Innlent

Flestir vilja sameinast Garðabæ

Skipuð hefur verið fjárhaldsstjórn yfir Álftanes. Eftirlitsnefnd sveitarfélaga vill að bærinn leiti eftir sameiningu við annað sveitarfélag.
Fréttablaðið / vilhelm
Skipuð hefur verið fjárhaldsstjórn yfir Álftanes. Eftirlitsnefnd sveitarfélaga vill að bærinn leiti eftir sameiningu við annað sveitarfélag. Fréttablaðið / vilhelm
Þrír fjórðu Álftnesinga vilja sameinast öðru sveitarfélagi og flestir þeirra vilja helst sameinast Garðabæ. Reykjavík er næstvinsælasti kosturinn.

Þetta er niðurstaða könnunar sem bæjaryfirvöld stóðu fyrir meðal bæjarbúa samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag.

Tæp 64 prósent íbúa bæjarfélagsins, 1.134, tóku þátt í könnuninni og voru 75,7 prósent hlynnt sameiningu við annað sveitarfélag. 17,7 prósent lýstu sig andvíg sameiningu og fimm prósent sögðust hlutlausir. Þegar spurt var hvaða sveitarfélagi skyldi sameinast varð Garðabær fyrir valinu hjá 44 prósentum þátttakenda. 34 prósent völdu Reykjavík, sex prósent Hafnarfjörð, tæp þrjú prósent Kópavog og hálft annað prósent Seltjarnarnes. Reykjavík var vinsælasti kosturinn meðal þeirra sem ekki vildu sameiningu.

„Þegar tekið er tillit til slakrar þátttöku, íþyngjandi aðstæðna, ónógra valmöguleika spurninga og þess að 25 prósent þátttakenda svara ekki sameiningu játandi, er ljóst að niðurstöður könnunarinnar um vilja til sameiningar hafa takmarkað gildi." segir í tilkynningu frá bæjarfulltrúum minnihlutans í Á-listanum. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×