Innlent

Fundinn eftir margra mánaða fjarveru

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Upplýsingar bárust um Hörð Rafnsson í gær.
Upplýsingar bárust um Hörð Rafnsson í gær.
Lögreglunni á Suðurnesjum hafa borist upplýsingar um Hörð Rafnsson sem lýst var eftir í fjölmiðlum í gær. Samkvæmt upplýsingum sem lögreglu bárust í kjölfar eftirlýsingarinnar er hann heill á húfi og dvelur á Spáni.

Ekki hafði spurst til Harðar síðan 3. júní í fyrra en þá mun hann hafa farið með flugi frá Keflavíkurflugvelli til Alicante á Spáni. Ekki er vitað til þess að hann hafi komið aftur hingað til lands. Nokkuð er síðan farið var að grennslast fyrir um Hörð erlendis með aðstoð alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×