Fleiri fréttir

Kennarar gefa tvær milljónir til Haítí

Kennarasamband Íslands ákvað á stjórnarfundi síðastliðinn föstudag að leggja ellefu þúsund evrur eða um tvær milljónir króna inn á söfnunarsjóðsreikning Alþjóðasambands kennara til styrktar Haítí.

RÚV tapar milljón á dag undir stjórn útvarpsstjóra

Ríkisútvarpið hefur tapað rúmri milljón á dag þann tíma sem Páll Magnússon hefur verið útvarpsstjóri, sem eru öllu meira en stofnunin tapaði á dag í útvarpsstjóratíð fyrirrennara hans. Frá árinu 2002 hefur launakostnaður Ríkisútvarpsins aukist töluvert umfram laun á almennum launamarkaði.

Spyr hvort línuívilnun verði fyrir árabátaútgerð

Aflakóngur smábátaflotans spyr hvort stjórnvöld ætli að veita þeim viðbótarkvóta sem róa á árabátum. Það sé í ætt við það að verðlauna menn fyrir að handbeita línu, eins og nú er áformað. Þá efast hann um réttlæti þess að ætla að leigja bara sumum sérstakan skötuselskvóta.

Djákninn á Haítí: Verður aldrei samur eftir jarðskjálftann

Íslenskur guðfræðinemi sem var á Haítí þegar jarðskjálftinn reið yfir segist aldrei verða samur eftir að hafa orðið vitni að þeim hörmungunum sem dunið hafa á þessu fátæka landi. Íbúar hafi sýnt styrk, stillingu og trúfestu þrátt fyrir ömurlegar aðstæður.

Urðu að hverfa frá Léogane af öryggisástæðum

Íslenska rústabjörgunarsveitin þurfti að hætta við að eyða nóttinni í borginni Léogane á Haítí þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi hennar. Félagar í sveitinni eru nú að störfum í einu af fátækustu hverfum borgarinnar í fylgd með bandarískum hermönnum.

Ung kona grunuð um að smita HIV með gáleysislegri hegðun

Landlæknisembættinu tókst ekki að koma lögum yfir unga HIV-smitaða konu sem grunur lék á að hefði smitað aðra með gáleysislegri hegðun. Sóttvarnarlæknir segir að rannsakað sé hvort fjölgun HIV-smitaðra hér á landi megi hugsanlega mega rekja til þessa máls.

Alvarlegt vinnuslys á Seltjarnarnesi

Alvarlegt vinnuslys varð á Seltjarnarnesi um klukkan fjögur í dag. Maður féll af vinnupalli og er alvarlega slasaður. Lögreglan gefur ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.

Kynna Ísland erlendis

Stórar kynningarherferðir á íslenskum ferðaiðnaði, kynning á íslenskum sjávarafurðum, kynning á endurnýjanlegri orku og tækni, íslenskir úrvalskokkar sem elda fyrir almenning, tónleikar, kvikmynda- og listahátíðir eru meðal þeirra fjölmörgu viðburða sem Iceland Naturally hefur skipulagt vestanhafs fyrir árið 2010.

Stjórn og stjórnarandstaða funda áfram um Icesave

Forystumenn ríkisstjórnarinnar stefna að því að funda með fulltrúum stjórnarandstöðunnar klukkan átta í kvöld. Á fundinum verður haldið áfram að reyna að ná samstöðu í Icesave málinu.

Álagið á slysadeild gífurlegt, eldra fólk haldi sig heima

Ófeigur Þorgeirsson yfirlæknir á slysa- og bráðdeild Landspítalans segir að mikið hafi verið að gera á deildinni í dag vegna hálkunnar og álagið gífurlegt. Tilvikin þar sem um beinbrot sé að ræða eru orðin hátt í 60 talsins, brot sem rekja má til hálkunnar.

Leita vitna vegna líkamsárásar

Lögreglan á Selfossi leitar vitna að líkamsárás á skemmtistaðnum 800 Bar á Selfossi um klukkan þrjú aðafaranótt sunnudagsins 9. janúar síðastliðinn.

Bullspár um bráðnun jökla

Fullyrðingar Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna um að jöklar Himalayafjalla verði að mestu horfnir árið 2035 eða jafnvel fyrr eru á byggðar á furðulegum misskilningi og vísindalegum mistökum að sögn vefsíðu breska blaðsins Time.

Sakborningar munu eiga kost á að koma athugasemdum á framfæri

Sakborningarnir í mansalsmálinu munu eiga kost á því að vera í herbergi nálægt dómssalnum þar sem þeir eiga kost á því að fylgjast með vitnaleiðslum yfir brotaþola í gegnum fjarfundabúnað. Þetta segir Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari hjá embætti Ríkissaksóknara.

Fyrstu niðurstöður hugsanlega í lok vetrar

Sérstakur saksóknari á ekki von á því að niðurstöður í þeim málum sem embættið hefur nú til rannsóknar liggi fyrir fyrr en í lok vetrar. Þá verði hægt að taka ákvörðun um það hvort gefnar verði út ákærur eða ekki.

Ekki segja sprengjubrandara um flugvelli

Tuttugu og sex ára gamall Breti hefur verið handtekinn fyrir að gantast með það á Twitter að hann ætlaði að sprengja flugvöll í loft upp.

Segir mannréttindi brotin á meintum mansalsmönnum

„Ég tel að niðurstaða meirihluta Hæstaréttar sé mjög umdeilanleg. Það er hluti af málsvörn mannsins að hann sé á staðnum þegar að mikilvægt vitni gefur skýrslu," segir Eiríkur Elís Þorláksson, verjandi eins Litháans sem ákærður er fyrir aðild að mansali í máli 19 ára gamallar litháískrar stúlku.

Bjarni útskýrði sjónarmið sín fyrir Hollendingum

Hollenska blaðið De Pers birti viðtal við formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, á bloggsíðu blaðsins á dögunum og var það vinsælasta blogg blaðsins þann daginn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum.

Enginn fannst á lífi í Léogane

Íslenska aþjóðabjörgunarsveitin var við störf í borginni Léogane vestur af höfuðborginni Port au Prince á Haiti í gær. Horfið var frá áformum um að sveitin gisti á svæðinu og fór hún því til búða í gærkvöldi. Í tilkynninfu frá Landsbjörg segir að ástandið í Léogane sé afar slæmt og leitaði sveitin í rústum en enginn fannst þar á lífi.

Börn aflimuð án svæfingar á Haiti

Áhersla björgunarsveitanna á Haiti undanfarna daga hefur verið í Port au Prince. Nú er hinsvegar farið að hyggja að bæjum utan við höfuðborgina og þar er ástandið síst betra.

Litháar víkja úr dómsal í mansalsmáli

Litháarnir sem ákærðir eru fyrir aðild að mansali í máli 19 ára stúlku munu þurfa að víkja úr dómsal á meðan að stúlkan ber vitni gegn þeim, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar á föstudaginn.

Tilræðismanni páfa sleppt úr fangelsi

Tyrkinn Mehmet Ali Agca sem reyndi að myrða Jóhannes Pál páfa árið 1981 hefur verið látinn laus úr fangelsi. Agca særði páfa með skammbyssuskotum á Péturstorginu.

Geir vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni

Geir Sveinsson, sem sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vill að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni verði áfram þar. Þetta segir hann á bloggsíðu sinni. Ástæðuna segir hann að engin haldbær rök hafi komið fram um af hverju og hvert flugvöllurinn eigi að fara.

Árás talíbana hrundið

Árás Talíbana í miðborg Kabúl virðist hafa verið hrundið að mestu. Nokkir þeirra sprengdu sig í loft upp á fjölförnum stöðum og létust að minnsta kosti fimm og er eitt barn þar á meðal. Lögregla og herlið lokuðu miðborginni á meðan barist var við uppreisnarmennina og voru fimm talíbanar hið minnsta felldir í bardaga í verslunarmiðstöð í borginni.

Margir hafa slasast í hálkunni

Starfsfólk slysadeildar Landspítalans vill vara fólk við þeirri launhálku sem er á götum borgarinnar. Í morgun streymdi inn á slysadeild fólk sem hafði runnið til og dottið í götuna á leið í skóla og í vinnu. Margir eru illa brotnir eftir óhöppin.

Steingrímur sagði aldrei að Icesave væri of flókið fyrir þjóðaratkvæði

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, sem var í viðtali við Svenska dagladet um helgina, sagði aldrei í samtalinu við blaðamanninn að málið væri of flókið til þess að hægt væri að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Innlendir sem erlendir miðlar fjölluðu um málið í gær og þar var vitnað til inngangs blaðamannsins sænska sem var að túlka orð Steingríms.

Landaverksmiðja í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti landaframleiðslu í bruggverksmiðju í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þar voru fleiri hundruð lítrar af gambra í gerjun í nokkrum stórum plasttunnum og tæki til að sjóða úr honum landa, en eftir suðuna telst hann orðinn markaðsvara.

Festust á Hellisheiði

Hjálparsveitir úr Hveragerði og Selfossi voru kallaðar út í gærkvöldi til að hjálpa fólki, sem hafði farið út á ómerktan vegslóða á Hellisheiði og fest bíl sinn. Björgunarmenn fundu bílinn brátt og náðu honum upp, og amaði ekkert að fólkinu um borð. Lögreglan varar ökumenn við að aka inn á ómerkta slóða, einbíla í náttmyrkri.

Sjóræningjar berjast um lausnarfé

Sómalskir sjóræningjar börðust í nótt innbyrðis vegna deilna um risastórt lausnargjald sem grískt skipafélag greiddi í gær fyrir tankskip sem sjóræningjar hafa haft í haldi síðan í nóvember. Lausnargjaldið er talið hafa numið allt að sjö milljónum dollara og var því sleppt úr þyrlu á þilfar skipsins. Átökin hafa haft það í för með sér að ræningjarnir um borð í skipinu geta ekki farið í land því þeir sem þar eru telja sig eiga hluta lausnargjaldsins. Því er skipið og 28 manna áhöfn þess enn í klóm ræningjanna.

Ban Ki-moon biður fólk um að sýna þolinmæði

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hvetur íbúa Haítí til þess að vera þolinmóða en hægt virðist ganga að koma hjálpargögnum til nauðstaddra Starfsmenn hjálparsamtaka segja þrátt fyrir vandræði hafi tekist að koma matar- og vatnsbirgðum til nokkurra hverfa í höfuðborginni Port au Prince.

Jarðskjálftar við Grímsey

Jarðskjálftahrina hófst við Grímsey upp úr klukkan þrjú í nótt en virðist hafa fjarað út á rúmlega klukkustund. Enn er þó einhver virkni á svæðinu. Stærsti skjálftinn var upp á þrjá á Richter og voru upptök hans aðeins sjö kílómetra aust-norð-austur af Eynni, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.

Varað við hálku

Ökumenn eru minntir á viðvaranir lögreglu og Vegagerðar um mikla hálku á sunnan- og vestanverðu landinu, að minnstakosti. Laun hált er á vegum og hliðargötum þótt akbrautir virðist aðeins vera blautar. Á höfuðborgarsvæðinu er flughált nema á helstu umferðaræðum, þar sem búið er að salta.

Talíbanar gera árás á Kabúl

Hópur Talíbana gerði í morgun árásir í miðborg afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl en á sama tíma var forseti landsins að sverja ráðherra sína í embætti. Fregnir hafa borist af að minnsta kosti tveimur sprengingum í hverfinu í grennd við forsetahöllina og mikil skothríð hefur einnig heyrst.

Leita þar sem heyrist úr rústunum

„Við notum mikið heimafólk til að segja okkur hvar fólk var inni þegar jarðskjálftinn reið yfir. Ef ekki eru nein skilaboð um að fólk hafi verið inni í húsum þá leitum við ekki þar,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, stjórnandi hjá íslensku alþjóðasveitinni á Haítí.

Undrast færri ferðir fyrir sama verð

Veggjald í Hvalfjarðar­göngunum hækkar um tæplega 13 prósent að jafnaði frá og með 1. febrúar vegna verðlagsþróunar og afkomu Spalar undanfarin tvö ár.

Kaupæðið horfið af planinu í Sundahöfn

Í fyrstu viku nýhafins árs seldust 36 nýir bílar á Íslandi samkvæmt tölum Umferðarstofu. Allt árið í fyrra seldust 2.023 bílar. Árið 2008 seldust hins vegar 9.033 nýir bílar. Og þótti lítið.

Þingmaður hvattur til að fara að lögum

Ríkisendurskoðun hefur hvatt Árna Johnsen, þingmann Sjálfstæðisflokksins, til að skila fjárhagslegum upplýsingum um framboð sitt til alþingiskosninga 2007. Árni átti að skila gögnunum í síðasta lagi 25. október.

Minnir á ólýðræðislegar hefðir

Tryggja þarf að stjórn sem kennir sig við velferð stýri landinu áfram til að vega upp á móti frjálshyggju síðustu ára, segir í ályktun flokksráðs VG frá því á laugardag. Stjórn VG og Samfylkingar hafi þegar náð miklum árangri.

Nýleg tækni byltir fuglarannsóknum

Notkun ljósrita, sem er örsmátt mælitæki sem skráir ferðir dýra, hefur bylt upplýsingaöflun um lífshætti fugla. Íslenskir vísindamenn nýta þessa tækni nú þegar til rannsókna á nokkrum tegundum íslenskra fugla.

Vilja samkeyra gögn um stöðu lögmanna

Lögmannafélag Íslands segir mikla fjölgun lögmanna leiða til hættu á að upplýsingar um hugsanleg gjaldþrot og refsidóma félagsmanna berist félaginu ekki. Því þurfi að heimila að samkeyra upplýsingar úr gagnabönkum.

Sjá næstu 50 fréttir