Erlent

Skemmtileg sleðabrekka

Óli Tynes skrifar
Washington í dag.
Washington í dag. Mynd/AP

Snjókoman sem verið hefur á austurströnd Bandaríkjanna undanfarna daga hefur verið flestum til ama enda truflað samgöngur og valdið miklu rafmagnsleysi.

En sem betur fer er til fólk sem sér björtu hliðarnar á nær öllu sem gerist. Í fannferginu fór þetta fólk og keypti sér snjóþotur eða fann eitthvað heima sem hægt er að renna sér á.

Og bakgrunnurinn hjá þessum sleðagörpum er ekki dónalegur. Sjálft þinghúsið í Washington gnæfir þögult og virðulega yfir sleðabrekkunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×