Innlent

Skora á landsmenn að kjósa á laugardaginn

Mynd/Stefán Karlsson

Samtök Fullveldissinna skora á landsmenn að neyta atkvæðisréttar síns og greiða atkvæði um Icesave lögin. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í morgun.

Þar segir ennfremur að atkvæðagreiðslan marki tímamót í lýðræðisþróun landsins. Málskotsréttur forsetans komi nú fyrst til framkvæmda með þjóðaratkvæðagreiðslu og í fyrsta skipti á lýðveldistímanum verði ákvörðun um mikilvæg mál tekin utan valdakerfis stjórnmálaflokka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×