Rannsóknarhraði skiptir miklu máli 10. mars 2010 06:00 Umræður Framsögumenn á ráðstefnu Stígamóta sátu fyrir svörum, á myndinni má sjá frá vinstri Guðrúnu Jónsdóttur Stígamótum, Guðrúnu Agnarsdóttur sem var fundarstjóri, Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur rithöfund, Katrínu Önnu Guðmundsdóttur jafnréttishönnuð, Stefán Eiríksson lögreglustjóra, Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara og Ragnheiði Harðardóttur héraðsdómara. Fréttablaðið/Stefán Sakfellt var í 31 kynferðis-brotamáli á síðasta ári af þeim 57 málum sem ríkissaksóknari ákærði í. Embættinu bárust 147 kærur en felldi 66 niður, níu mál eru ódæmd í hæstarétti. Lágt hlutfall nauðgunarmála sem enda með sakfellingu var gagnrýnt mjög á ráðstefnu Stígamóta, Nauðganir og viðbrögð samfélagsins við þeim sem haldin var í gær í tilefni af 20 ára afmæli Stígamóta. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari benti á að hlutfall ákæra hefði aukist á undanförnum árum. Fundargestir og ræðumenn voru margir þeirrar skoðunar að brotaþolar væru hræddir við kerfið, treystu því ekki. „Réttarkerfið er svikamylla,“ sagði Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta og sagði það bregðast of mörgum brotaþolum. Hún kallaði eftir úrbótum í málefnum þeirra sem verða fyrir kynferðisbrotum og undir það tóku fundargestir. Öll kynferðisbrot ætti að rannsaka af sérhæfðum rannsóknarlögreglumönnum kynferðisbrotadeildar sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins sem benti á að brotaþolar á landsbyggðinni sitji ekki við sama borð og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Mál þeirra síðarnefndu séu rannsökuð af starfsmönnum sem hafi sérþekkingu málaflokknum, reynslu og menntun. Stefán sagði að tillaga um að deildin sinnti rannsókn kynferðisbrota á landinu öllu lægi á borði dómsmálaráðherra. Lögreglustjóri benti á að málsmeðferðartími nauðgunarmála hefði styst verulega eftir að kynferðisbrotadeild var sett á laggirnar. Í dag er meðal málshraði hjá lögreglunni í Reykjavík um 60 dagar, árið 2009 voru 37,5 prósent mála afgreidd á innan við 60 dögum af lögreglunni en 62,5 prósent á lengri tíma. Í máli Þorbjargar Ingu Jónsdóttur hæstaréttarlögmanns sem verið hefur réttargæslumaður í fjölda nauðgunarmála kom fram að bein tengsl eru á milli hraða rannsóknar og sakfellingar í nauðgunarmálum. Fram kom í máli hennar að þar sem sakfellt hefði verið hefði meðal rannsóknartími mála verið tæpar fjórar vikur, en rúmar tólf í málum sem var sýknað í. Þorbjörg Inga sagði ennfremur að sá tími sem fer í rannsókn væri brotaþolum mjög erfiður. „Hver vika er sem einn mánuður,“ sagði einn umbjóðenda hennar við hana. Þorbjörg Inga sagði einnig að gríðarlegur léttir væri fyrir brotaþola þegar gefin væri út ákæra í málum þeirra, þá upplifðu brotaþolar að þeim væri trúað en sífellt væri verið að draga málstað kærenda í efa. sigridur@frettabladid.is Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Sakfellt var í 31 kynferðis-brotamáli á síðasta ári af þeim 57 málum sem ríkissaksóknari ákærði í. Embættinu bárust 147 kærur en felldi 66 niður, níu mál eru ódæmd í hæstarétti. Lágt hlutfall nauðgunarmála sem enda með sakfellingu var gagnrýnt mjög á ráðstefnu Stígamóta, Nauðganir og viðbrögð samfélagsins við þeim sem haldin var í gær í tilefni af 20 ára afmæli Stígamóta. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari benti á að hlutfall ákæra hefði aukist á undanförnum árum. Fundargestir og ræðumenn voru margir þeirrar skoðunar að brotaþolar væru hræddir við kerfið, treystu því ekki. „Réttarkerfið er svikamylla,“ sagði Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta og sagði það bregðast of mörgum brotaþolum. Hún kallaði eftir úrbótum í málefnum þeirra sem verða fyrir kynferðisbrotum og undir það tóku fundargestir. Öll kynferðisbrot ætti að rannsaka af sérhæfðum rannsóknarlögreglumönnum kynferðisbrotadeildar sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins sem benti á að brotaþolar á landsbyggðinni sitji ekki við sama borð og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Mál þeirra síðarnefndu séu rannsökuð af starfsmönnum sem hafi sérþekkingu málaflokknum, reynslu og menntun. Stefán sagði að tillaga um að deildin sinnti rannsókn kynferðisbrota á landinu öllu lægi á borði dómsmálaráðherra. Lögreglustjóri benti á að málsmeðferðartími nauðgunarmála hefði styst verulega eftir að kynferðisbrotadeild var sett á laggirnar. Í dag er meðal málshraði hjá lögreglunni í Reykjavík um 60 dagar, árið 2009 voru 37,5 prósent mála afgreidd á innan við 60 dögum af lögreglunni en 62,5 prósent á lengri tíma. Í máli Þorbjargar Ingu Jónsdóttur hæstaréttarlögmanns sem verið hefur réttargæslumaður í fjölda nauðgunarmála kom fram að bein tengsl eru á milli hraða rannsóknar og sakfellingar í nauðgunarmálum. Fram kom í máli hennar að þar sem sakfellt hefði verið hefði meðal rannsóknartími mála verið tæpar fjórar vikur, en rúmar tólf í málum sem var sýknað í. Þorbjörg Inga sagði ennfremur að sá tími sem fer í rannsókn væri brotaþolum mjög erfiður. „Hver vika er sem einn mánuður,“ sagði einn umbjóðenda hennar við hana. Þorbjörg Inga sagði einnig að gríðarlegur léttir væri fyrir brotaþola þegar gefin væri út ákæra í málum þeirra, þá upplifðu brotaþolar að þeim væri trúað en sífellt væri verið að draga málstað kærenda í efa. sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira