Innlent

Dregur úr jarðskjálftavirkni

Eyjafjallajökull.
Eyjafjallajökull. MYNd/Vilhelm

Jarðskjálftavirkni undir Eyjafjallajökli hefur heldur róast það sem af er degi. Töluverð skjálftahrina varð undir jöklinum í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvö stig og sá sterkasti var 2,6.

Stöðugir skjálftar hafa verið á svæðinu í dag, ríflega tuttugu á klukkustund, en þeir hafa ekki verið frekar litlir. Jarðskjálftafræðingur á vakt hjá Veðurstofunni segir hrinuna í nótt sýna að enn er virkni í kvikunni og því verður áfram fylgst vel með svæðinu. Ekkert bendir þó til að gos sé í vændum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×