Erlent

Velkomin til Haítí

Óli Tynes skrifar
Þetta er líka Haítí í dag.
Þetta er líka Haítí í dag. Mynd/AP

Í Port au Prince hefur þúsundum líka verið safnað í hauga víðsvegar um borgina. Þúsundir manna bíða eftir læknishjálp. Mikill skortur er á mat og vatni.

Í strandbænum Labadee um eitthundrað og fimmtíu kílómetra í burtu sitja ferðamenn í sólstólum á ströndinni og fylgjast með lúxus skemmtiferðaskipinu Mariner of the Seas sigla hægt og virðulega inn fjörðinn. Þetta er Haítí í dag.

Það hefur vakið talsverð viðbrögð að útgerðin Royal Caribbean skyldi ákveða að halda áætlun sinni til Haítí í ljósi þess sem þar hefur gerst og er að gerast.

Útgerðin ver sig með því að hún flytji ekki aðeins ferðamenn til Haítí heldur hafi hún einnig gefið sem svarar eitthundrað og fimmtíu milljónir króna í neyðaraðstoð til landsins. Auk þess geri heimsóknin ekki annað en styrkja efnahag þess.

Leslie Voltaire fulltrúi Haítí hjá Sameinuðu þjóðunum er þessu sammála. Í samtali við Fox fréttastofuna sagði hún; -Með tilliti til hins bága efnahags og þeim verkefnum sem við stöndum frammifyrir bjóðum við skemmtiferðaskipin velkomin með þá efnahagslegu umbun sem það færir landi okkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×