Fleiri fréttir

Hugo Chavez lengir páskafríið

Hinn litríki forseti Venesúela Hugo Chavez hefur nú tekið upp á því bæta þremur dögum við hið lögbundna páskafrí í landinu og þýðir það að allar opinberar byggingar og stofnanir verða lokaðar í landinu.

Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Sádí Arabíu

Yfirvöld í Sádí Arabíu hafa handtekið alls 113 menn sem allir eru grunaðir um að vera meðlimir í Al Qaida hryðjuverkasamtökunum. Mennirnir eru sagðir hafa lagt á ráðin um að sprengja olíustöðvar í landinu í loft upp en um þrjá aðskilda hópa var að ræða.

Engin niðurstaða í Washington

Viðræðum Bandaríkjamanna og Ísraela er lokið í Washington án niðurstöðu. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hitti Barack Obama forseta meðal annars tvívegis en hann hefur nú snúið heim á leið.

Stöðugur kraftur í gosinu á Fimmvörðuhálsi

Ámóta kraftur er í gosinu í Fimmvörðuhálsi og var í gær, en sú breyting hefur orðið að verulega hefur dregið úr gufumyndun og gufusprengingum í Hrunagili, þar sem hraunið steypist niðru í fossi.

Dauðadæmdur fékk gálgafrest

Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvað í nótt aftöku á Henry Skinner í fangelsi í Texas. Boðin bárust innan við klukkustund áður en taka átti manninn af lífi en lögfræðingar hans höfðu farið fram á að gerðar væru nýjar DNA rannsóknir vegna málsins. Skinner var dæmdur til dauða fyrir morðin á kærustu sinni og sonum hennar tveimur. Hann hefur hinsvegar ávallt haldið fram sakleysi sínu.

Ungir tóbaksþjófar á ferð í Breiðholti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá pilta á alldrinum 13 til 15 ára á fjórða tímanum í nótt, eftir að þeir höfðu brotist inn í verslun í Breiðholti og stolið þaðan tóbaki.

Jarðskjálfti skók Manila

Jarðskjálfti af stærðinni 6,2 á Richter kvarðanum skók Manila, höfuðborg Fillipseyja í morgun. Byggingar í borginni sveifluðust til og frá og hlupu margir út úr húsum sínum og fyrirtækjum og út á götur. Engar fregnir hafa hinsvegar borist af skemmdum eða manntjóni af völdum skjálftans. Bandarísks jarðfræðistofnunin segir að skjálftinn hafi átt upptök sín um tíu kílómetra undir sjávarbotninum undan strönd borgarinnar.

Allir láti sprauta sig gegn svínaflensunni

„Menn gleyma því að það voru tvö hundruð manns lagðir inn á spítala og tuttugu manns í öndunarvélar á gjörgæslu – allt fólk á besta aldri sem annars hefði dáið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis, sem kveður mikilvægt að allir verði bólusettir gegn svínaflensu.

Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp

Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir.

Fleiri kjördæmi færri konur

Allar konur á Lögþingi og í landstjórn Færeyja hafa sameinast um ályktun gegn þingsályktunartillögu um að skipta Færeyjum upp í fimm kjördæmi, en eyjarnar eru nú eitt kjördæmi.

Stór atburður hjá litlu félagi

Bandalag íslenskra skáta er nær öruggt um að fá að halda heimsmót róverskáta hér á landi árið 2017. Mótið verður langstærsti alþjóðlegi viðburðurinn sem íslenskir skátar hafa staðið fyrir frá upphafi.

Kalt vatn að drekka úr nýju listaverki

Nýr vatnspóstur hannaður af Sigurði Guðmundssyni, listamanni og rithöfundi, var tekinn formlega í notkun við göngu- og hjólastíginn í Fossvogsdal fyrir skömmu. Vatnspósturinn er á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og stendur vestan við enda Árlands.

Ferðamenn vilja sjá náttúru

Þegar eldgos kemst í erlendar fréttir dregur það athygli að óspilltri íslenskri náttúru. Það eykur á spennuna fyrir þessu sérkennilega landi. Allt slíkt hjálpar til þess að fá hingað ferðamenn, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair.

Lögregla hafði hendur í hári Skap-Ofsa

Málningarslettumaðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í janúar er hinn sami og gengið hefur undir dulnefninu Skap-Ofsi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Málningarslettunum linnti eftir handtöku mannsins.

Eru skrefinu nær að búa til huliðsskikkju

Vísindamenn í Karlsruhe í Þýskalandi eru skrefi nær að búa til huliðsskikkju, á borð við þær sem finnast í ævintýrum. Þeim tókst að hylja dæld í gullstöng þannig hún var vart sýnileg á innrauðri tíðni.

Íkveikjan enn óupplýst

Rannsókn á íkveikjunni í Laugarásvídeói í ágústlok í fyrra lauk fyrir nokkru án þess að nokkur hefði verið handtekinn. Málinu verður þó haldið opnu ef nýjar upplýsingar skyldu berast.

Minnkar sykur og fitu í vörum

AP Gosdrykkja- og snakkframleiðandinn PepsiCo ætlar að minnka magn natríums, sykurs og fitu um allt að fjórðung í helstu vörum sínum á næstu árum.

Minna svifryk en áætlað var

Styrkur svifryks fór aðeins yfir heilsuverndarmörk við mælistöð umhverfis- og samgöngusviðs við Grensásveg í Reykjavík í um eina og hálfa klukkustund í fyrradag en var undir mörkum í gær. Heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra og hefur styrkurinn farið ellefu sinnum yfir mörkin á árinu.

Löggurnar sprungu úr hlátri

Eldri króatískur maður var á dögunum stöðvaður vegna þess að lögreglumenn grunuðu hann um ölvun við akstur.

Meirihlutinn í Vesturbyggð sprunginn

Meirihlutinn í Vesturbyggð er sprunginn eftir að bæjarfulltrúinn Jón Hákon Ágústsson sagði sig úr úr Bæjarmálafélaginu Samstöðu sem hefur haft meirihluta í bæjarstjórn undanfarin fjögur ár. Samtaða fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í kosningunum 2006 og Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Þetta gerir Jón Hákon vegna óleysanlegs ágreinings varðandi umsagnir í laxeldismálum í Arnarfirði.

Hraunfossinn og gosið á Fimmvörðuhálsi - myndir

Í dag voru teknar fyrstur myndirnar úr þyrlu af jarðeldinum á Fimmvörðuhálsi, en það var fyrst í dag sem veður leyfði þyrluflug svo nærri gígunum. Líkt áður hefur komið fram sést nú glóandi hraunfoss á eldsstöðvunum. Fossinn er sennilega hátt í 200 metra hár. Meðfylgjandi myndir tók Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins. Myndskeið frá þyrlufluginu er hægt að sjá með þessari frétt.

Hraunfossinn stórkostlegt náttúrufyrirbæri

Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb.

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í voru var samþykktur á aðalfundi félagsins í kvöld. Röð efstu manna er í samræði við niðurstöður í prófkjöri flokksins sem fór fram í febrúar. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri, leiðir listann.

Róbert leiðir A-listann í Hveragerði

Róbert Hlöðversson, sviðsstjóri og bæjarfulltrúi, leiðir A-listann í bæjarstjórnarkosningunum í Hveragerði í vor. A-listinn er sameinilegt framboð Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. VG var ekki hluti af framboðinu fyrir fjórum árum en A-listinn fékk þá þrjá bæjarfulltrúa kjörna og Sjálfstæðisflokkurinn fjóra.

Almenningi áfram bannað að nálgast eldstöðina

Eyjafjallajökull er enn að þenjast út og meðan svo er verður fólki áfram bannað að nálgast gosstöðvarnar, segir sýslumaður Rangæinga og yfirmaður almannavarna á svæðinu. Yfirvöld eru þó að skoða hvort unnt sé að veita almenningi betri aðgang að svæðinu.

Hrauneðjan stefnir hratt niður í Þórsmörk

Ein helsta náttúruparadís landsins, Þórsmörk, gæti tekið breytingum á næstu dögum. Hrauneðjan stefnir nú hratt þangað og áætlar Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur að með sama hraða geti hún náð þangað á einum til tveimur dögum.

Fáir fá kvótann

Ætla má að aðeins um 70 einstaklingar ráði yfir 70 prósentum af heildarkvótanum á Íslandsmiðum. LÍÚ telur að útvegurinn þurfi að fá 100 milljarða afskrifaða til að geta gengið. Einungis þorskkvóti sem fyrirtæki þessa fólks fá úthlutað er yfir 165 milljarða króna virði.

Fengu styrk fyrir dugnað og elju í námi

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, úthlutaði níu námsstyrkjum úr Guðrúnarsjóði í Höfða í dag. Sjóðurinn var stofnaður með samþykkt borgarráðs 3. mars 2005 í samstarfi við Eflingu - stéttarfélag.

Paul Rames og fjölskylda fengu dvalarleyfi

Paul Ramses og hans fjölskylda voru himinlifandi yfir því að fá loks afgreiðslu sinna mála eftir tæplega tveggja ára bið en Útlendingastofnun veitti þeim í dag dvalarleyfi á grundvelli verndar gegn ofsóknum í heimalandi þeirra. Þau segja þungu fargi af sér létt við niðurstöðuna og eru þakklát fyrir að geta nú lifað eðlilegu lífi á Íslandi.

ASÍ: Alþingi verður að ljúka Icesave deilunni

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu efnahags- og atvinnumála. Hún segir brýnt að ljúka Icesave deilunni sem fyrst. Auk þess verði stjórnvöld að gera átak í mannaflsfrekum framkvæmdum.

Þarf að borga þrjár milljónir vegna ærumeiðandi ummæla

Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag Guðríði Haraldsdóttur, ritstjóra Vikunnar, fyrir ærumeiðandi ummæli og brot gegn friðhelgi einkalífs gagnvart feðginum í umfjöllun blaðsins í júlí í síðasta ári. Þá var stúlkan 13 ára gömul. Guðríði var gert að greiða alls 2,8 milljónir auk vaxta og dráttarvaxta.

Framsóknarmenn vilja endurskoða samstarfið við AGS

Framsóknarflokkurinn vill endurskoða samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ljósi atburða og breyttra aðstæðna frá því að upphaflegur samningur var gerður við sjóðinn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tillögu um þjóðarsátt í tíu liðum sem flokkurinn hefur lagt fram.

Óhugnanleg bræði og hatur

Heiftin í baráttunni um breytingar á sjúkratryggingum í Bandaríkjunum er slík að hún vekur með mönnum áhyggjur.

Þeir sem frystu lánin verða af vaxtabótum

Þeir einstaklingar sem hafa fryst íbúðalánin hjá Arion banka vegna erfiðrar fjárhagsstöðu fá engar vaxtabætur frá ríkinu í ár þar sem bankinn reiknar ekki og gefur ekki upp áfallna vexti af láninu. Enn er beðið eftir svari frá Landsbankanum hvort slíkt hið sama sé uppi á teningnum.

Tugir milljarða í dóp og mellur

Norðmenn eru ágætlega kristin og íhaldssöm þjóð. Þeir vilja hinsvegar greinilega sletta úr klaufunum öðru hvoru og þá kannski ekki alltaf á þann hátt að hugnist öllum.

Talsmaður neytenda: Hæpið að niðurfærsla skulda séu skattskyldar

Að áliti talsmanns neytenda er hæpið að halda því fram að niðurfærsla skulda neytenda sé skattskyld samkvæmt gildandi lögum. Skattlagning færi því í bága við stjórnarskrá þar sem ekki sé um að ræða ívilnun eða „eignaauka“ - heldur staðfestingu á rétti neytenda."

Reyna stórárásir á olíustöðvar

Yfirvöld í Saudi-Arabíu hafa hafa handtekið yfir 100 manns sem grunaðir eru um að undirbúa hryðjuverkaárásir á olíumiðstöðvar landsins.

Almannatenglar kaupa Útiveru

Almannatengslafyrirtækið Athygli hefur fest kaup á tímaritinu Útiveru en fyrsta blaðið eftir nokkurt hlé kemur út í lok apríl. Samkvæmt tilkynningu er ætlunin að blása nýju lífi í tímaritið og verða fjögur tölublöð gefin út á þessu ári og þeim fjölgað á næsta ári ef vel gengur.

SMS: Hypjaðu þig

Atvinnumálaráðherra Danmerkur vill ekki setja lög sem banna fyrirtækjum að segja fólki upp störfum með SMS skilaboðum.

Sjá næstu 50 fréttir