Innlent

Slóst við löggur á slysó

Lögreglumaður meiddist þegar til snarpra átaka kom milli lögreglumanna og sjúklings á slysadeild Landsspítalans laust fyrir miðnætti. Maðurinn, sem réðst á lögreglumennina hafði veitt sér áverka í heimahúsi og var fluttur í sjúkrabíl á slysadeildina.

Þar fór hann að hafa í hótunum við allt og alla og þegar lögreglumenn ætluðu að stilla til friðar, réðst hann á þá. Eftir nokkur átök inni á slysadeildinni, tókst lögreglumönnum að yfirbuga hann og er hann nú vistaður í fangageymslum, en annar lögreglumannanna þurfti að leita aðhlynningar á slysadeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×