Mótmæla að Domus stækki án þess að bílastæðum fjölgi 19. janúar 2010 06:00 Domus Medica Eigendur hússins segja þörf á að bæta þjónustuna með auknu rými en nágrannarnir óttast bílastæðaöngþveiti þar sem ekki sé gert ráð fyrir fjölgun bílastæða.Fréttablaðið/GVA „Til þess að mæta kröfum tímans um aukið þjónusturými er óskað eftir aukningu byggingarmagns,“ segir í umsókn Domus Medica sem vill fá heimild til að byggja 2.200 fermetra þjónustubyggingu og 3.000 fermetra bílageymslu við læknamiðstöðina á Egilsgötu. Bæði eigandi Heilsuverndarstöðvarinnar gömlu og íbúar á Egilsgötu mótmæla þessum áformum. Í dag eru 117 bílastæði við Domus en þau verða aðeins 114 eftir breytinguna, þar af 88 í nýju bílastæðahúsi. Þorsteinn Steingrímsson segir fyrir hönd Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg að stæðin við Domus þyrftu að vera 400 til 425 nú þegar. Þetta kemur fram í bréfi Þorsteins til skipulagsyfirvalda. Hann segir borgina geta bakað sér skaðabótaskyldu og áskilur sér rétt til að gera slíka kröfu. „Það er ósk okkar að borgaryfirvöld kalli alla eignaraðila á þessu svæði á fund og freisti þess að koma góðum lausnum áleiðis en ekki pukra í sínu horni og eyðileggja fyrir nágrönnum og borgarbúum öllum,“ skrifar Þorsteinn og bendir á að lausn geti falist í sameiginlegu bílastæðahúsi á lóðum Heilsuverndarstöðvarinnar, Domus Medica og Droplaugarstaða. Teikning af því húsi hafi þegar legið mánuðum saman hjá skipulagsyfirvöldum. Í bréfi nokkurra íbúa við Egilsgötu segir að byggðin þar hafi í áratugi verið kaffærð með stórbyggingum. „Ekki er boðlegt að borgaryfirvöld þvingi okkur enn frekar með stækkun Domus,“ skrifa íbúarnir. Aðrir íbúar við Egilsgötu lýsa yfir áhyggjum af sprengingum á byggingartímanum og áskilja sér rétt til skaðabóta verði hús þeirra fyrir skemmdum. Enn aðrir íbúar segja í sínu bréfi að þeir geti ekki hugsað þá hugsun til enda að bæta eigi 2.200 fermetra þjónusturými við Domus án þess að fjölga bílastæðum. „Við höfum öll liðið fyrir „þunga“ starfsemi Domus Medica á umliðnum árum og gríðarlegan bílastæðaskort,“ skrifa íbúarnir. Hverfisráð Miðborgar fagnar hins vegar að fækka eigi bílastæðum við Egilsgötu og gera önnur neðanjarðar. Einnig því að aðalinngangur eigi að vera frá Snorrabraut í stað Egilsgötu. Hverfisráðið gerir þó athugasemd við að útlit nýbyggingarinnar virðist ekki eiga að taka mið af húsinu sem fyrir er. Tillaga Domus Medica er nú til skoðunar hjá formanni skipulagsráðs Reykjavíkur. Ekki mun vera ætlunin að ráðast í þessar framkvæmdir í núverandi efnahagsástandi. gar@frettabladid.is Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Til þess að mæta kröfum tímans um aukið þjónusturými er óskað eftir aukningu byggingarmagns,“ segir í umsókn Domus Medica sem vill fá heimild til að byggja 2.200 fermetra þjónustubyggingu og 3.000 fermetra bílageymslu við læknamiðstöðina á Egilsgötu. Bæði eigandi Heilsuverndarstöðvarinnar gömlu og íbúar á Egilsgötu mótmæla þessum áformum. Í dag eru 117 bílastæði við Domus en þau verða aðeins 114 eftir breytinguna, þar af 88 í nýju bílastæðahúsi. Þorsteinn Steingrímsson segir fyrir hönd Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg að stæðin við Domus þyrftu að vera 400 til 425 nú þegar. Þetta kemur fram í bréfi Þorsteins til skipulagsyfirvalda. Hann segir borgina geta bakað sér skaðabótaskyldu og áskilur sér rétt til að gera slíka kröfu. „Það er ósk okkar að borgaryfirvöld kalli alla eignaraðila á þessu svæði á fund og freisti þess að koma góðum lausnum áleiðis en ekki pukra í sínu horni og eyðileggja fyrir nágrönnum og borgarbúum öllum,“ skrifar Þorsteinn og bendir á að lausn geti falist í sameiginlegu bílastæðahúsi á lóðum Heilsuverndarstöðvarinnar, Domus Medica og Droplaugarstaða. Teikning af því húsi hafi þegar legið mánuðum saman hjá skipulagsyfirvöldum. Í bréfi nokkurra íbúa við Egilsgötu segir að byggðin þar hafi í áratugi verið kaffærð með stórbyggingum. „Ekki er boðlegt að borgaryfirvöld þvingi okkur enn frekar með stækkun Domus,“ skrifa íbúarnir. Aðrir íbúar við Egilsgötu lýsa yfir áhyggjum af sprengingum á byggingartímanum og áskilja sér rétt til skaðabóta verði hús þeirra fyrir skemmdum. Enn aðrir íbúar segja í sínu bréfi að þeir geti ekki hugsað þá hugsun til enda að bæta eigi 2.200 fermetra þjónusturými við Domus án þess að fjölga bílastæðum. „Við höfum öll liðið fyrir „þunga“ starfsemi Domus Medica á umliðnum árum og gríðarlegan bílastæðaskort,“ skrifa íbúarnir. Hverfisráð Miðborgar fagnar hins vegar að fækka eigi bílastæðum við Egilsgötu og gera önnur neðanjarðar. Einnig því að aðalinngangur eigi að vera frá Snorrabraut í stað Egilsgötu. Hverfisráðið gerir þó athugasemd við að útlit nýbyggingarinnar virðist ekki eiga að taka mið af húsinu sem fyrir er. Tillaga Domus Medica er nú til skoðunar hjá formanni skipulagsráðs Reykjavíkur. Ekki mun vera ætlunin að ráðast í þessar framkvæmdir í núverandi efnahagsástandi. gar@frettabladid.is
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira