Erlent

Meiri snjór á Bretlandi

MYND/AP

Veðurfræðingar spá því að aftur fari að snjóa á Bretlandseyjum á morgun en undanfarnar vikur hafa verið þær snjóhörðustu í manna minnum.

Í Wales er spáð allt að 10 sentimetra jafnföllnum snjó en snjórinn breytist í slyddu eftir því sem sunnar dregur.

Bretar eru rétt að jafna sig á veðrinu sem gekk yfir fyrir tveimur vikum en fræðingarnir spá því að í þetta sinn gangi veðrið hraðar yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×