Erlent

Fyrir áhugasama: Geimskip til sölu

Discovery á sporbaug jarðar.
Discovery á sporbaug jarðar.

Heldur sérkennilegt faratæki er til sölu þessa daganna en Nasa hefur auglýst geimferjuna Discovery til sölu.

Ef einhver græjusjúkur einstaklingur á tæplega þrjá og hálfan milljarð króna þá getur sá hinn sami fest kaup á geimfarinu. Ferjan er heldur lífsreynd en hún hefur ferðast alls 37 sinnum út í geim og svifið á sporbaug jarðar og þannig hringsólað í kringum jörðina ríflega fimm þúsund sinnum.

Reyndar hafa forsvarmenn Nasa lofað Smithsonian safninu geimflaugina til varðveislu.

Fyrir þá sem hafa ekki efni á geimskutlunni sjálfri þurfa ekki að örvænta því Nasa býður einnig vél flaugarinnar til sölu þar sem hún nýtist ekki inn á safninu.

Vél flaugarinnar, sem er væntanlega margslungin smíði færustu verkfræðinga veraldar, kostar ekki nema 50 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×