Fleiri fréttir Dregur úr jarðskjálftavirkni Jarðskjálftavirkni undir Eyjafjallajökli hefur heldur róast það sem af er degi. Töluverð skjálftahrina varð undir jöklinum í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvö stig og sá sterkasti var 2,6. 10.3.2010 14:52 Ánægja foreldra grunnskólabarna eykst á milli ára Niðurstöður viðhorfskönnunar meðal foreldra grunnskólabarna í Reykjavík sýna vaxandi ánægju þeirra með skólann. Í tilkynningu frá borginni segir að mikill meirihluti foreldra í borginni, eða 84 prósent, séu ánægð með skólann sem barnið þeirra er í og er það aukning um sex prósentustig frá árinu 2008 þegar síðast var gerð slík viðhorfskönnun. „Um 90% telja að börnum þeirra líði oftast vel í skólanum, hvort heldur er í kennslustundum eða frímínútum.“ 10.3.2010 14:42 Það er þetta með hann Jón... Bandaríkjamenn og Bretar hafa hótað því að styðja ekki 3.75 milljarða dollara lán Alþjóðabankans til kolaorkuvers í Suður-Afríku. Upphæðin er tæpir 500 milljarðar íslenskra króna. 10.3.2010 14:26 Vilja ræða innheimtuaðferðir í borgarráði Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði hafa óskað eftir yfirliti og umræðum um stöðu vanskila og innheimtuaðferðir Reykjavíkurborgar á næsta fundi ráðsins. Í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni oddvita Samfylkingarinnar segir að tilefni beiðnarinnar sé mál manns sem neitar að borga innheimtukostnað vegna tveggja vangoldinna reikninga fyrir leikskólapláss. 10.3.2010 14:22 Mál gegn níumenningunum þingfest á morgun Málið gegn níumenningunum sem ákærðir hafa verið fyrir að ráðast inn á Alþingi í búsáhaldabyltingunni verður þingfest á morgun. 10.3.2010 13:31 Stukku loks á dólginn Vel puntaður norskur maður olli nokkrum óróa um borð í flugvél SAS frá Kaupmannahafnar til Kristjánssands í gærkvöldi. 10.3.2010 13:22 Niðurskurðurinn bitnar ekki á öryggi sjúklinganna Þrátt fyrir að dregið hafi úr þjónustu á Barnaspítala Hringsins vegna niðurskurðar bitnar það ekki á öryggi sjúklinganna. Þetta fullyrðir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. 10.3.2010 12:28 Lætur reyna á stjórnarskrá vegna Vítisengla Dómsmálaráðherra hyggst kanna hvort það standist stjórnarskrá að banna starfsemi Vítisengla hérlendis. Danir telja slíkt fullreynt. 10.3.2010 12:22 Framboðslisti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ samþykktur Listi Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnakosningarnar í vor var samþykktur í gærkvöldi á fundi fulltrúaráðs þar sem tillaga kjörnefndar var borin upp. Tillaga kjörnefndar var samþykkt samhljóða með lófataki, að fram kemur í tilkynningu. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, leiðir listann og Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, skipar heiðurssætið. 10.3.2010 11:53 Krafðist þess að verða stungið í steininn Heldur sjaldgæft er að menn krefjist þess að vera vistaðir í fangageymslu lögreglunnar. Sú var þó raunin þegar lögreglan var kölluð til í fjársvikamáli á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu hafði karl um fimmtugt neitað að greiða fyrir þjónustu sem hann hafði sannarlega notið. 10.3.2010 11:50 Spilaborg í Macau í heimsmetabókina Bandaríkjamaðurinn Bryan Berg setti nýtt heimsmet í byggingu spilaborga í Macau á dögunum. Hann bjó til eftirlíkingu af hótelbyggingum í borginni og notaði hann 218.792 spil í bygginguna sem tók hann 44 daga. Fyrir vikið verður afrekið skráð í heimsmetabók Guinnes. 10.3.2010 11:40 Kviksett fyrir að vilja ekki selja húsið sitt Nokkrir menn hafa verið handteknir í Hubei héraði í Kína fyrir að berja sjötíu ára gamla konu og grafa hana svo lifandi. 10.3.2010 11:01 Enn haldið sofandi Karlmanni um sextugt, sem bjargað var meðvitundarlausum út úr íbúð í Grafarvogi um helgina eftir að eldur kom upp, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Reykkafara þurfti til að sækja manninn inn íbúðina. 10.3.2010 10:51 Þröstur leiðir VG á Akranesi Þröstur Þór Ólafsson, vélfræðingur, fékk flesti atkvæði í póstkosningu sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð á Akranesi stóð fyrir. Bæjarfulltrúinn Rún Halldórsdóttir gaf ekki kost á sér í forvalinu. 10.3.2010 10:27 Westergaard: Mikilvægt að tryggja öryggi sænsks Múhameðs teiknara Kurt Westergaard, danski skopmyndateiknarinn sem átti eina af hinum umdeildu teikningum af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum fyrir nokkrum árum, segir brýnt að sænsk yfirvöld tryggi öryggi myndlistarmannsins Lars Vilks. Sjö múslimar voru handteknir í gær grunaðir um að hafa ætlað að myrða Vilks vegna myndar sem hann teiknaði af spámanninum í líki hunds. 10.3.2010 10:04 Dregur úr bókunum með Icelandair vegna verkfallsins Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra eru þegar farnar að draga úr bókunum með Icelandair frá landinu, og erlendir ferðamenn, sem eiga bókað til landsins eru sumir orðnir tvístígandi, að sögn Birkis Hólm Guðnasonar, forstjóra Icelandair. Hann segir að verkfallinu sé beint gegn flugfélaginu. 10.3.2010 09:57 Vilja fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur Stjórn Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu fagnar því fordæmi sem gefið hefur verið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hin ýmis mál. Stjórnin skorar á ríkisstjórnina að láta kjósa samhliðasveitastjórnarkosningum í vor, um kvótakerfið og aflaheimildir þess, um veru Íslands í árásarbandalaginu NATÓ og hvort aðskilja beri ríki og kirkju. 10.3.2010 08:43 Hafa áhyggjur af háskólanemum Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna lýsir yfir miklum áhyggjum af framfærslumöguleikum háskólanema í sumar. Óvíst sé hvort háskólanemum við Háskóla Íslands, fjölmennasta háskóla landsins standi til boða lánshæf námskeið í sumar auk þess sem réttur námsmanna til atvinnuleysisbóta hafi verið afnuminn. Þá sé óljóst hvort öll sveitarfélög komi til með að veita námsmönnum fjárhagsaðstoð yfir sumartímann þrátt fyrir framfærsluskyldu. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn SUF. 10.3.2010 08:31 Jihad Jane ætlaði að myrða sænskan ríkisborgara Yfirvöld í Bandaríkjunum ákærðu í gær bandaríska konu sem gengur undir nafninu Jihad Jane fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárásir í Evrópu og Suður-Asíu. Hún er auk þess sökuð um að hafa ætlað að myrða sænskan ríkisborgara. 10.3.2010 07:59 Reyna að svíkja fórnarlömb Bernie Madoffs Það á ekki af fórnarlömbum fjárglæframannsins alræmda Bernie Madoff að ganga. Vefsíða lofar þeim endurgreiðslu hluta fjárins sem Madoff sveik af þeim en tilgangur síðunnar er hins vegar ekki göfugur. 10.3.2010 07:55 Sarkozy og Bruni að skilja? Sápuóperan í kringum Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta heldur áfram því fregnir herma að hjónband hans og Cörlu Bruni standi á brauðfótum. Þau eru bæði sögð eigi í ástarsamböndum utan hjónbandsins. 10.3.2010 07:08 Reyndi að kúga Letterman Robert Joel Halderman, sjónvarpsframleiðandi, hefur viðurkennt að hafa reynt að kúga fé út úr spjallþáttastjórnandanum David Letterman. 10.3.2010 07:02 Virti ekki stöðvunarmerki og valt Sautján ára stúlka slapp lítið meidd, þegar hún reyndi á ofsahraða að stinga lögregluna af á Gaulverjabæjarvegi, rétt austan við Selfoss, um níu leitið í gærkvöldi, en bíll hennar valt. Þá hafði hún mælst á tæplega 140 kílómetra hraða en þegar hún sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu, hóf hún eftirför. 10.3.2010 06:57 Töluverð skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í nótt Töluverð skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvo á Richter og sá sterkasti var 2,6. Á sömu slóðum varð um það bil klukkustundar skjálftahrina snemma í gærmorgun og mældist snarpasti kippurinn 2,4 á Richter. 10.3.2010 06:54 Starfsmaður skaut tvo í háskóla í Ohio Starfsmaður ríkisháskólans í Ohio í Bandaríkjunum skaut á tvo samstarfsmenn sína í gær með þeim afleiðingum að annar þeirra lést og hinn hlaut lífshættulega áverka. Því næst framdi árásarmaðurinn, sem var 51 árs, sjálfsmorð. 10.3.2010 06:51 Verkfall flugumferðarstjóra hefst Fjögurra klukkustunda verkfall flugumferðarstjóra hefst klukkan sjö, þar sem ekki náðist samkomulag í launadeilu þeirra við Flugstoðir á löngum samningafundi í gær. 10.3.2010 06:46 Ögmundur aftur ráðherra Ríkisstjórnin stendur veikari eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag og þarf að eflast eigi hún að geta tekist á við mörg brýn og aðkallandi verkefni. Augljósasta og jafnframt besta leiðin til að styrkja stjórnina er að Ögmundur Jónasson verði ráðherra á ný. Líklegast verður það samhliða öðrum breytingum. 10.3.2010 06:45 Þolinmæðin borgaði sig Verðmæti eigna Kaupþings nam 743 milljörðum króna í lok síðasta árs, að því er fram kemur í skýrslu skilanefndar og var birt í gærmorgun. Upphæðin er 214 milljörðum hærri en í árslok 2008. Þar af nam handbært fé Kaupþings 176 milljörðum króna, sem er 98 milljarða hækkun á síðasta ári. 10.3.2010 06:00 Þrjú útibú verði eitt á Bíldshöfða Arion banki kynnti starfsmönnum þriggja útibúa sinna í gær ákvörðun um að útibúin yrðu sameinuð í eitt útibú í Húsgagnahöllinni við Bíldshöfða. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður þó ekki af sameiningu útibúanna á Suðurlandsbraut, í Árbæ og í Grafarvogi fyrr en næsta haust. 10.3.2010 06:00 Aðgangur að lánsfé hangir á Icesave Það þarf að meta kostnaðinn sem hlýst af töfum á því að samið sé um Icesave. Hann getur verið mikill, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hvetur hann þá er að málinu koma til að nálgast verkefnið af ábyrgð og með alla hagsmuni í huga. 10.3.2010 06:00 Rannsóknarhraði skiptir miklu máli Sakfellt var í 31 kynferðis-brotamáli á síðasta ári af þeim 57 málum sem ríkissaksóknari ákærði í. Embættinu bárust 147 kærur en felldi 66 niður, níu mál eru ódæmd í hæstarétti. Lágt hlutfall nauðgunarmála sem enda með sakfellingu var gagnrýnt mjög á ráðstefnu Stígamóta, Nauðganir og viðbrögð samfélagsins við þeim sem haldin var í gær í tilefni af 20 ára afmæli Stígamóta. 10.3.2010 06:00 Biden bjartsýnn á viðræður Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í gær að nú væri komið tækifæri fyrir Ísraela og Palestínumenn að semja um frið. Hann hafði þó ekki fyrr sleppt orðinu en ísraelsk stjórnvöld samþykktu að reistar verði 500 íbúðir í Austur-Jerúsalem, þvert ofan í andstöðu Palestínumanna. 10.3.2010 06:00 Krefjast meiri samhljóms í stjórninni Það hrikti í stoðum stjórnarsamstarfsins í aðdraganda og eftirmála þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Stjórnarliðar eru þó sammála um að stjórnin hafi staðið hvellinn af sér. Samstaða gagnvart Icesave sé meiri og klárist það verði nýju lífi hleypt í ríkisstjórnina með nýju fólki og málum. 10.3.2010 05:00 Brá þegar ferlíkið birtist úr djúpinu Línubáturinn Lukka ÍS 357 frá Suðureyri kom með heldur óvenjulegan afla að landi á mánudag, 680 kílóa þungan hákarl sem var tæpir fimm metrar á lengd og rúmir tveir metrar að ummáli. Stærstir verða hákarlar sjö metra langir og um tonn að þyngd. Báturinn er 60 tonna, ellefu metrar að lengd. Hákarlinn slagaði því vel upp í hálfa bátslengdina. 10.3.2010 05:00 Breska veðurstofan fór yfir nýlegar rannsóknir: Áhrif manna á hlýnun jarðar æ skýrari Breska veðurstofan segir sterkari vísbendingar komnar fram um áhrif manna á loftslagsbreytingar heldur en þegar síðasta loftslagsskýrsla Sþ var gefin út. 10.3.2010 04:00 Deila um fánarönd fyrir dómstólum Samband garðyrkjubænda og Matfugl ehf. deila nú um vörumerki fyrir héraðsdómi. 10.3.2010 04:00 Lík fyrrverandi forseta fundið Líkið af Tassos Papa-dopoulos, fyrrverandi forseta Kýpur, fannst á mánudag í grunnri gröf í kirkjugarði í úthverfi höfuðborgarinnar Nikosíu. 10.3.2010 03:30 Fleiri sækja í menningu en íþróttaleiki Fleiri sækja menningar-viðburði en íþróttaviðburði og fleiri sækjast eftir umfjöllun um menningu og listir en íþróttir í fjölmiðlum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á menningarneyslu Íslendinga. Niðurstöður hennar voru kynntar í Þjóðminjasafni Íslands í gær. 10.3.2010 03:15 Flestir vilja sameinast Garðabæ Þrír fjórðu Álftnesinga vilja sameinast öðru sveitarfélagi og flestir þeirra vilja helst sameinast Garðabæ. Reykjavík er næstvinsælasti kosturinn. Þetta er niðurstaða könnunar sem bæjaryfirvöld stóðu fyrir meðal bæjarbúa samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag. 10.3.2010 03:15 Ætla að upplýsa um raforkuverð á næsta aðalfundi Landsvirkjun ætlar að upplýsa um orkuverð á aðalfundi sínum sem fram fer í næsta mánuði. Þetta kom fram í tíufréttum RÚV í kvöld. Hörður Arnarson forstjóri fyrirtækisins segir það nauðsynlegt til að ná sátt um fyrirtækið. 9.3.2010 22:53 Gert að hætta að framleiða HM lukkudýrið Kínverskri verksmiðju hefur verið fyrirskipað að hætta framleiðslu á opinberu lukkudýri HM í fótbolta vegna lélegra vinnuskilyrða í verksmiðjunni. Þetta hefur Reuters eftir fulltrúum FIFA. 9.3.2010 18:34 Sjálfstæðismenn í Reykjavík velja leiðtoga Sjálfstæðismenn í Reykjavík velja sér nýjan leiðtoga á morgun þegar að aðalfundur Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn. 9.3.2010 21:52 Frestur til að ákæra ráðherra rennur út í lok ársins Frestur til að sækja ráðherra til saka vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins rennur út í lok þessa árs. 9.3.2010 18:45 Reyndi að lokka litla stelpu upp í bíl í Langholtshverfi Ókunnur eldri maður reyndi að lokka 8 ára gamla stúlku upp í bíl til sín í Langholtshverfi seinni partinn í dag. Stúlkan hljóp í burtu og lét vita heima hjá sér. Þetta kemur fram í bréfi sem Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri í Langholtsskóla, sendi forráðamönnum barna í skólanum og birt er á fréttavefnum Pressunni. 9.3.2010 23:05 Nýútskrifaðir lögreglumenn hækki um 100 þúsund í grunnlaunum Yfir hundrað lögreglumenn mótmæltu bágum kjörum fyrir utan skrifstofu Ríkissáttasemjara í dag. Þeir hafa haft lausa samninga í næstum ár og finnst hægt ganga í viðræðum. 9.3.2010 19:00 Sjá næstu 50 fréttir
Dregur úr jarðskjálftavirkni Jarðskjálftavirkni undir Eyjafjallajökli hefur heldur róast það sem af er degi. Töluverð skjálftahrina varð undir jöklinum í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvö stig og sá sterkasti var 2,6. 10.3.2010 14:52
Ánægja foreldra grunnskólabarna eykst á milli ára Niðurstöður viðhorfskönnunar meðal foreldra grunnskólabarna í Reykjavík sýna vaxandi ánægju þeirra með skólann. Í tilkynningu frá borginni segir að mikill meirihluti foreldra í borginni, eða 84 prósent, séu ánægð með skólann sem barnið þeirra er í og er það aukning um sex prósentustig frá árinu 2008 þegar síðast var gerð slík viðhorfskönnun. „Um 90% telja að börnum þeirra líði oftast vel í skólanum, hvort heldur er í kennslustundum eða frímínútum.“ 10.3.2010 14:42
Það er þetta með hann Jón... Bandaríkjamenn og Bretar hafa hótað því að styðja ekki 3.75 milljarða dollara lán Alþjóðabankans til kolaorkuvers í Suður-Afríku. Upphæðin er tæpir 500 milljarðar íslenskra króna. 10.3.2010 14:26
Vilja ræða innheimtuaðferðir í borgarráði Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði hafa óskað eftir yfirliti og umræðum um stöðu vanskila og innheimtuaðferðir Reykjavíkurborgar á næsta fundi ráðsins. Í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni oddvita Samfylkingarinnar segir að tilefni beiðnarinnar sé mál manns sem neitar að borga innheimtukostnað vegna tveggja vangoldinna reikninga fyrir leikskólapláss. 10.3.2010 14:22
Mál gegn níumenningunum þingfest á morgun Málið gegn níumenningunum sem ákærðir hafa verið fyrir að ráðast inn á Alþingi í búsáhaldabyltingunni verður þingfest á morgun. 10.3.2010 13:31
Stukku loks á dólginn Vel puntaður norskur maður olli nokkrum óróa um borð í flugvél SAS frá Kaupmannahafnar til Kristjánssands í gærkvöldi. 10.3.2010 13:22
Niðurskurðurinn bitnar ekki á öryggi sjúklinganna Þrátt fyrir að dregið hafi úr þjónustu á Barnaspítala Hringsins vegna niðurskurðar bitnar það ekki á öryggi sjúklinganna. Þetta fullyrðir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. 10.3.2010 12:28
Lætur reyna á stjórnarskrá vegna Vítisengla Dómsmálaráðherra hyggst kanna hvort það standist stjórnarskrá að banna starfsemi Vítisengla hérlendis. Danir telja slíkt fullreynt. 10.3.2010 12:22
Framboðslisti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ samþykktur Listi Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnakosningarnar í vor var samþykktur í gærkvöldi á fundi fulltrúaráðs þar sem tillaga kjörnefndar var borin upp. Tillaga kjörnefndar var samþykkt samhljóða með lófataki, að fram kemur í tilkynningu. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, leiðir listann og Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, skipar heiðurssætið. 10.3.2010 11:53
Krafðist þess að verða stungið í steininn Heldur sjaldgæft er að menn krefjist þess að vera vistaðir í fangageymslu lögreglunnar. Sú var þó raunin þegar lögreglan var kölluð til í fjársvikamáli á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu hafði karl um fimmtugt neitað að greiða fyrir þjónustu sem hann hafði sannarlega notið. 10.3.2010 11:50
Spilaborg í Macau í heimsmetabókina Bandaríkjamaðurinn Bryan Berg setti nýtt heimsmet í byggingu spilaborga í Macau á dögunum. Hann bjó til eftirlíkingu af hótelbyggingum í borginni og notaði hann 218.792 spil í bygginguna sem tók hann 44 daga. Fyrir vikið verður afrekið skráð í heimsmetabók Guinnes. 10.3.2010 11:40
Kviksett fyrir að vilja ekki selja húsið sitt Nokkrir menn hafa verið handteknir í Hubei héraði í Kína fyrir að berja sjötíu ára gamla konu og grafa hana svo lifandi. 10.3.2010 11:01
Enn haldið sofandi Karlmanni um sextugt, sem bjargað var meðvitundarlausum út úr íbúð í Grafarvogi um helgina eftir að eldur kom upp, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Reykkafara þurfti til að sækja manninn inn íbúðina. 10.3.2010 10:51
Þröstur leiðir VG á Akranesi Þröstur Þór Ólafsson, vélfræðingur, fékk flesti atkvæði í póstkosningu sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð á Akranesi stóð fyrir. Bæjarfulltrúinn Rún Halldórsdóttir gaf ekki kost á sér í forvalinu. 10.3.2010 10:27
Westergaard: Mikilvægt að tryggja öryggi sænsks Múhameðs teiknara Kurt Westergaard, danski skopmyndateiknarinn sem átti eina af hinum umdeildu teikningum af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum fyrir nokkrum árum, segir brýnt að sænsk yfirvöld tryggi öryggi myndlistarmannsins Lars Vilks. Sjö múslimar voru handteknir í gær grunaðir um að hafa ætlað að myrða Vilks vegna myndar sem hann teiknaði af spámanninum í líki hunds. 10.3.2010 10:04
Dregur úr bókunum með Icelandair vegna verkfallsins Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra eru þegar farnar að draga úr bókunum með Icelandair frá landinu, og erlendir ferðamenn, sem eiga bókað til landsins eru sumir orðnir tvístígandi, að sögn Birkis Hólm Guðnasonar, forstjóra Icelandair. Hann segir að verkfallinu sé beint gegn flugfélaginu. 10.3.2010 09:57
Vilja fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur Stjórn Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu fagnar því fordæmi sem gefið hefur verið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hin ýmis mál. Stjórnin skorar á ríkisstjórnina að láta kjósa samhliðasveitastjórnarkosningum í vor, um kvótakerfið og aflaheimildir þess, um veru Íslands í árásarbandalaginu NATÓ og hvort aðskilja beri ríki og kirkju. 10.3.2010 08:43
Hafa áhyggjur af háskólanemum Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna lýsir yfir miklum áhyggjum af framfærslumöguleikum háskólanema í sumar. Óvíst sé hvort háskólanemum við Háskóla Íslands, fjölmennasta háskóla landsins standi til boða lánshæf námskeið í sumar auk þess sem réttur námsmanna til atvinnuleysisbóta hafi verið afnuminn. Þá sé óljóst hvort öll sveitarfélög komi til með að veita námsmönnum fjárhagsaðstoð yfir sumartímann þrátt fyrir framfærsluskyldu. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn SUF. 10.3.2010 08:31
Jihad Jane ætlaði að myrða sænskan ríkisborgara Yfirvöld í Bandaríkjunum ákærðu í gær bandaríska konu sem gengur undir nafninu Jihad Jane fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárásir í Evrópu og Suður-Asíu. Hún er auk þess sökuð um að hafa ætlað að myrða sænskan ríkisborgara. 10.3.2010 07:59
Reyna að svíkja fórnarlömb Bernie Madoffs Það á ekki af fórnarlömbum fjárglæframannsins alræmda Bernie Madoff að ganga. Vefsíða lofar þeim endurgreiðslu hluta fjárins sem Madoff sveik af þeim en tilgangur síðunnar er hins vegar ekki göfugur. 10.3.2010 07:55
Sarkozy og Bruni að skilja? Sápuóperan í kringum Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta heldur áfram því fregnir herma að hjónband hans og Cörlu Bruni standi á brauðfótum. Þau eru bæði sögð eigi í ástarsamböndum utan hjónbandsins. 10.3.2010 07:08
Reyndi að kúga Letterman Robert Joel Halderman, sjónvarpsframleiðandi, hefur viðurkennt að hafa reynt að kúga fé út úr spjallþáttastjórnandanum David Letterman. 10.3.2010 07:02
Virti ekki stöðvunarmerki og valt Sautján ára stúlka slapp lítið meidd, þegar hún reyndi á ofsahraða að stinga lögregluna af á Gaulverjabæjarvegi, rétt austan við Selfoss, um níu leitið í gærkvöldi, en bíll hennar valt. Þá hafði hún mælst á tæplega 140 kílómetra hraða en þegar hún sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu, hóf hún eftirför. 10.3.2010 06:57
Töluverð skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í nótt Töluverð skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvo á Richter og sá sterkasti var 2,6. Á sömu slóðum varð um það bil klukkustundar skjálftahrina snemma í gærmorgun og mældist snarpasti kippurinn 2,4 á Richter. 10.3.2010 06:54
Starfsmaður skaut tvo í háskóla í Ohio Starfsmaður ríkisháskólans í Ohio í Bandaríkjunum skaut á tvo samstarfsmenn sína í gær með þeim afleiðingum að annar þeirra lést og hinn hlaut lífshættulega áverka. Því næst framdi árásarmaðurinn, sem var 51 árs, sjálfsmorð. 10.3.2010 06:51
Verkfall flugumferðarstjóra hefst Fjögurra klukkustunda verkfall flugumferðarstjóra hefst klukkan sjö, þar sem ekki náðist samkomulag í launadeilu þeirra við Flugstoðir á löngum samningafundi í gær. 10.3.2010 06:46
Ögmundur aftur ráðherra Ríkisstjórnin stendur veikari eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag og þarf að eflast eigi hún að geta tekist á við mörg brýn og aðkallandi verkefni. Augljósasta og jafnframt besta leiðin til að styrkja stjórnina er að Ögmundur Jónasson verði ráðherra á ný. Líklegast verður það samhliða öðrum breytingum. 10.3.2010 06:45
Þolinmæðin borgaði sig Verðmæti eigna Kaupþings nam 743 milljörðum króna í lok síðasta árs, að því er fram kemur í skýrslu skilanefndar og var birt í gærmorgun. Upphæðin er 214 milljörðum hærri en í árslok 2008. Þar af nam handbært fé Kaupþings 176 milljörðum króna, sem er 98 milljarða hækkun á síðasta ári. 10.3.2010 06:00
Þrjú útibú verði eitt á Bíldshöfða Arion banki kynnti starfsmönnum þriggja útibúa sinna í gær ákvörðun um að útibúin yrðu sameinuð í eitt útibú í Húsgagnahöllinni við Bíldshöfða. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður þó ekki af sameiningu útibúanna á Suðurlandsbraut, í Árbæ og í Grafarvogi fyrr en næsta haust. 10.3.2010 06:00
Aðgangur að lánsfé hangir á Icesave Það þarf að meta kostnaðinn sem hlýst af töfum á því að samið sé um Icesave. Hann getur verið mikill, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hvetur hann þá er að málinu koma til að nálgast verkefnið af ábyrgð og með alla hagsmuni í huga. 10.3.2010 06:00
Rannsóknarhraði skiptir miklu máli Sakfellt var í 31 kynferðis-brotamáli á síðasta ári af þeim 57 málum sem ríkissaksóknari ákærði í. Embættinu bárust 147 kærur en felldi 66 niður, níu mál eru ódæmd í hæstarétti. Lágt hlutfall nauðgunarmála sem enda með sakfellingu var gagnrýnt mjög á ráðstefnu Stígamóta, Nauðganir og viðbrögð samfélagsins við þeim sem haldin var í gær í tilefni af 20 ára afmæli Stígamóta. 10.3.2010 06:00
Biden bjartsýnn á viðræður Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í gær að nú væri komið tækifæri fyrir Ísraela og Palestínumenn að semja um frið. Hann hafði þó ekki fyrr sleppt orðinu en ísraelsk stjórnvöld samþykktu að reistar verði 500 íbúðir í Austur-Jerúsalem, þvert ofan í andstöðu Palestínumanna. 10.3.2010 06:00
Krefjast meiri samhljóms í stjórninni Það hrikti í stoðum stjórnarsamstarfsins í aðdraganda og eftirmála þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Stjórnarliðar eru þó sammála um að stjórnin hafi staðið hvellinn af sér. Samstaða gagnvart Icesave sé meiri og klárist það verði nýju lífi hleypt í ríkisstjórnina með nýju fólki og málum. 10.3.2010 05:00
Brá þegar ferlíkið birtist úr djúpinu Línubáturinn Lukka ÍS 357 frá Suðureyri kom með heldur óvenjulegan afla að landi á mánudag, 680 kílóa þungan hákarl sem var tæpir fimm metrar á lengd og rúmir tveir metrar að ummáli. Stærstir verða hákarlar sjö metra langir og um tonn að þyngd. Báturinn er 60 tonna, ellefu metrar að lengd. Hákarlinn slagaði því vel upp í hálfa bátslengdina. 10.3.2010 05:00
Breska veðurstofan fór yfir nýlegar rannsóknir: Áhrif manna á hlýnun jarðar æ skýrari Breska veðurstofan segir sterkari vísbendingar komnar fram um áhrif manna á loftslagsbreytingar heldur en þegar síðasta loftslagsskýrsla Sþ var gefin út. 10.3.2010 04:00
Deila um fánarönd fyrir dómstólum Samband garðyrkjubænda og Matfugl ehf. deila nú um vörumerki fyrir héraðsdómi. 10.3.2010 04:00
Lík fyrrverandi forseta fundið Líkið af Tassos Papa-dopoulos, fyrrverandi forseta Kýpur, fannst á mánudag í grunnri gröf í kirkjugarði í úthverfi höfuðborgarinnar Nikosíu. 10.3.2010 03:30
Fleiri sækja í menningu en íþróttaleiki Fleiri sækja menningar-viðburði en íþróttaviðburði og fleiri sækjast eftir umfjöllun um menningu og listir en íþróttir í fjölmiðlum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á menningarneyslu Íslendinga. Niðurstöður hennar voru kynntar í Þjóðminjasafni Íslands í gær. 10.3.2010 03:15
Flestir vilja sameinast Garðabæ Þrír fjórðu Álftnesinga vilja sameinast öðru sveitarfélagi og flestir þeirra vilja helst sameinast Garðabæ. Reykjavík er næstvinsælasti kosturinn. Þetta er niðurstaða könnunar sem bæjaryfirvöld stóðu fyrir meðal bæjarbúa samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag. 10.3.2010 03:15
Ætla að upplýsa um raforkuverð á næsta aðalfundi Landsvirkjun ætlar að upplýsa um orkuverð á aðalfundi sínum sem fram fer í næsta mánuði. Þetta kom fram í tíufréttum RÚV í kvöld. Hörður Arnarson forstjóri fyrirtækisins segir það nauðsynlegt til að ná sátt um fyrirtækið. 9.3.2010 22:53
Gert að hætta að framleiða HM lukkudýrið Kínverskri verksmiðju hefur verið fyrirskipað að hætta framleiðslu á opinberu lukkudýri HM í fótbolta vegna lélegra vinnuskilyrða í verksmiðjunni. Þetta hefur Reuters eftir fulltrúum FIFA. 9.3.2010 18:34
Sjálfstæðismenn í Reykjavík velja leiðtoga Sjálfstæðismenn í Reykjavík velja sér nýjan leiðtoga á morgun þegar að aðalfundur Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn. 9.3.2010 21:52
Frestur til að ákæra ráðherra rennur út í lok ársins Frestur til að sækja ráðherra til saka vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins rennur út í lok þessa árs. 9.3.2010 18:45
Reyndi að lokka litla stelpu upp í bíl í Langholtshverfi Ókunnur eldri maður reyndi að lokka 8 ára gamla stúlku upp í bíl til sín í Langholtshverfi seinni partinn í dag. Stúlkan hljóp í burtu og lét vita heima hjá sér. Þetta kemur fram í bréfi sem Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri í Langholtsskóla, sendi forráðamönnum barna í skólanum og birt er á fréttavefnum Pressunni. 9.3.2010 23:05
Nýútskrifaðir lögreglumenn hækki um 100 þúsund í grunnlaunum Yfir hundrað lögreglumenn mótmæltu bágum kjörum fyrir utan skrifstofu Ríkissáttasemjara í dag. Þeir hafa haft lausa samninga í næstum ár og finnst hægt ganga í viðræðum. 9.3.2010 19:00