Innlent

Ökumenn fari varlega í Langadal

Lögreglan á Blönduósi beinir því eindregið til vegfarenda sem eiga leið um Langadal að fara mjög varlega. Gríðarleg hálka er á veginum auk þess sem gengur á með dimmum éljum. Nokkrir bílar hafa ekið útaf í dag í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi og á síðasta klukkutíma hafa tveir bílar farið útaf í Langadal. Engin meiðsl hafa orðið á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×