Erlent

Fjári kalt í Kristjaníu

Óli Tynes skrifar
Landamæri fríríkisins.
Landamæri fríríkisins.

Danska olíufélagið Statoil hefur skrúfað fyrir olíuna til tveggja viðskiptavina í fríríkinu Kristjaníu eftir að viðgerðarmenn þeirra urðu fyrir árásum.

Viðskiptavinirnir hringdu til þess að láta vita af bilun í olíukyndingunni. Þegar viðgerðamaður kom á vettvang voru einhverjir íbúanna svo ógnandi í framkomu að hann forðaði sér.

Ekki gekk betur þegar reynt var daginn eftir, þá var flöskum og rusli látið rigna yfir bílinn. Því var ákveðið að skrúfa einfaldlega fyrir olíuna.

Það kemur sér illa því það er fjári kalt í kóngsins Kaupmannahöfn þessa dagana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×