Fleiri fréttir

Annar kominn úr öndunarvél

Annar mannanna sem misstu meðvitund um borð í fjölveiðiskipinu Hoffelli á Fáskrúðsfirði í morgun er kominn úr öndunarvél. Hinn er enn í öndunarvél að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans.

Mátti litlu muna þegar leki kom að bát

Hjálmar Örn Guðmarsson hjá Slysavarnarfélagi Landsbjargar var einn af þeim sem komu að björgun Sómabáts sem leki kom að fyrr í dag. Hann segir að mikið vatn hafi verið komið um borð í bátinn þegar björgunarbátinn bar að garði en Sómabáturinn var staddur á sjónum út af Garðakirkju þegar óskað var eftir aðstoð.

Endurupptaka þjóðlendumála verði heimiluð

Landssamtök landeigenda á Íslandi skora á Alþingi og ríkisstjórn að breyta lögum um þjóðlendur þannig að þar verði sett inn ótímabundið heimildarákvæði um endurupptöku mála komi fram ný sönnunargögn í þjóðlendumálum sem lokið er með dómum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum en þetta var samþykkt samhljóða á aðalfundi þeirra í Reykjavík á fimmtudaginn var.

Leki kom að bát

Björgunarbátur frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu kom trillu til aðstoðar í dag en leki kom að bátnum fyrir utan Hafnarfjarðarhöfn. Björgunarsveitarmenn komust að bátnum áður en lekinn varð of mikill og var báturinn dreginn til hafnar.

Tíu létust í eldflaugaárás á íbúðarhús

Tíu almennir borgarar létust í dag þegar eldflaug lenti á íbúðarhúsi í suðurhluta Afganistans í dag. Hamid Karzai forseti landsins tilkynnti um þetta fyrir stundu en nú stendur yfir ein mesta sókn NATO herliðsins í landinu frá því innrásin var gerð árið 2001.

Reyndi að stinga lögregluna af í miðbænum

Lögregla veitti manni eftirför um miðnætti í nótt í miðbænum. Maðurinn hafði verið stöðvaður við hefðbundið umferðareftirlit á mótum Klapparstígs og Hverfisgötu. Áður en lögregla náði tali af manninum ók hann af stað á ný og reyndi að stinga af. Hann fór upp Klapparstíginn og var að lokum króaður af við Snorrabraut.

Gúmmíbát hvolfdi í Skerjafirðinum

Slökkviliðsbátur sem staðsettur er á Reykjavíkurflugvelli fór í útkall út á Skerjafjörð um hálftvö í dag eftir að tilkynnt var um gúmmíbát sem var á hvolfi á milli Álftaness og Gróttu.

Vegagerðin varar við slæmu ferðaveðri

Vegna slæms veðurútlits má búast við slæmu ferðaveðri á Norður og Norðausturlandi í dag og í nótt. Vegagerðin biður vegfarendur því að um að kanna færð og veður áður en lagt er af stað.

Fastur í skíðalyftu í sex tíma

Þýskur skíðamaður liggur nú á sjúkrahúsi í Austurríki með ofkælingu eftir að hann festist í skíðalyftu í austurrísku Ölpunum í nótt. Maðurinn hafði farið í lyftuna á toppi fjallsins tuttugu mínútum eftir að skíðasvæðinu var lokað til þess að komast niður af fjallinu.

Stormur stefnir á Tonga

Íbúar eyríkisins Tonga hafa legið á bæn í kirkjum landsins í dag og beðið fyrir því að hitabeltisstormurinn Rene þyrmi eyjunni en hann nálgast hana nú hraðbyri. Stormurinn fór framhjá Samóaeyjum í gær án þess að valda miklu tjóni en veðurfræðingar óttast að hann geti farið yfir Tonga á næsta sólahring og jafnvel er reiknað með því að þá hafi hann náð styrk fellibyls.

Má draga hlutleysi Halldórs í efa

Sérfræðingur í sveitastjórnalögum vill ekki fullyrða um hvort Halldór Jónsson skoðunarmaður reikninga Kópavogsbæjar sé vanhæfur til að gegna því starfi þótt hann hafi fengið rúmlega 70 milljónir króna greiddar frá bænum vegna annarra starfa. Það sé þó hægt að draga hlutleysi hans í efa í þeim efnum þar sem hann þiggi greiðslur frá bænum á sama tíma og hann yfirfari reikninga hans.

Búist við stórhríð í nótt

Eftir blíðviðri undanfarinna daga vill Veðurstofan vekja sérstaka athygli á norðan hvassviðrinu sem í vændum er.

Milljónatjón hjá Skinnfiski

Mikið tjón varð hjá Skinnfiski í Sandgerði í nótt þegar mikill eldur kom upp í fiskikörum sem stóðu upp við hús fyrirtækisins. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í en framkvæmdastjóri Skinnfisks segir tjónið hlaupa á milljónum.

Brasilíufangi laus á reynslulausn

32 ára Íslendingur, Karl Magnús Grönvold sem setið hefur í fangelsi í rúmlega tvö ár í Brasilíu vegna fíkniefnainnflutnings var látinn laus úr fangelsinu til reynslulausnar 11.febrúar síðastliðinn.

Misstu meðvitund um borð í Hoffelli

Tveir karlmenn, báðir í kringum fertugt, voru fluttir á gjörgæsludeild Landspítalans í morgun eftir að þeir misstu meðvitund um borð skipinu Hoffell sem var að landa Gulldeplu á Fáskrúðsfirði.

Kveikt í fiskikörum

Mikill eldur kom upp í fiskikörum sem stóðu upp við hús fyrirtækisins Skinnfisks í Sandgerði í nótt. Skömmu fyrir klukkan tvö var tilkynnt um mikinn reyk við fyrirtækið og fóru lögregla og slökkvilið á vettvang. Skemmdir eru á húsinu, meðal annars sprungu fjölmargar rúður vegna hita. Slökkvilið náði fljótlega tökum á ástandinu. Grunur er um íkveikju.

Berlusconi: Innflytjendur óvelkomnir en sætu stelpurnar mega vera

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum þegar kemur að ólíklegustu málefnum. Varla líður mánuður án þess að einhver ummæli forsætisráðherrans veki hneykslun og í gær hélt hann uppteknum hætti þegar hann ræddi málefni innflytjenda við blaðamenn að loknum fundi með kollega sínum frá Albaníu.

Hraðskreiðustu lestir heims teknar í gagnið

Kínverjar hafa tekið í notkun hraðskreiðustu lestar í heiminum. Lestin nær 193 kílómetra hraða aðeins einni mínútu eftir að hún hefur lagt af stað. Meðalhraðinn er 354 kílómetrar á klukkustund og við prófanir náði lestin mest 402 kílómetra hraða á klukkustun.

20 létust úr raflosti

Að minnsta kosti tuttugu létust Nígeríu í dag þegar háspennustrengur féll ofan á strætisvagn með þeim afleingum að straumur hljóp í farþegana. Lögreglan í borginni Port Harcourt hefur staðfest að tuttugu hafi beðið bana en óttast er um líf fleiri.

Páfinn birtir playlistann sinn

Dagblað Vatikansins birti í dag tíu laga listan yfir þær hljómplötur sem ritstjórnin þar á bæ, sem væntanlega lýtur valdi páfans, myndi taka með sér á eyðieyju. Á meðal verka sem komast á listann má nefna Thriller með Michael Jackson, The Dark Side of the Moon með Pink Floyd og Revolver Bítlanna.

Menntaskólinn á Egilsstöðum sigraði í Gettu betur

Fyrsta umferð í átta liða úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, lauk í kvöld með sigri Menntaskólans á Egilsstöðum. Austanmenn leiddu nær alla keppnina og fóru leikar á þann veg að ME náði 24 stigum en Garðbæingar náðu 22 stigum.

Tymoshenko gefst ekki upp og ætlar að kæra úrslitin

Júlía Tymoshenko forsætisráðherra Úkraínu hefur heitið því að kæra niðurstöður forsetakosninganna þar í landi en hún tapaði í kosningunum fyrir Viktor Yanukovich. Tymoshenko hefur ekkert tjáð sig um kosningarnar fyrr en í dag og staðhæfir hún að brögð hafi verið í tafli.

Eiríkur Finnur efstur á Ísafirði

Eiríkur Finnur Greipsson er efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði þegar 421 atkvæði hefur verið talið. Mikil þátttaka var í prófkjörinu og í upphafi kjörfundar voru 849 á kjörskrá. Mikið var um nýskráningar í flokkinn að því er fram kemur á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins og ekki er endanlega ljóst hve margir eru á kjörskrá.

Sleppt of snemma af spítala eftir sjálfsvígstilraunir

Móðir rúmlega tvítugs pilts sem svipti sig lífi fyrir tæpum tveimur árum segir bráðnauðsynlegt að þeir einstaklingar sem geri tilraun til sjálfsvígs verði lagðir inn á spítala í nokkra daga og hljóti viðeigandi meðferð. Syni hennar var sleppt daginn eftir slíka tilraun en endaði svo líf sitt tveimur mánuðum síðar.

Búið að slökkva eld um borð í Oddeyrinni

Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í vélarrúmi Oddeyrarinnar, skuttogara í eigu Samherja sem lá bundinn við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Reykkafarar unnu bug á eldinum fljótt og örugglega en töluverður eldur var í vélarrúminu að sögn vaktstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

28 slasaðir og þrír látnir eftir rútuslys í Þýskalandi

19 börn eru slösuð og þrír fullorðnir léstust þegar rúta með dönskum skíðaferðalöngum lenti í árekstri nærri þýsku borginni Dessau í dag. Yngsta barnið er fjögurra ára gamalt. 12 barnanna munu hafa hlotið minniáttar áverka en sjö eru alvarlega slösuð að því er lögreglan í Dessau segir.

Landsvirkjun tryggi raforku til Helguvíkur

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra er fylgjandi því að Landsvirkjun tryggi raforku tímabundið til álvers í Helguvík svo smíði þess tefjist ekki enn frekar.

Eldur um borð í Oddeyrinni í Hafnarfjarðarhöfn

Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds um borð í skipinu Oddeyrinni við Hafnarfjarðarhöfn. Að sögn vaktstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um mikinn reyk í vélarrúmi skipsins og eru reykkafarar á leið niður í vélarrúm skipsins þar sem eldurinn er. Allir áhafnarmeðlimir eru komnir frá borði og varð engum meint af.

Öflug sprenging á Indlandi - átta látnir

Að minnsta kosti átta eru látnir og 33 særðir eftir sprengingu á veitingastað í vesturhluta Indlands í dag. Veitingastaðurinn er vinsæll á meðal ferðamanna á svæðinu en óljóst er hvort um sprengjutilræði hafi verið að ræða eða slys. Þó hefur innanríkisráðherra landsins sagt að líklegast hafi verið gerð árás á staðinn.

Boða til bílalánamótmæla á þriðjudag

Samtökin Nýtt Ísland sem stóðu meðal annara að mótmælum á Austurvelli í dag þar sem allt að 800 manns mættu, hafa boðað til mótmæla fyrir utan Íslandsbankaá Kirkjusandi á þriðjudaginn kemur klukkan 12:15 en þá verða sjöttu bílalánamótmæli samtakanna haldin.

Lögregla lagði hald á 500 þúsund tonn af fölsuðum vörum

Ítalska lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn af fölsuðum varningi í átta vöruhúsum fyrir utan Róm. Varningurinn er af alls kyns toga, úr, fatnaður og handtöskur og allt eftirlíkingar af frægustu tískumerkjum Ítalíu.

Hátt í 400 manns á Austurvelli

Hátt í fjögurhundruð manns eru nú stödd á mótmælafundi á Austurvelli en þar hefur fólk safnast saman síðustu mánuði á hverjum laugardegi. Mótmælin eru skipulögð af samtökunum Nýtt Ísland og Hagsmunasamtökum heimilanna.

Sóknin í Afganistan gengur samkvæmt áætlun

Stórsókn NATO herliðsins í Afganistan hefur staðið yfir í dag með fulltingi afganskra hermanna. Um er að ræða mestu hernaðaraðgerð frá því innrásin í Afganistan var gerð árið 2001 og þá fyrstu síðan Barack Obama bandaríkjaforseti fyrirskipaði um fjölgun hermanna í landinu í desember.

TF-Líf á flugi yfir Smáralind

Í framhaldi af 112 deginum sem haldinn var á fimmtudaginn var munu fulltrúar frá Landsbjörgu, lögreglu og Neyðarlínunni verða með kynningu á starfsemi sinni í Smáralindinni í dag. Þar verður ýmislegt til sýnis og gefst fólki til dæmis kostur á að skoða lögreglubíla og mótorhjól.

Skotárásin í Alabama - kennari skaut samkennara sína

Eins og greint var frá í gærkvöldi átti enn ein skotárásin sér stað í háskóla í Bandaríkjunum í gær. Þrír létu lífið og þrír slösuðust í háskólanum í Alabama. Þessi árás sker sig þó úr frá öðrum slíkum síðustu misserin því í þetta sinn var árásarmaðurinn kona, auk þess sem hún er aðstoðarprófessor við skólann.

Stjórnvöld geti ekki vikið sér undan ábyrgð

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður, segir að stjórnvöld geti ekki vikið sér undan ábyrgð þegar kemur að fjárhagslegri endurskipulagningu skuldsettra fyrirtækja. Á fundi viðskiptanefndar með forsvarsmönnum bankanna í gær kom fram að þeir telji sig vinna að fullu eftir vilja stjórnvalda og þeim skilaboðum sem stjórnvöld hafi gefið bönkunum sem eigendur.

Nýnasistar safnast saman í Dresden - búist við átökum

Mikill viðbúnaður er nú í þýsku borginni Dresden en þar hafa þúsundir mótmælenda safnast saman til þess að stöðva göngu Nýnasista um borgina. Nasistarnir minnast þess í dag að 65 ár eru liðin frá því að bandamenn gerðu loftárás á borgina á síðustu dögum Seinni heimstyrjaldarinnar en talið er að um 25 þúsund manns hafi látist, mest óbreyttir borgarar.

Rio í ruglinu - hélt framhjá í steggjapartíinu sínu

Rio Ferdinand, nýskipaður fyrirliði enska landsliðsins í fótbolta gæti átt stuttan fyrirliðaferil en hann var skipaður eftir að upp komst um framhjáhald Johns Terry. Breska blaðið The Daily Mail greinir frá því í dag að ísraelsk fyrirsæta hafi átt vingott við Ferdinand í Tel Aviv nokkrum vikum áður en hann gekk að eiga heitkonu sína til sjö ára. Að sögn blaðsins hittist parið á næturklúbbi en vinir Rio voru að steggja hann í borginni.

Eygló óskar eftir fundi í viðskiptanefnd

Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur óskað eftir því að haldinn verði fundur í viðskiptanefnd sem fyrst þar sem farið verði yfir gengistryggð lán og lagalega stöðu þeirra í ljósi dómsins sem féll í gær í héraðsdómi Reykjavíkur. Þar var bíleigandi sýknaður af kröfum fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar og komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að ólögmætt sé að gengistryggja kaupleigusamning við erlenda gjaldmiðla.

Vakningalestin á ferðinni

Vakningalest samtakanna Nýtt Ísland er þessa stundina að vekja bankastjórn Íslandsbanka ásamt bankastjórum Íslandsbanka, Arion og Landsbankans til að minna þá á að mæta á tíunda kröfufund Hagsmunasamtaka heimilanna og samtakanna Nýs Íslands á Austurvelli klukkan þrjú í dag.

Féll sex metra út um glugga - líðan telpunnar stöðug

Líðan telpunnar sem féll eina sex metra út um glugga í Þingholtunum í gær er stöðug að sögn vakhafandi læknis. Hún er ekki í lífshættu en læknirinn vill ekki gefa upp hvort hún hafi beinbrotnað við fallið.

Fagna niðurstöðu héraðsdóms í myntkörfumáli

Samtökin Nýtt Ísland, sem staðið hafa að mótmælum á Austurvelli, undanfarna laugardaga fagna dómi vegna ólögmætis myntkörfulána sem dæmt var látakenda í vil í gær í Héraðsdómi.

Ökuníðingar, innbrotsþjófar og slagsmálahundar

Lögregla hafði í nógu að snúast í nótt um alla borg. Í miðbænum sást til ökumanns sem ók undarlega og ætlaði lögregla að stöðva manninn. Hann gaf hinsvegar í og ók á miklum hraða eftir götum miðborgarinnar. Að lokum var hann stöðvaður í Þingholtunum og reyndist um 17 ára pilt að ræða með bráðabirgðaökuskírteini. Hann var að auki ölvaður og fékk hann að sofa úr sér á lögreglustöðinni.

Sjá næstu 50 fréttir