Fáir fá kvótann Ingimar Karl Helgason skrifar 24. mars 2010 19:12 Ætla má að aðeins um 70 einstaklingar ráði yfir 70 prósentum af heildarkvótanum á Íslandsmiðum. LÍÚ telur að útvegurinn þurfi að fá 100 milljarða afskrifaða til að geta gengið. Einungis þorskkvóti sem fyrirtæki þessa fólks fá úthlutað er yfir 165 milljarða króna virði.Sigla í land Það er deilt um kvótann og stöðugleikasáttmálanum hefur veirð slitið slitið vegna skötuselslaganna. Samkvæmt þeim verður hluta af skötuselskvóta ekki úthlutað heldur verður hann seldur. Útvegsmenn hafa hótað því að sigla í land vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um fyrningu kvóta. Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ sagði í hádegisfréttunum Bylgjunnar að líklega þyrfti að afskrifa um 100 milljarða, ættu sjávarútvegsfyrirtækin að geta gengið. Skuldirnar munu vera á sjötta hundrað milljarða króna. En hverjir eru það sem fá kvótanum úthlutað? 23 fyrirtæki fá megnið af kvótanum Yfir 70% af heildarkvóta sem úthlutað er falla í skaut tuttugu og þriggja fyrirtækja. Hvert um sig fær úthlutað meira en einu prósenti af heildarkvótanum: Fyrirtæki Hlutfall úthlutaðs kvóta HB Grandi hf 9,62% Brim hf 6,69% Þorbjörn hf 5,39% Samherji hf 5,10% FISK-Seafood hf 4,73% Rammi hf 4,47% Vísir hf 4,32% Vinnslustöðin hf 3,94% Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf 3,35% Nesfiskur ehf 2,90% Skinney-Þinganes hf 2,88% Ísfélag Vestmannaeyja hf 2,54% Ögurvík hf 1,80% Bergur-Huginn ehf 1,71% Síldarvinnslan hf 1,71% Eskja hf 1,34% Jakob Valgeir ehf 1,26% Stálskip ehf 1,20% K G fiskverkun ehf 1,13% Stakkavík ehf 1,13% Gjögur ehf 1,07% Guðmundur Runólfsson hf 1,05% Fiskkaup hf 1,02% --------------------------------------------------------- Samtals 70,33% Innan við 70 manns að baki fyrirtækjunum Þegar flett er upp hjá Lánstrausti má sjá hvaða einstaklingar eiga þessi fyrirtæki. Yfirleitt er frekar stutt í raunverulega eigendur fyrirtækjanna, ólíkt því sem stundum sést í fjármálaheiminum. Fjölskyldur eru gjarnan að baki þessum fyrirtækjum. Þegar teknir eru saman helstu hluthafar í þessum 23 fyrirtækjum má ætla að rétt innan við 70 manns eigi þau að mestu eða öllu leyti. Fólkið á bak við HB Granda eru til dæmis Ólafur Ólafsson í gegnum Kjalar. Kristján Loftsson er andlit Hvals hf. Það kann að koma á óvart en hann er skráður fyrir einungis ríflega 20 prósenta hlut í Fiskveiðifélaginu Venusi, sem á Hval. Hlut sínum í félaginu deilir hann með Birnu Loftsdóttur og svo Kristínu Vilhjálmsdóttur, Sigríði Vilhjálmsdóttur og Árna Vilhjálmssyni, sem öll eru um sjötugt. Guðmundur Kristjánsson er á bak við Brim ásamt Hjálmari Þór Kristjánssyni, sem raunar kemur víðar við. Gunnar, Eiríkur og Gerður Tómasbörn eiga Þorbjörn í Grindavík. Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson eru helstu menn á bak við Samherja. Kaupfélag Skagfirðinga er helsti eigandi Fisk Seafood. Þar ræður miklu Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri.Guðbjörg Matthíasdóttir.Guðbjörg einráð í Ísfélaginu Einnig má nefna Guðbjörgu Matthíasdóttur, sem segja má að sé einráð í Ísfélagi Vestmannaeyja. Nýlega hefur komið fram að hún eigi yfir tíu milljarða króna í það minnsta. Hún hefur víða fjárfest, til að mynda í Morgunblaðinu. Þá eiga bræðurnir Birkir og Magnús Kristinssynir félagið Berg-Hugin í sameiningu. Félagið fær úthlutað 1,71 prósenti af heildarkvótanum. Frekara yfirlit yfir fyrirtækin og eigendur þeirra er birt hér að neðan.Gríðarleg verðmæti Kvótamarkaðurinn segir okkur að kíló af þorskkvóta kosti 2200 krónur. Þá myndi einungis þorskkvóti Magnúsar Kristinssonar, sem á 76% í Berg-Hugin, vera metinn á yfir tvo milljarða króna. Þorskvóti þessara aðila yrði samkvæmt sömu formúlu yfir 165 milljarða króna virði.Mynd/PjeturÞjóðarsátt? Þetta eru ekkert svo margir sem þyrti að tala við, eigi að ná þjóðarsátt um kvótakerfið. Við liggur að það mætti koma þeim öllum fyrir í einni skólastofu. Það skal ekki gert lítið úr þekkingu þeirra og reynslu af því að reka sjávarútvegsfyrirtæki.Því má bæta við að yfir 7.000 manns starfa við vinnslu og veiðar, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fjöldi annarra vinnur hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, svo sem skrifstofufólk. Þá byggja margar þúsundir afkomu sína á sjávarútvegi, beietn eða óbeint, jafnvel landsmenn allir. En þeir eru aðeins örfáir sem fá úthlutað kvóta. Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjá meira
Ætla má að aðeins um 70 einstaklingar ráði yfir 70 prósentum af heildarkvótanum á Íslandsmiðum. LÍÚ telur að útvegurinn þurfi að fá 100 milljarða afskrifaða til að geta gengið. Einungis þorskkvóti sem fyrirtæki þessa fólks fá úthlutað er yfir 165 milljarða króna virði.Sigla í land Það er deilt um kvótann og stöðugleikasáttmálanum hefur veirð slitið slitið vegna skötuselslaganna. Samkvæmt þeim verður hluta af skötuselskvóta ekki úthlutað heldur verður hann seldur. Útvegsmenn hafa hótað því að sigla í land vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um fyrningu kvóta. Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ sagði í hádegisfréttunum Bylgjunnar að líklega þyrfti að afskrifa um 100 milljarða, ættu sjávarútvegsfyrirtækin að geta gengið. Skuldirnar munu vera á sjötta hundrað milljarða króna. En hverjir eru það sem fá kvótanum úthlutað? 23 fyrirtæki fá megnið af kvótanum Yfir 70% af heildarkvóta sem úthlutað er falla í skaut tuttugu og þriggja fyrirtækja. Hvert um sig fær úthlutað meira en einu prósenti af heildarkvótanum: Fyrirtæki Hlutfall úthlutaðs kvóta HB Grandi hf 9,62% Brim hf 6,69% Þorbjörn hf 5,39% Samherji hf 5,10% FISK-Seafood hf 4,73% Rammi hf 4,47% Vísir hf 4,32% Vinnslustöðin hf 3,94% Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf 3,35% Nesfiskur ehf 2,90% Skinney-Þinganes hf 2,88% Ísfélag Vestmannaeyja hf 2,54% Ögurvík hf 1,80% Bergur-Huginn ehf 1,71% Síldarvinnslan hf 1,71% Eskja hf 1,34% Jakob Valgeir ehf 1,26% Stálskip ehf 1,20% K G fiskverkun ehf 1,13% Stakkavík ehf 1,13% Gjögur ehf 1,07% Guðmundur Runólfsson hf 1,05% Fiskkaup hf 1,02% --------------------------------------------------------- Samtals 70,33% Innan við 70 manns að baki fyrirtækjunum Þegar flett er upp hjá Lánstrausti má sjá hvaða einstaklingar eiga þessi fyrirtæki. Yfirleitt er frekar stutt í raunverulega eigendur fyrirtækjanna, ólíkt því sem stundum sést í fjármálaheiminum. Fjölskyldur eru gjarnan að baki þessum fyrirtækjum. Þegar teknir eru saman helstu hluthafar í þessum 23 fyrirtækjum má ætla að rétt innan við 70 manns eigi þau að mestu eða öllu leyti. Fólkið á bak við HB Granda eru til dæmis Ólafur Ólafsson í gegnum Kjalar. Kristján Loftsson er andlit Hvals hf. Það kann að koma á óvart en hann er skráður fyrir einungis ríflega 20 prósenta hlut í Fiskveiðifélaginu Venusi, sem á Hval. Hlut sínum í félaginu deilir hann með Birnu Loftsdóttur og svo Kristínu Vilhjálmsdóttur, Sigríði Vilhjálmsdóttur og Árna Vilhjálmssyni, sem öll eru um sjötugt. Guðmundur Kristjánsson er á bak við Brim ásamt Hjálmari Þór Kristjánssyni, sem raunar kemur víðar við. Gunnar, Eiríkur og Gerður Tómasbörn eiga Þorbjörn í Grindavík. Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson eru helstu menn á bak við Samherja. Kaupfélag Skagfirðinga er helsti eigandi Fisk Seafood. Þar ræður miklu Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri.Guðbjörg Matthíasdóttir.Guðbjörg einráð í Ísfélaginu Einnig má nefna Guðbjörgu Matthíasdóttur, sem segja má að sé einráð í Ísfélagi Vestmannaeyja. Nýlega hefur komið fram að hún eigi yfir tíu milljarða króna í það minnsta. Hún hefur víða fjárfest, til að mynda í Morgunblaðinu. Þá eiga bræðurnir Birkir og Magnús Kristinssynir félagið Berg-Hugin í sameiningu. Félagið fær úthlutað 1,71 prósenti af heildarkvótanum. Frekara yfirlit yfir fyrirtækin og eigendur þeirra er birt hér að neðan.Gríðarleg verðmæti Kvótamarkaðurinn segir okkur að kíló af þorskkvóta kosti 2200 krónur. Þá myndi einungis þorskkvóti Magnúsar Kristinssonar, sem á 76% í Berg-Hugin, vera metinn á yfir tvo milljarða króna. Þorskvóti þessara aðila yrði samkvæmt sömu formúlu yfir 165 milljarða króna virði.Mynd/PjeturÞjóðarsátt? Þetta eru ekkert svo margir sem þyrti að tala við, eigi að ná þjóðarsátt um kvótakerfið. Við liggur að það mætti koma þeim öllum fyrir í einni skólastofu. Það skal ekki gert lítið úr þekkingu þeirra og reynslu af því að reka sjávarútvegsfyrirtæki.Því má bæta við að yfir 7.000 manns starfa við vinnslu og veiðar, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fjöldi annarra vinnur hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, svo sem skrifstofufólk. Þá byggja margar þúsundir afkomu sína á sjávarútvegi, beietn eða óbeint, jafnvel landsmenn allir. En þeir eru aðeins örfáir sem fá úthlutað kvóta.
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjá meira