Erlent

Neita fullyrðingum um að hjálparfé hafi verið notað í stríðsrekstur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
BBC segir að peningar sem áttu að fara í neyðaraðstoð handa hungruðum heimi hafi verið misnotaðir. Mynd/ AFP.
BBC segir að peningar sem áttu að fara í neyðaraðstoð handa hungruðum heimi hafi verið misnotaðir. Mynd/ AFP.
Yfirvöld í Eþíópíu og alþjóðleg hjálparsamtök neita fullyrðingum breska ríkisútvarpsins, BBC, um að milljónir bandaríkjadala sem átti að nota í aðstoð fyrir hungraða á níunda áratug síðustu aldar hafi farið í stríðsrekstur.

Í skýrslu sem BBC birti var fullyrt að uppreisnarmenn í Eþíópíu hafi notað peningana í að kaupa vopn. Með þessu hafi uppreisnarmennirnir ætlað að steypa af stóli þeirri ríkisstjórn sem sat í Eþíópíu á þessum tíma. Í skýrslunni er haft eftir einum leiðtoga uppreisnarmanna að allt að 95 milljónir dala, eða 12 milljarðar íslenskra króna, af hjálparfénu hafi farið í stríðsrekstur.

BBC segir að peningarnir sem voru misnotaðir hafi meðal annars komið frá svokölluðum Band Aid hóp sem var þekktur fyrir að flytja vinsælt jólalag sem enn ómar um hver jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×