Erlent

Öflugir eftirskjálftar í Chile

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eyðileggingin í Chile er gríðarleg eftir skjálftana. Mynd/ AFP.
Eyðileggingin í Chile er gríðarleg eftir skjálftana. Mynd/ AFP.
Öflugir eftirskjálftar skóku Chile í gær á svipuðum slóðum og skjálfti upp á 8,8 á Richter reið yfir á laugardag.

Eftirskjálftarnir voru 5.5 á Richter eða stærri og fundust í fjölmörgum borgum, þar á meðal Santiago. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrst eftir skjálftana en henni var síðan aflétt. Vitað er að allt að 800 manns fórust í skjálftanum á laugardaginn.

Fullyrt hefur verið að skortur væri á mat og eldsneyti á þeim svæðum sem verst urðu úti en þeim fullyrðingum neitaði Michelle Bachelet, forseti Chile.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×