðalánasjóðs bera og hófleg veggjöld standi straum af endurgreiðslu lána og vaxta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×