Fleiri fréttir

Nýr framkvæmdastjóri SAMFOK

Bryndís Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Hún tekur við starfinu af Guðrúnu Valdimarsdóttur sem sagði starfi sínu lausu en hún skipar 2. sætið á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Grunur um íkveikju á Selfossi

Lögreglu grunar að kveikt hafi verið í kjallara húss á Selfossi síðastliðið föstudagskvöld. Skömmu fyrir klukkan átta barst tilkynning um að að mikinn reyk legði frá fjölbýlishúsi við Austurveg 34. Reykkafarar fóru inn í húsið og fundu eld í þvottaherbergi í kjallara. Eldurinn var slökktur og húsið í framhaldinu reykræst. Engum varð meint af, að sögn lögreglu. Á jarðhæð hússins er verslun Tölvulistans og hárgreiðslustofa.

Stjórn Orkuveitunnar samþykkir að ganga til samninga um kísilver

Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi nú í hádeginu að heimila stjórnarformanni og forstjóra að ganga til samninga um sölu rafmagns til kísilverksmiðju í Þorlákshöfn. Einnig voru drög að orkusamningi samþykkt. Þetta var samþykkt með atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og atkvæði fulltrúa Akraneskaupstaðar. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sátu hjá við afgreiðslu málsins. Stefnt er að því að fulltrúar Orkuveitunnar og hins erlenda fyrirtækis undirriti samningsdrögin síðdegis í dag.

Ók óvart á tvær stúlkur

Tvær stúlkur á tvítugsaldri urðu fyrir bifreið í Háengi á Selfossi fljótlega eftir miðnætti á laugardag. Atvikið varð með þeim hætti að ökumaður, sem ekki var kunnugur bifreiðinni og einnig er á tvítugsaldri, ætlaði að aka aftur á bak út úr innkeyrslu við hús. Bifreiðin fór þá skyndilega áfram og á stúlkurnar sem stóðu fyrir framan bifreiðina.

Efast um lögmæti niðurskurðar

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi, efast um lögmæti niðurskurðar ríkisstjórnarinnar sem ákvað nýverið að loka fyrir nám grunnskólanemenda í framhaldsskólaáföngum. Auk þess sé verið að velta kostnaði yfir á sveitarfélög.

Vonskuveður á Vestfjörðum

Slæmt ferðaveður er á Vestfjörðum og biður Vegagerðin vegfarendur um að kynna sér vel ástand á þeim leiðum sem þeir hyggjast fara.

Rúmlega 80 manns á þjóðfundi á Sauðárkróki

Rúmlega 80 manns sóttu þjóðfund á Sauðárkróki á laugardag en hann var sá þriðji í röð slíkra funda sem haldnir eru um landið vítt og breitt. Næsti fundur verður á laugardaginn kemur í Borgarnesi. 110 manns voru á þjóðfundi í Bolunarvík fyrr í mánuðinum og 80 manns á Egilsstöðum í lok janúar.

Engin ákvörðun í máli Ásbjörns

Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort hafin verði rannsókn hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra á ólögmætri arðgreiðslu Ásbjörns Óttarssonar, alþingismanns, út úr eigin félagi. Þá hefur deildin ekki skoðað lánveitingar Tryggva Þórs Herbertssonar alþingismanns úr einkahlutafélaginu Varnagla.

Skemmtileg sleðabrekka

Snjókoman sem verið hefur á austurströnd Bandaríkjanna undanfarna daga hefur verið flestum til ama enda truflað samgöngur og valdið miklu rafmagnsleysi.

Báðir enn á gjörgæsludeild

Báðir mennirnir sem misstu meðvitund um borð í fjölveiðiskipinu Hoffelli á Fáskrúðsfirði í gærmorgun er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Annar er laus úr öndunarvél og á batavegi. Hinum er haldið sofandi í öndunarvél.

Stefnt að undirritun samninga um kísilver síðdegis

Stefnt er að því að skrifað verði undir samninga um kísilver í Þorlákshöfn síðar í dag, svo fremi að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fallist á orkusamnig á fundi sínum nú í hádeginu, en með fyrirvara um að fjármögnun takist. Bæjarstjóri Ölfuss segir þetta það jákvæðasta sem gerst hafi lengi í atvinnumálum.

Funda með breskum og hollenskum embættismönnum

Það ræðst á næstu dögum hvort Bretar og Hollendingar séu tilbúnir að ganga til nýrra viðræðna um Icesave. Íslenska samninganefndin fundar með breskum og hollenskum embættismönnum í dag.

Kannað hvers vegna hópurinn fór á Langjökul

Sýslumaðurinn í Árnessýslu segir að rannsakað verði af hverju farið var með ferðamannahóp á Langjökul í gær, þrátt fyrir afleita veðurspá. Skoska ferðakonan, sem björgunarsveitarmenn fundu á jöklinum í nótt er til aðhlynningar á Landsspítalanum, en sonur hennar hefur náð sér eftir hrakningana.

Lagastofnun býr til kynningarefni fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið hefur falið Lagastofnun Háskóla Íslands að semja hlutlaust kynningarefni fyrir almenning vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave lögin sem fram fer laugardaginn 6. mars 2010. Einstaklingar sem hafa tekið þátt í umræðum á opinberum vettvangi um það efni sem kosið er um í þjóðaratkvæðagreiðslunni koma ekki að verkefninu.

Gríðarleg fjölgun kynferðisafbrotamála

Það hefur orðið gríðarleg fjölgun kynferðisafbrotamála á síðustu 10 - 15 árum, segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur saksóknari hjá Ríkissaksóknara.

Mannskætt lestarslys í Belgíu

Óttast er að tuttugu hið minnsta hafi farist í lestarslysi í Belgíu í dag. Slysið varð í útjaðri höfuðborgarinnar Brussel.

Fjári kalt í Kristjaníu

Danska olíufélagið Statoil hefur skrúfað fyrir olíuna til tveggja viðskiptavina í fríríkinu Kristjaníu eftir að viðgerðarmenn þeirra urðu fyrir árásum.

Dick Francis látinn

Breski rithöfundurinn og knapinn fyrrverandi Dick Francis er látinn, 89 ára að aldri. Hann skrifaði yfir fjörutíu metsölubækur sem flestar tengdust veðreiðum á einhvern hátt.

Eyrarrósin afhend á Bessastöðum

Eyrarrósin verður afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra, Eiríksstaðir í Haukadal og Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði eru þau þrjú verkefni sem tilnefnd eru að þessu sinni.

Ráðherrar lesa úr Passíusálmunum

Líkt og undanfarin ár lesa alþingismenn og ráðherrar úr Passíusálmunum í Grafarvogskirkju alla virka daga föstunnar. Hver lestur hefst klukkan 18 og tengist stuttri helgistund í kirkjunni, sem tekur um fimmtán mínútur.

Vill rjúfa einangrun Gaza strandarinnar

Bandarískur þingmaður hefur hvatt Barack Obama til þess að rjúfa umsátur Ísraela um Gaza ströndina með því meðal annars að senda þangað skip með vistir og aðrar nauðsynjar.

Harðir skotbardagar við talibana

Um fimmtán þúsund hermenn taka þátt í árásinni í Helmand héraði í Afganistan. Fyrsta verkefnið er að hertaka bæinn Marjah sem er höfuðvígi talibana í héraðinu.

Margir bílar útaf og aðrir fastir

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út upp úr miðnætti til að aðstoða fólk sem hafði lent í vandræðum í óveðri á Ólafsfjarðarvegi up úr miðnætti og sat fast í bílum sínum.

Mæðgin fundin á Langjökli

Björgunarsveitarmenn fundu skoska ferðakonu og 12 ára son hennar, sem saknað hafði verið á Langjökli frá því klukkan hálf sex í gærkvöldi, að þau urðu viðskila við samferðafólk sitt, en hópurinn var á vélsleðum.

Milljónaniðurfelling fyrir heimili landsins

Lögin eru skýr, óheimilt er að gengistryggja lán. Kröfum fjármálafyrirtækja hefur verið hafnað. Þetta er eins og heimilin í landinu hafi fengið milljónaniðurfellingu á skuldum.

Vilja breytt lög um þjóðlendur

Landssamtök landeigenda á Íslandi skora á Alþingi og ríkisstjórn að breyta lögum um þjóðlendur þannig að þar verði sett inn ótímabundið heimildarákvæði um endurupptöku mála komi fram ný sönnunargögn í þjóðlendumálum sem lokið er með dómum. Þetta var samþykkt samhljóða á aðalfundi samtakanna í Reykjavík.

Átakamyndir af vettvangi frétta

Sigurmynd ítalska ljósmyndarans Pietro Masturzo af konu á húsþaki í Teheran þykir bæði fögur og ná að grípa vel spennuna sem lá í loftinu í höfuðborg Írans þegar mótmælabylgjan var rétt að hefjast í kjölfar forsetakosninganna umdeildu.

Sprengjur missa marks

Nató hefur staðfest að tvær sprengjuflaugar, sem skjóta átti á hernaðarleg skotmörk í Helmand í suðurhluta Afganistans á laugardag, hafi misst marks.

Hafa hag af styrkingu krónu

Heppilegasta leiðin til afnáms gjaldeyrishafta er að ríkisstjórn og Seðlabanki bjóði fram skuldabréf í erlendum gjaldmiðlum til allt að fimmtán ára á móti eignum fjárfesta í krónum. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins (SA) og kemur fram í ítarlegri aðgerðaáætlun sem kynnt var á föstudag.

Vilja taka evru af Grikkjum

Rétt rúmur helmingur Þjóðverja er fylgjandi því að Evrópusambandið, ESB, sparki Grikklandi úr myntbandalaginu og taki af þeim evruna.

Ekki tímabært að spyrja Álftnesinga

Bæjarráð Álftanes ætlar að kanna hug íbúa sveitarfélagsins til sameiningar við önnur sveitarfélög samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um Icvesave.

Stökkva úr 25 þúsund fetum

Breski herinn undirbýr nú að senda hunda niður úr flugvélum í fallhlíf á hættulegustu hersvæði heims.

Dylgjur um getuleysi eru alveg rakalausar

„Forstjórinn þekkir manna best til þessara mála og veit að dylgjur hans eiga ekki við nein rök að styðjast,“ segir Örn Þórðarson, formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, um ásakanir Jóns Frantzsonar, forstjóra Íslenska gámafélagsins, á hendur Sorp­stöðinni.

Hariri minnst

Þúsundir manna söfnuðust saman í miðbæ Beirút í gær til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því Rafik Hariri, þáverandi forsætisráðherra landsins var myrtur.

Tæplega 300 manns taka þátt í leitinni

Leit stendur enn yfir að konu og unglingi á Langjökli en fólkið varð viðskila við ferðafélaga sína í vélsleðaferð. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Landsbjargar eru um 270 björgunarsveitarmenn við leitina en veður er slæmt og skyggni lítið á leitarsvæðinu. Síðast sást til fólksins við Skálpanes.

Stærsta snekkja veraldar afhjúpuð

Þrátt fyrir að efnahagskerfi heimsins standi enn á brauðfótum meta sumir það sem svo að milljarðamæringar heimsins séu enn tilbúnir til þess að eignast flottar græjur. Risasnekkjan sem gengur undir vinnuheitinu Project 1000 tekur öllu öðru fram þegar kemur að flottum snekkjum.

Ökumenn fari varlega í Langadal

Lögreglan á Blönduósi beinir því eindregið til vegfarenda sem eiga leið um Langadal að fara mjög varlega. Gríðarleg hálka er á veginum auk þess sem gengur á með dimmum éljum. Nokkrir bílar hafa ekið útaf í dag í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi og á síðasta klukkutíma hafa tveir bílar farið útaf í Langadal. Engin meiðsl hafa orðið á fólki.

Ísraelskur trúarleiðtogi átti 29 konur og 58 börn

Ísraelskur trúarleiðtogi kom fyrir rétt í Tel Aviv í dag en hann er ákærður fyrir margskyns afbrot gegn meðlimum safnaðar síns, sem flestir eru einnig eiginkonur hans eða börn. Hann er sagður hafa verið giftur 23 konum og eignast með þeim 59 börn. Maðurinn, hinn sextugi Goel Ratzon er meðal annars ákærður fyrir nauðgun og frelsissviptingu en hann taldi konum sínum trú um að hann væri alvaldur og með guðlega krafta.

Sjá næstu 50 fréttir