Fleiri sækja í menningu en íþróttaleiki 10. mars 2010 03:15 Andrea Dofradóttir, hjá Félagsvísindastofnun, og Katrín Jakobsdóttir, rýna í skýrsluna sem kom út í gær. Fréttablaðið/ gva Fleiri sækja menningar-viðburði en íþróttaviðburði og fleiri sækjast eftir umfjöllun um menningu og listir en íþróttir í fjölmiðlum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á menningarneyslu Íslendinga. Niðurstöður hennar voru kynntar í Þjóðminjasafni Íslands í gær. Andrea Dofradóttir kynnti skýrsluna fyrir hönd Félagsvísindastofnunar. Könnunin var framkvæmd haustið 2009. Þátttakendur voru spurðir um þátttöku í mismundandi tegundum menningarviðburða síðastliðna tólf mánuði. Þeir voru einnig spurðir eftir hverju þeir sæktust helst í fjölmiðlum. Eins og sjá má af töflunni til hliðar fóru flestir svarendur í bíó en yfir helmingur mætti einnig á aðra menningarviðburði. Tæp 38 prósent mættu á íþróttaviðburði, en þeir voru aftur á móti duglegri að mæta. Hlutfall þeirra sem sóttu íþróttaviðburð oftar en þrisvar á árinu var 68 prósent; aðeins í hópi kvikmyndahúsagesta var hlutfallið hærra. Fleiri konur en karlar sækja leikhús, tónleika og listasöfn en í kvikmyndahúsum, á sögustöðum og menningarhátíðum er munurinn innan skekkjumarka. Hlutfallslega fleiri karlar en konur sækja hins vegar íþróttaviðburði, 48 prósent á móti 29. Athygli vekur að átján prósent svarenda höfðu ekki lesið bók sér til ánægju á árinu. Hæst var hlutfallið í hópi ungmenna á aldrinum 18 til 29 ára, 30,2 prósent, en í hópi karla sem ekki höfðu lesið bók var hlutfallið litlu lægra, 27 prósent. Rúm 35 prósent svarenda fóru aldrei á bókasafn á árinu. Rétt rúmur fimmtungur svarenda fékkst hins vegar við skriftir á Netið, til dæmis á bloggi eða öðrum heimasíðum. Úrtak könnunar var 1200 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Alls tóku 695 þátt. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Fleiri sækja menningar-viðburði en íþróttaviðburði og fleiri sækjast eftir umfjöllun um menningu og listir en íþróttir í fjölmiðlum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á menningarneyslu Íslendinga. Niðurstöður hennar voru kynntar í Þjóðminjasafni Íslands í gær. Andrea Dofradóttir kynnti skýrsluna fyrir hönd Félagsvísindastofnunar. Könnunin var framkvæmd haustið 2009. Þátttakendur voru spurðir um þátttöku í mismundandi tegundum menningarviðburða síðastliðna tólf mánuði. Þeir voru einnig spurðir eftir hverju þeir sæktust helst í fjölmiðlum. Eins og sjá má af töflunni til hliðar fóru flestir svarendur í bíó en yfir helmingur mætti einnig á aðra menningarviðburði. Tæp 38 prósent mættu á íþróttaviðburði, en þeir voru aftur á móti duglegri að mæta. Hlutfall þeirra sem sóttu íþróttaviðburð oftar en þrisvar á árinu var 68 prósent; aðeins í hópi kvikmyndahúsagesta var hlutfallið hærra. Fleiri konur en karlar sækja leikhús, tónleika og listasöfn en í kvikmyndahúsum, á sögustöðum og menningarhátíðum er munurinn innan skekkjumarka. Hlutfallslega fleiri karlar en konur sækja hins vegar íþróttaviðburði, 48 prósent á móti 29. Athygli vekur að átján prósent svarenda höfðu ekki lesið bók sér til ánægju á árinu. Hæst var hlutfallið í hópi ungmenna á aldrinum 18 til 29 ára, 30,2 prósent, en í hópi karla sem ekki höfðu lesið bók var hlutfallið litlu lægra, 27 prósent. Rúm 35 prósent svarenda fóru aldrei á bókasafn á árinu. Rétt rúmur fimmtungur svarenda fékkst hins vegar við skriftir á Netið, til dæmis á bloggi eða öðrum heimasíðum. Úrtak könnunar var 1200 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Alls tóku 695 þátt. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira