Erlent

Auðjöfur vann nauman sigur

Sebastian Pinera
Verðandi forseti Chile fagnar úrslitum.
fréttablaðið/AP
Sebastian Pinera Verðandi forseti Chile fagnar úrslitum. fréttablaðið/AP

Sebastian Pinera, hægrisinnaður auðkýfingur, vann sigur í forsetakosningum í Chile á föstudag.

Hann fékk 52 prósent atkvæða en fráfarandi forseti, Eduardo Frei, hlaut 48 prósent og lætur því af völdum. Pinera hvatti Chilebúa til að taka nú höndum saman til að bæta landið. Hann sagðist ætla að gera Chile að „besta landi í heimi“.

Í kosningabaráttunni hafði hann gagnrýnt vinstrimenn sem komist hafa til valda í Suður- og Mið-Ameríku, sagði meðal annars að ekkert lýðræði væri í Venesúela þar sem Hugo Chavez er við völd.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×