Fleiri fréttir

Hvetja fólk í áhættuhóp til að láta kanna HIV smit

Smitsjúkdómadeild Landspítalans hvetur til þess að fólk sem deilt hefur nálum eða stundað óábyrgt kynlíf undanfarin misseri láti athuga hvort það hafi smitast af HIV-veirunni. Sóttvarnarlæknir rannsakar hvort fjölgun HIV-smitaðra hér á landi megi hugsanlega rekja til einnar stúlku.

Flugmenn Icelandair greiða atkvæði um verkfall

Flugmenn hjá Icelandair undirbúa nú verkfall. Samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna samþykkti í síðustu viku að hefja atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun og lýkur henni á föstudag. Að sögn Kjartans Jónssonar, framkvæmdastjóra FÍA, skýrist það ekki fyrr en úrslit atkvæðagreiðslunnar liggja fyrir hvernig verkfallsaðgerðum verður háttað, en hann bjóst við að byrjað yrði á skammtímaverkfalli en síðan yrði farið í lengra verkfall, ef enginn árangur næðist. Samningur flugmanna við Icelandair hefur verið laus í tæpt ár og segja flugmenn að helstu ágreiningsefni séu hógvær krafa þeirra um tvö helgarfrí annan hvern mánuð og krafa um breytingar á tryggingum.

Skálmöld í uppsiglingu á Haítí

Glæpagengi eru ekki neitt nýtt fyrirbrigði á Haítí og það hefur aðeins verið talið tímaspursmál hvenær þau færu af stað aftur eftir jarðskjálftann.

Þjóðaratkvæðagreiðslan verður 6. mars

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur í samráði við landskjörstjórn ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram hinn 6. mars næstkomandi. „Kosið verður um framtíðargildi laga nr. 1/2010 um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf., “ eins og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Íslenska rústabjörgunarsveitin væntanleg heim á fimmtudaginn

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin kemur heim næsta fimmtudagskvöld. Utanríkisráðuneytið skipuleggur nú heimkomu björgunarsveitamannanna en þeir hafa unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður á Haítí í kjölfar jarðskjálftans þar í síðustu viku.

Aðalmeðferð í máli ökuníðings

Aðalmeðferð hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli karlmanns sem ákærður er fyrir að aka á lögreglubifreiðar og hurðar slökkviliðsins í Skógarhlíð síðasta sumar. Manninum er gefið að sök að hafa verið drukkinn þegar að hann ók bílnum og skapað mikla hættu.

Kristinn Andersen vill annað sæti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði

Kristinn Andersen, verkfræðingur og rannsóknastjóri hjá Marel, gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Kristinn svarar þar kalli eftir nýju fólki úr atvinnulífinu að stjórn bæjarfélagsins. Hann hefur jafnframt starfað um árabil innan Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og verið í forystu í starfi hans þar.

Velkomin til Haítí

Í Port au Prince hefur þúsundum líka verið safnað í hauga víðsvegar um borgina. Þúsundir manna bíða eftir læknishjálp. Mikill skortur er á mat og vatni.

Jarðskjálftar við Grímsey

Hafsbotninn heldur áfram að skjálfa í grennd við Grímsey en í nótt sýndu mælar Veðurstofunnar sex skjálfta sem voru stærri en þrír á Richter kvarðanum. Flestir skjálftarnir komu rétt eftir klukkan tvö í nótt og mældist sá stærsti 3,7. Um klukkan hálfsjö í morgun mældist enn einn skjálftinn og var hann 3,1 á Richter. Um liðna nótt mældust einnig nokkrir skjálftar, allt að 3 á Richter.

Kom að bílnum strípuðum

Þegar bíleigandi, búsettur í Suðurhlíðum í Reykjavík, kom heim í gær eftir þriggja mánaða fjarveru og ætlaði að grípa til bílsins, var hann mun fátæklegri en hann átti að vera. Búið var að stela af honum spegli, öðru framljósinu og vélarhlífinni , eða húddinu, í heilu lagi. Bíllinn stóð fyrir utan íbúðarhús, en engin virðist hafa orðið þjófanna var.

Demókratar gætu misst Kennedy-sætið

Íbúar bandaríska ríkisins Massachussetts ganga til kosninga í dag en kosið er um sæti í bandarísku öldungadeildinni sem losnaði þegar Edward Kennedy lést í ágúst í fyrra.

Meiri snjór á Bretlandi

Veðurfræðingar spá því að aftur fari að snjóa á Bretlandseyjum á morgun en undanfarnar vikur hafa verið þær snjóhörðustu í manna minnum.

Bensínið rétt við 200 kallinn

Bensínverð í sjálfsafgreiðslu er við það að rjúfa 200 króna múrinn, eftir að Olís hækkaði lítraverðið á 95 oktana bensíni í gær um þrjár krónur , eða upp í 199 og 20. Laust fyrir átta höfðu hvorki N-1 né Skeljungur hækkað verð hjá sér, en miðað við hversu olíufélögin eru samstíga í verðlagningu, má fastlega búast við því innan tíðar. 200 króna múrinn var rofinn í síðusut viku fyrir bensín með fullri þjónustu, eins og það er orðað.

Börn brutust inn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt tvo fjórtán ára pilta, vegna innbrota. Fyrst brutu þeir rúðu í Melabúðinni og reyndu að komast þar inn, en þjófavarnakerfi fór í gang og stökkti þeim á flótta.

Mótmæla að Domus stækki án þess að bílastæðum fjölgi

„Til þess að mæta kröfum tímans um aukið þjónusturými er óskað eftir aukningu byggingarmagns,“ segir í umsókn Domus Medica sem vill fá heimild til að byggja 2.200 fermetra þjónustubyggingu og 3.000 fermetra bílageymslu við læknamiðstöðina á Egilsgötu.

Þurfa að skilja eigin ábyrgð

Stjórnarmenn í fjármálafyrirtækjum þurfa að gangast undir sérstakt hæfismat sem Fjármálaeftirlitið annast, samkvæmt frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki.

Íslenskir pungar fluttir út

„Þessi útflutningur hefur smám saman verið að vinda upp á sig en mikill áhugi er á íslenskum eistum í Asíu sem og Bandaríkjunum," segir Ágúst Andrésson hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga, um vaxandi vinsældir hrútspunga erlendis.

Sagði ekki frá ferð sinni til Feneyja

Borgarstjóri gat þess ekki að hún hefði farið í nokkurra daga ferð á Feneyjatvíæringinn um arkitektúr og skipulag í september 2008, þegar hún svaraði fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa um ferðalög sín í borgarráði, 5. janúar síðastliðinn.

Breyta sögunni um meintan höfuðpaur

Hluti þeirra sem ákærðir eru fyrir tilraun til að smygla tæpum fjórum kílóum af amfetamíni til landsins síðasta haust sneri við framburði sínum varðandi hlutdeild meints höfuðpaurs í málinu. Af fimm ákærðum í málinu neitar sá einn sök. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Þjóðfundir um sóknarfæri

Stýrihópur sóknaráætlunar 20/20, á vegum ríkisstjórnarinnar, ætlar að halda átta þjóðfundi víða um landið fram að vori. Markmiðið er að „ná fram samstöðu um lykilákvarðanir og framtíðarsýn fyrir atvinnulíf og samfélag“, eins og segir í tilkynningu.

Laun rétt yfir markmiðum

Kostnaður Landspítala vegna launa á árinu 2009 nam 26.680 milljónum króna. Áætlun spítalans miðað við niður­skurðarkröfuna fyrir árið, sem var rúmlega 2.900 milljónir, var upp á 26.300 milljónir. Því er ljóst að launakostnaður var rúmlega einu prósenti yfir markmiðum á síðasta ári.

Ær með garnaveiki aflífaðar

Garnaveiki hefur greinst í þremur ungum ám á bæ í Fáskrúðsfirði. Þær voru skoðaðar 6. janúar að beiðni bóndans á bænum og ákvað héraðsdýralæknir Matvælastofnunar að aflífa þær allar þar sem þær voru óeðlilega horaðar, þótt þær ætu allar eðlilega. Engin merki sáust þó um skitu.

Ráðherra hafnar dómsdagsspá S&P

Sérfræðingur matsfyrirtækisins Standard & Poor's sagði í viðtali við fréttaveituna Bloomberg í gær að raunhæfur möguleiki sé fyrir greiðslufalli íslenska ríkisins vegna óvissu um lyktir Icesave-deilunnar. Þessi hætta endurspeglist í hækkandi skuldatryggingarálagi sem komi til vegna óvissu um framtíð efnahagsaðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi.

Byrjað að undirbúa heimferð

Íslenska rústabjörgunarsveitin á Haítí fór í könnunarleiðangra um miðborg höfuðborgarinnar Port-au-Prince í gær til að kanna hvort einhver fyndist þar á lífi í rústunum. Leitin hafði engan árangur borið í gærkvöldi.

Skilanefnd tekur yfir D‘Angleterre-hótelið

Skilanefnd Landsbankans mun á næstu vikum taka yfir hótel­rekstur NP Hotels í Danmörku og einkaþotur í eigu leigufyrirtækisins IceJet. „Samningar eru mjög langt komnir og við erum mjög sátt við það,“ segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans.

Heróín fyrir mestu fíklana

danmörk Þeir Danir sem fíknastir eru í heróín geta frá og með miðjum næsta mánuði fengið efnið á kostnað ríkisins, fyrst í Óðinsvéum.

Enn að reikna greiðslujöfnun

Viðskiptavinur Íbúðalánasjóðs, sem hafði byrjað í greiðslujöfnun en ákvað svo að afþakka hana, fékk svar frá sjóðnum um að hann gæti ekki afþakkað greiðslujöfnunina, nema hann fyrst greiddi upp alla fjárhæðina sem sett hafði verið á jöfnunarreikninginn.

Gefur 230 tonn af vatni til Haítí

Hjálparstarf Jón Ólafsson, eigandi vatnframleiðandans Icelandic Glacial, hefur gefið 230 tonn af vatni á 400 þúsund flöskum til þeirra sem eiga um sárt að binda á hamfarasvæðunum á Haítí.

Neyðarhjálpin berst hægt til íbúa á Haítí

Þrátt fyrir stöðugan straum lækna, hjálparstarfsmanna og hermanna til Haítí eiga íbúar margir hverjir erfitt með að finna vatnssopa og matarbita. Vaxandi óþolinmæði gætir hjá mörgum íbúanna vegna seinagangsins.

Vissi mest um lestur dagblaða

Jóhannes Karl Sigursteinsson, stjórnandi hjá birtingardeild auglýsingastofunnar EnnEmm, hlaut fyrstu verðlaun í jólagetraun söludeildar Fréttablaðsins, sem um jólin var með lauflétta getraun meðal auglýsenda byggða á staðreyndum um lestur dagblaða á Íslandi. Á meðal spurninganna var hvaða blaði sé dreift til rúmlega áttatíu þúsund heimila á hverjum degi.

Frambjóðendur minntir á lögin

stjórnmál Ríkisendurskoðun birti fyrir helgi upplýsingar og eyðublöð fyrir frambjóðendur í prófkjöri eða forvali fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, 29. maí.

Auðjöfur vann nauman sigur

Sebastian Pinera, hægrisinnaður auðkýfingur, vann sigur í forsetakosningum í Chile á föstudag.

Fréttastjóri ekki aðili að málinu

Hæstiréttur hefur vísað frá dómi kæru fréttastjóra Stöðvar 2, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, sem fór fram á það að fallið yrði frá þeirri ákvörðun að þinghald í svokölluðu mansalsmáli sem upp kom á Suðurnesjum í haust yrði lokað.

Strandveiðar skila síðri afla

Rúmlega helmingur forsvarsmanna fiskmarkaða og fiskkaupenda taldi að gæði þess fisks sem barst á land í strandveiðunum í sumar stæðist ekki samanburð við annan afla. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu Háskólaseturs Vestfjarða um framgang og áhrif strandveiðanna.

Frekari tækifæri til náms

Tvö ráðuneyti, mennta- og menningarmála og félags- og tryggingarmála, hafa samið um frekari námstækifæri fyrir ungt fólk í atvinnuleit. Með því er tækifærum til náms fjölgað.

Heilbrigðisfrumvarpið í voða

Demókratar á Bandaríkjaþingi reyna nú að bjarga heilbrigðisfrumvarpi sínu, sem fengi varla endanlegt samþykki á þingi ef repúblikani sigrar í aukakosningum í dag um þingsæti Edwards Kennedy í öldungadeildinni.

Mannskæð árás talibana í Kabúl

Að minnsta kosti fimm manns létu lífið þegar talibanar gerðu sprengjuárás í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistans. Sjö árásarmannanna létu einnig lífið og nærri fjörutíu manns særðust.

Efnahagsbatinn er brothættur

Hætta er á að kreppan láti aftur á sér kræla í nýmarkaðsríkjunum dragi þau of snemma úr stuðningi við fjármálageirann. Þetta segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Maður lést í vinnuslysi í dag

Alvarlegt vinnuslys var um klukkan 16:00 í dag við nýbyggingu við Sefgarða á Seltjarnarnesi samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.

Sjá næstu 50 fréttir