Erlent

Ísraelskur trúarleiðtogi átti 29 konur og 58 börn

Ísraelskur trúarleiðtogi kom fyrir rétt í Tel Aviv í dag en hann er ákærður fyrir margskyns afbrot gegn meðlimum safnaðar síns, sem flestir eru einnig eiginkonur hans eða börn. Hann er sagður hafa verið giftur 23 konum og eignast með þeim 59 börn. Maðurinn, hinn sextugi Goel Ratzon er meðal annars ákærður fyrir nauðgun og frelsissviptingu en hann taldi konum sínum trú um að hann væri alvaldur og með guðlega krafta.

Hann bjó með konum sínum á búgarði í Ísrael og lét hann þær allar húðflúra á handlegg sinn nafn Ratzons og mynd af honum. Einnig kom fram við réttarhöldin að nöfn barnanna 59 séu öll afbakanir af nafni hans.

Ratzon giftist fyrstu konunni sinni árið 1972, giftist annari snemma á níunda áratugnum en frá árinu 1991 kvæntist hann 21 konu til viðbótar. Ratzon ber við sakleysi og segir að allar konurnar hafi búið hjá honum sjálfviljugar og að þær hefðu vel getað yfirgefið hann kysu þær það.

Saksóknarar eru á öðru máli og meðal annars er maðurinn ákærður fyrir að nauðga nokkrum dætrum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×