Halldór rukkaði Kópavogsbæ nokkrum árum eftir verklok 15. febrúar 2010 06:00 Verkfræðingurinn Halldór Jónsson fékk rúma 71 milljón króna greidda á fimm árum frá Kópavogsbæ. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir Halldór ekki njóta trausts lengur. Fréttablaðið/Stefán Verkin sem Halldór Jónsson verkfræðingur vann fyrir Kópavogsbæ og Fréttablaðið greindi frá á laugardag tengjast sjö framkvæmdum í bænum á árabilinu 2003 til 2008. Alls er um 64 reikninga að ræða upp á 71,5 milljónir króna, Þar af eru fjórir upp á átján milljónir fyrir þrjú aðskilin verk sem greiddir voru 9. desember 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf Halldór út nokkra reikninganna sem skoðunarmaður Kópavogs. Halldór er einn af helstu trúnaðarmönnum Gunnars I. Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra, og var formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi frá 1986 til 2003. Líkt og og Fréttablaðið greindi frá kom umfang viðskiptanna Gunnsteini Sigurðssyni, bæjarstjóra í Kópavogi, á óvart. „Ég vissi að hann hafði verið í einhverjum verkum, en ég gerði mér enga grein fyrir umfanginu.“ Gunnsteinn hefur kallað eftir upplýsingum frá tæknideild bæjarins um hvernig hafi verið staðið að vali á verktökum í umræddum verkum. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega bæjarstarfsmenn ekki vera skoðunarmenn sveitarfélaga. Trausti Fannar Valsson, lögfræðingur og sérfræðingur í stjórnsýslurétti, segir að hvað verktaka varði skipti umfang verkefnanna máli og það hve viðvarandi þau eru. Ekki hafi reynt á hvort verktakagreiðslur hafi gert menn vanhæfa sem skoðunarmenn. „Ég held að þó ekki hafi reynt á þetta, þá sé ekki opið á það að maður geti verið skoðunarmaður sveitarfélags alveg óháð því hversu mikil verkefni maður tekur að sér fyrir það.“ Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, ætlar að skoða reikninga Halldórs í dag. Þar á meðal verksamninga. „Mér sýnist í sumum tilvikum sem reikningar hafi verið greiddir fyrir verk sem lauk tveimur árum fyrr. Það er mjög sérstakt,“ segir hún. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarmanna, segir einstaka reikninga ekki koma inn á borð bæjarstjórnar. „En Halldór hefur að mínu mati farið illa með það traust sem honum var sýnt. Ég mun ekki styðja hann áfram sem skoðunarmann,“ segir Ómar. Ekki náðist í Halldór Jónsson í gær. jonab@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Ómar Stefánsson Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Verkin sem Halldór Jónsson verkfræðingur vann fyrir Kópavogsbæ og Fréttablaðið greindi frá á laugardag tengjast sjö framkvæmdum í bænum á árabilinu 2003 til 2008. Alls er um 64 reikninga að ræða upp á 71,5 milljónir króna, Þar af eru fjórir upp á átján milljónir fyrir þrjú aðskilin verk sem greiddir voru 9. desember 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf Halldór út nokkra reikninganna sem skoðunarmaður Kópavogs. Halldór er einn af helstu trúnaðarmönnum Gunnars I. Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra, og var formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi frá 1986 til 2003. Líkt og og Fréttablaðið greindi frá kom umfang viðskiptanna Gunnsteini Sigurðssyni, bæjarstjóra í Kópavogi, á óvart. „Ég vissi að hann hafði verið í einhverjum verkum, en ég gerði mér enga grein fyrir umfanginu.“ Gunnsteinn hefur kallað eftir upplýsingum frá tæknideild bæjarins um hvernig hafi verið staðið að vali á verktökum í umræddum verkum. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega bæjarstarfsmenn ekki vera skoðunarmenn sveitarfélaga. Trausti Fannar Valsson, lögfræðingur og sérfræðingur í stjórnsýslurétti, segir að hvað verktaka varði skipti umfang verkefnanna máli og það hve viðvarandi þau eru. Ekki hafi reynt á hvort verktakagreiðslur hafi gert menn vanhæfa sem skoðunarmenn. „Ég held að þó ekki hafi reynt á þetta, þá sé ekki opið á það að maður geti verið skoðunarmaður sveitarfélags alveg óháð því hversu mikil verkefni maður tekur að sér fyrir það.“ Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, ætlar að skoða reikninga Halldórs í dag. Þar á meðal verksamninga. „Mér sýnist í sumum tilvikum sem reikningar hafi verið greiddir fyrir verk sem lauk tveimur árum fyrr. Það er mjög sérstakt,“ segir hún. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarmanna, segir einstaka reikninga ekki koma inn á borð bæjarstjórnar. „En Halldór hefur að mínu mati farið illa með það traust sem honum var sýnt. Ég mun ekki styðja hann áfram sem skoðunarmann,“ segir Ómar. Ekki náðist í Halldór Jónsson í gær. jonab@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Ómar Stefánsson
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira