Innlent

Kolmunnaveiðin komin í fullan gang

Kolmunnavertíðin er loksins að komast af stað og eru þrjú skip nú á heimleið með fullfermi. Aflann fengu þau Færeyja-megin við miðlínuna á milli Skotlands og Færeyja, en þar hafa íslensku skipin veiðiheimildir.

Skipin, sem nú eru á heimleið, voru að fá 300 til 400 tonn í holi, sem þykir gott, og eru fimm skip enn á miðunum, öll komin með einhvern afla. Sjómenn segja að þetta sé frysta alvöru kolmunnaveiðin á þessu ári, en fyrri tilraunir gengu illa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×