Innlent

Fyrrverandi þingmaður vill í bæjarstjórn

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Róbert
Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Róbert
Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður, skipar fjórða sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Kjartan sat á þingi á árunum 2001 til 2003 og 2004 til 2009.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í Ölfusi fyrir fjórum árum, Framsóknarflokkurinn tvo og Samfylkingin einn. Stutt er síðan að tveir af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins gengu í dag til samstarfs við minnihlutann í bæjarstjórn. Fyrst verk nýs meirihluta var að segja bæjarstjóranum Ólafi Áka Ragnarssyni upp störfum. Ólafur boðar sérframboð í vor ásamt bæjarfulltrúanum Sigríði Láru Ásberg.

Framboðslisti sjálfstæðismanna í Ölfusi var nýverið samþykktur. Fyrsta sætið skipar Stefán Jónsson, núverandi bæjarfulltrúi flokksins. Athygli vekur að Dagbjört Hannesdóttir, sem náði sæti í bæjarstjórn fyrir Samfylkinguna fyrir fjórum árum er í þriðja sæti listans. Ólafur Hannesson, þáttastjórnandi á ÍNN, betur þekktur sem Óli á Hrauni skipar fimmta sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×