Innlent

Hættustig á Keflavíkurflugvelli vegna flugvélar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leifsstöð við Keflavíkurflugvöll.
Leifsstöð við Keflavíkurflugvöll.
Hættustig er nú á Keflavíkurflugvelli vegna vélar sem er að lenda þar, samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn. Slökkviliðið í Reykjavík hefur fengið boð um stöðu mála.

Um er að ræða Boeing 767 sem lendir korter í tvö og hafa eiturgufur fundist í vélinni. Vélin er á vegum American Airlines.

Ætla má að um 200 manns séu um borð í vélinni. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru farþegar vélarinnar ringlaðir vegna eiturgufa sem þeir hafa fundið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×